Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.09.2013, Page 49

Fréttatíminn - 27.09.2013, Page 49
Netið með öllu sínu „dánlódi“ og athyglisbrestur- inn sem fylgt hefur upplýsingaflóðinu sem það opnaði fyrir hefur gerbreytt neysluhegðun sjón- varpsáhorfenda. Skjár einn hefur brugðist við þessu með því að demba heilli þáttaröð á netið og nú geta áskrifendur horft á alla þrettán þættina í hinum geysivinsælu þáttum Under the Dome í beit. Tekið þess vegna helgina undir glápið. Þættirnir eru gerðir eftir samnefndri skáld- sögu Kings þar sem hann stelur í raun grunn- hugmynd The Simpsons-bíómyndarinnar. Það fer nefnilega allt í uppnám þegar smábærinn Chester´s Mill einangrast frá umheiminum þegar óbrjótanlegt hvolfþak steypist með óút- skýrðum hætti yfir bæinn. King er einkar lagið að skapa skemmtilegar persónur og er á heimavelli þegar bandarískir smábæir eru annars vegar. Þessi styrkur hans nýtist vel í Under the Dome þar sem nóg er af áhugaverðum, skrýtnum og geðtrufluðum persónum. Og eins og gengur og gerist í sam- félögum mannanna er hvolfþakið sjálft ekki aðal ógnin og spennuvaldurinn, heldur fólkið sjálft. Samfélagsgerðin er fljót að gliðna og nágrannar verða svarnir óvinir í upplausninni. Þættirnir eru eiginlega einhvers konar sam- runi Twin Peaks og Lost! og halda spennu þessa þrettán þætti þótt óhjákvæmilega hafi maður áhyggjur af því að flækjan muni bera söguna ofurliði og þetta muni renna út í sandinn í fram- haldinu. Enda King svosem alræmdur fyrir að spinna góða sögu en glutra öllu niður í lokin. Leikararnir í þáttunum gera persónunum mis- góð skil en óumdeildur burðarbiti í þessu öllu saman er Dean Norris, sem hefur farið á kostum sem Hank Schrader í Breaking Bad, í hlutverki Big Jim. Hann er fyrirmyndar illmenni sem held- ur hjólunum gangandi og spennunni uppi og sér til þess að aldrei eru dauðar stundir eða nokkurt öryggi að finna undir hvolfþakinu. Þórarinn Þórarinsson 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun STÖÐ 2 07:00 Strumparnir / Villingarnir / UKI / Doddi litli og Eyrnastór / Algjör Sveppi / Ben 10 / Ofurhetjusérsveitin 10:50 Batman: The Brave and the bold 11:35 Spaugstofan 12:00 Nágrannar 13:45 Logi í beinni 14:35 Beint frá messa 15:20 Veistu hver ég var? 16:05 Hið blómlega bú 16:45 Broadchurch (7/8) 17:35 60 mínútur 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (5/30) 19:10 Næturvaktin 19:35 Sjálfstætt fólk (4/15) J 20:15 Ástríður (3/10) 20:45 Broadchurch (8/8) Spennu- þáttur sem fjallar um rannsókn á láti ungs drengs. 21:40 Boardwalk Empire (3/12) 22:35 Al Capone & The Untouchables Heimildarþáttur um Al Capone og hans síðustu daga áður en Elliot Ness hneppti hann í varðhald og gerði útaf við hans glæpaferil. 23:25 60 mínútur 00:10 The Daily Show: Global Editon 00:35 Nashville (14/21) 01:20 Suits (9/16) 02:05 The Americans (1/30) 02:55 The Untold History of The United States (5/10) 03:55 Be Cool 05:50 Fréttir 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 07:40 Pepsí-mörkin 2013 11:50 Real Madrid - Atletico Madrid 13:30 Almeria - Barcelona 15:10 Þýski handboltinn 2013/2014 16:35 Samsung Unglingaeinvígið 2013 17:30 La Liga Report 18:05 Meistarad. Evrópu - fréttaþáttur 18:35 Þýski handboltinn 2013/2014 19:55 Pepsí deildin 2013 00:05 Aston Villa - Tottenham 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 09:00 Swansea - Arsenal 10:40 Fulham - Cardiff 12:20 Stoke - Norwich 14:50 Sunderland - Liverpool 17:00 Man. Utd. - WBA 18:40 Tottenham - Chelsea 20:20 Stoke - Norwich 22:00 Sunderland - Liverpool 23:40 Aston Villa - Man. City SkjárGolf 06:00 Eurosport 08:30 Alfred Dunhill Links Championship 16:30 Inside the PGA Tour (39:47) 16:55 Alfred Dunhill Links Championship 00:55 Eurosport 29. september sjónvarp 49Helgin 27.-29. september 2013  Í sjónvarpinu under the dome Spennandi innansveitarkrónika st st st gb stst st st li li li li li li ný Súperkallifragilistikexpíallídósum! Sýningar hafnar á ný Engir leikarar, enginn texti ... Frumsýnt í lok maí Bestu vinkonur barnanna í hátíðarskapi Frumsýnt 16. nóvember Fyrsta leikrit í heimi sem gerist í Kópavogi Frumsýnt í byrjun febrúar Meistaraverkið aftur á fjalirnar Sýningar hefjast á ný í október Sannkallað listaverk Sýningar hafnar á ný Ástin, dauðinn ... og allur sá djass Frumsýnt í apríl Hjartnæm spennusaga Frumsýnt í lok febrúar Hver stýrir þessu skipi? Frumsýnt í lok mars Sígilt verk Lorca Frumsýnt 18. október í Gamla bíói Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla Frumsýnt í lok janúar Epískur tón-sjónleikur Frumsýnt 4. október Rokkið tekur yfir Borgarleikhúsið Frumsýnt í lok mars Hvernig er að vera eða vera ekki... Frumsýnt í byrjun apríl Er framtíðin okkar? Frumsýnt 19. október Ný kynslóð, nýir tímar, nýr Hamlet Frumsýnt um áramót Ertu nógu hræddur? Frumsýnt 16. nóvember Kraftur og mýkt sem snertir Sýningar í október og febrúar Hin fullkomna skemmtun Sýningar hefjast í maí ný ný ný st Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Áskri ftarko rt 4 sýn ingar að ei gin va li 13.90 0 kr. Áskriftarkortfyrir 25 ára og yngri9.000 kr. Nýtt korta tímab il er ha fið

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.