Fréttatíminn - 27.09.2013, Síða 50
50 bíó Helgin 27.-29. september 2013
Mig lang-
ar að gera
næstu
mynd hér.
Frumsýnd don Jon
This is sanliTun Frumsýnd á riFF
l eikstjórinn Róbert Douglas flutti til Beijing í Kína 2007 og er nú mættur til Íslands
með sína fyrstu bíómynd, síðan
hann sýndi Strákana okkar fyrir
átta árum. Myndin This Is San-
litun gerist í Beijing og segir frá
brölti Englendings sem reynir að
hasla sér þar völl með takmörk-
uðum árangri.
Róbert segir að á vissan hátt
megi segja að grunnsöguþráð-
urinn í myndinni kallist á við
Íslenska drauminn frá árinu
2000. Sú mynd fjallaði um lukk-
uriddarann Tóta sem reyndi að
auðgast með ýmsum klikkuðum
aðferðum.
„Grunnsöguþráðurinn er svip-
aður og þarna er annar maður í
öðru landi að reyna að meika það
í Kína og gengur illa. Og er með
álíka gáfuleg markmið og Tóti.“
Gary ætlar sér stóra hluti í Beij-
ing en eftir að honum mistekst að
heilla kínverska fjárfesta tekur
hann að sér enskukennslu og
nýtur lífsvisku Franks, algerlega
misheppnaðs lærimeistara. Raun-
verulegur tilgangur Garys með
dvölinni í Kína kemur síðar í ljós
þegar fyrrverandi eiginkona hans
og sonur skjóta upp kollinum.
Róbert segir að sjálfsögðu horft
á Kína með augum útlendingsins í
myndinni. „Já, algjörlega. Hún er
um útlendinga sem búa í Peking.
Þennan Englending og þau ævin-
týri sem hann lendir í.“
Þótt langt hafi liðið á milli
mynda Róberts er This Is San-
litun ekki búin að vera nema um
tvö ár í vinnslu. „Ég var búinn að
vera með hin og þessi verkefni í
gangi þarna úti. Og eiginlega á Ís-
landi líka. Ég ætlaði að gera mynd
hérna heima 2008 en þá hrundi
allt. Þá ákvað ég að einbeita mér
að því að byrja á einhverjum verk-
efnum úti í Kína og ákvað síðan
bara að fara af stað með þessa
mynd fyrir svona tveimur árum.
Drífa mig bara í að gera mynd án
þess að hugsa um tiltekin leyfi
og fjármagn og gera bara ódýra
mynd.“
Róbert sýndi myndina í Toronto
á dögunum, opnaði RIFF með
henni og frágengið er að hún fari
í almennar sýningar í Kína og
vitaskuld hér heima. Hann segir
næstu mánuði munu fara í að sýna
hana á fleiri hátíðum og selja hana
í dreifingu víðar.
Róbert segir að þrátt fyrir
að hann sé búinn að koma sér
notalega fyrir í Kína stefni hann
á flutninga heim á næsta ári. „Ég
er með handrit sem ég er búinn
að skrifa og mynd í undirbúningi
sem gerist á Íslandi og planið er
að gera hana. Mig langar að gera
næstu mynd hér.“
Kvikmyndaleikstjórinn Róbert Douglas hefur búið í Kína undanfarin ár og látið lítið fyrir sér fara
síðan hann frumsýndi gamanmyndina Strákarnir okkar fyrir átta árum. Hann er kominn til lands-
ins með sína nýjustu mynd, This Is Sanlitun, sem hann gerði í Kína. Myndin var opnunarmynd
Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, RIFF, í gær og fer í almennar sýningar að hátíðinni
lokinni, þann 7. október.
Þórarinn
Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Kínverskt bergmál af
Íslenska draumnum
Róbert Douglas
hefur búið í Kína
undanfarin ár og
opnaði RIFF með
nýjustu mynd sinni
This Is Sanlitun
þar sem horft er á
Kína með augum
útlendingsins.
Hann gerði Ís-
landsheimsóknina
einnig að fríi og
ætlar að reyna að
taka því rólega
hérna í þrjár vikur.
Ljósmynd/Hari.
Það hitnar undir klámfíklinum Jon
þegar hann fellur fyrir Barböru.
Frumsýndar BóFahasar og póker
Gordon-Levitt dettur í klámið
Sá öflugi leikari Joseph Gordon-Levitt stígur sín fyrstu skref
sem leikstjóri með gamanmyndinni Don Jon. Hann leikur
sjálfur aðalhlutverkið, Jon Martello, myndarlegan, ungan mann
sem þykir ákaflega heillandi í viðkynningu. Hann er þó illu heilli
forfallinn klámfíkill, liggur yfir netklámi, er lauslátur og hefur
engan hug á að festa ráð sitt. Vinir hans kalla hann því Don
Jon, með vísan til hins goðsagnakennda elskhuga Don Juan.
Þetta breytist þegar hann kynnist Barböru Sugarman, klárri
stelpu sem hefur gömul og góð gildi í hávegum. Hún er alin upp
við að horfa á rómantískar Hollywoodmyndir og er staðráðin í
að finna draumaprinsinn og Jon kolfellur fyrir henni. En eins og
við má búast kemur babb í bátinn þegar Barbara kemst að því
að draumaprinsinn er klámfíkill.
Auk Gordon-Levitt fara Scarlett Johansson, Julianne Moore,
Tony Danza og Jeremy Luke með helstu hlutverk í myndinni.
Aðrir miðlar: Imdb: 7,5, Rotten Tomatoes: 83%, Metacritic: 52%
Krimmi í hefndarhug
Tvær spennumyndir eru frumsýndar um
helgina. Í Welcome to the Punch takast þeir á
harðjaxlinn Mark Strong og mjúkmennið James
McAvoy. Strong leikur bankaræningja sem
hefur falið sig á Íslandi en snýr aftur til London
til þess að hefna sonar síns. Þar bíður McAvoy
átekta og tekur fagnandi öðru tækifæri til þess
að klófesta kauða.
Aðrir miðlar: Imdb: 6,1, Rotten Tomatoes:
50%, Metacritic: 49%
Runner Runner fjallar um námsmann sem tapar öllu sínu í netpóker og grunar að brögð
hafi verið í tafli. Justin Timberlake leikur þennan óheppna fjárhættuspilara sem heldur til
fundar við þann sem stjórnar netpókernum og hittir þar fyrir Ben Affleck sem reynist vera
í meira lagi varasamur náungi.
Aðrir miðlar: Dómar ekki komnir.
SKÓLANEMAR: 25% AfSLáttuR gEgN fRAMvíSuN SKíRtEiNiS!
MEÐ StuÐNiNgi REYKJAvíKuRBORgAR & KviKMYNDAMiÐStÖÐvAR íSLANDS - MiÐASALA: 412 7711
BuRNiNg BuSh (14) - Allir þrír hlutAr sAmAn með einu hléi - 3x80 mín.
29/09: 16.00
AÐEINS 1
SÝNING
Laugavegi 25 - S: 553-3003
H ö n n u n a r
h ú s
www.hrim.is
Opnunartími
Mán-fös
10:00-18:00
Laugardaga
10:00-18:00
Sunnudaga
13:00-17:00
Íslensk hönnun er góð gjöf