Fréttatíminn - 27.09.2013, Side 56
Í takt við tÍmann Una StefánSdóttir
Fékk taugaáfall á Beyoncé-tónleikum
Una Stefánsdóttir er 22 ára tónlistarkona sem ólst upp í Fossvoginum. Hún er að ljúka námi í
djasssöng við FÍH og hefur einnig verið í píanónámi. Fyrir skemmstu sendi hún frá sér fyrsta lag
sitt, Breathe, sem vakið hefur nokkra athygli. Una stundar hugleiðslu í gegnum snjallsímann
sinn og er mikill aðdáandi söngþátta á borð við X-Factor og Idol.
Staðalbúnaður
Fatastíllinn minn snýst oft
frekar um þægindi en tísku-
strauma. Ég nenni til dæmis
sjaldnast að fara á hljóm-
sveitaræfingu í hælaskóm.
Stundum þarf maður reyndar
að spá í lúkkið, eins og þegar
maður spilar á tónleikum. Þá
fórnar maður þægindunum
fyrir lúkkið. Fatastíllinn minn
er einhvers konar blanda
af gömlu og nýju. Ég versla
svolítið í Nostalgíu en annars
á ég mér ekki uppáhalds
verslun. Ég elska skartgripi og
geng til dæmis oft með stóra
eyrnalokka. Ef ég væri eitt-
hvað handlagin vildi ég geta
búið sjálf til skartgripi en ég
þarf ekki að hafa áhyggjur af
því, ég get varla skrifað nafnið
mitt.
Hugbúnaður
Ég er orðin frekar léleg í
djamminu enda fer það svo
illa með röddina að drekka.
Ég fer aftur á móti reglulega á
tónleika enda á ég marga vini
sem eru tónlistarmenn og hér
er einhver besta tónlistarsena
í heimi. Það er reyndar ekki
mikið af tónleikastöðum eftir.
Rósen er klassík en ég sakna
Faktorý gríðarlega og líka
Hemma og Valda. Mig langar
bara að fara að gráta yfir
örlögum þeirra. Ef ég á frí frá
æfingum og tónleikum finnst
mér frekar kósí að kúra bara
með kæró. Við vorum að klára
House of Cards og nú langar
mig í Kevin Spacey-plakat. Ég
sit hins vegar ein og græt yfir
söngþáttum, það vill enginn
horfa á þá með mér. X-Factor,
Idol, Voice og hvað þetta heitir
allt saman, ég elska þetta og
langar að verða dómari í þeim
einn daginn.
Vélbúnaður
Ég á iPhone og Makka. Sím-
ann nota ég mest í Facebook,
Instagram og fleira slíkt.
Mesta snilldin er svo Head
Space sem er tíu mínútna hug-
leiðsla á hverjum degi. Frábært
app fyrir fólk sem er alltaf á
fullu. Svo á ég annað heimili í
nótnaskriftarforritinu Sibelius.
Aukabúnaður
Ég er því miður ekki nógu
dugleg að elda. Þegar ég panta
mér mat finnst mér fásinna að
panta mér eitthvað annað en
ítalskan mat og vín, ég bara
sé ekki tilganginn. Ég tala
líka ítölsku eftir að hafa búið
á Ítalíu. Ég er tungumálanörd
og er alltaf að læra nokkur
tungumál í einu. Svo hef ég
gaman af ljóðlist en það tengist
auðvitað beint inn í tónlistina.
Ég ferðast þessa dagana um í
strætó en það verður vonandi
ekki of lengi í viðbót. Í sumar
heimsótti ég vini mína í Róm
og fór á Beyoncé-tónleika í
Köben. Ég man eiginlega ekk-
ert eftir þessum tónleikum
því ég grét svo ógeðslega
mikið. Ég fékk létt taugaáfall
og vinkonur mínar þurftu að
hugga mig.
Una er dugleg að fara á
tónleika í borginni en er
ósátt við hversu mörgum
tónleikastöðum hefur
verið lokað undanfarið.
Ljósmynd/Hari
appafengUr
Barefoot
World Atlas
Barefoot World Atlas
er ekki aðeins fyrir
yngri kynslóðina held-
ur geta fullorðnir líka
haft gagn og gaman af
þessu appi. Notendur
sjá þrívíddarútgáfu af
heimskringlunni og
það gefur skemmtileg-
an blæ að þegar flett
er á milli heimssvæða
hljómar tónlist sem
er einkennandi fyrir
hvert svæði. Hægt er
að velja staði á kortinu
eða fletta löndum upp
með því að skrifa nafn
þeirra. Um hvert land
eru helstu upplýsingar
á borð við fólksfjölda,
mynt og fjölda bíla
á hverja manneskju,
en einnig kemur upp
hitastigið í höfuð-
borginni á þeim tíma
sem appið er skoðað
og hvað klukkan þar
er. Þeir sem gefa app-
inu aðgang að staðsetningu sinni fá
einnig upplýsingar um hversu langt
landið er í burtu. Þá er einnig hægt að
fletta upp merkisstöðum í heiminum
eða einstökum dýrategundum, Eiffel-
turninum eða heimskautarefnum, og
fá að vita það helsta. Upplýsingarnar
eru ekki aðeins skrifaðar heldur einn-
ig lesnar á ensku. Mikil natni er lögð
í hönnunina og nýtur appið sín því eig-
inlega betur í iPad heldur en í iPhone.
Appið er aðeins til fyrir Apple-vörur
og er eitt vinsælasta appið frá upphafi.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
56 dægurmál Helgin 27.-29. september 2013