Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2013, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 05.04.2013, Blaðsíða 2
Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@ frettatiminn.is www.skyr.is Þú finnur fleiri boostuppskriftir á Léttboost 1 lítið Vanilluskyr.is ½ banani sneið af melónu ½ pera dass hreinn appel- sínusafi 6-8 ísmolar SVO LJÚFT OG LÉTT Ráðherra styrkir býflugur Hjónin Kjartan og Sigríður Margrét hafa fengið jákvæð viðbrögð við hugmyndum um uppbyggingu miðaldabaða á Vesturlandi. Ljósmynd/BIG  Ferðaþjónusta undirbúa uppbyggingu miðaldarbaða Vilja víkingaböð á Vesturlandi Hjónin Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Kjartan Ragnarsson hjá Landnáms- setrinu í Borgarnesi vinna nú að hugmynd um uppbyggingu á miðaldaböðum á milli Húsafells og Hraunfossa, niður við Hvítá. Hugmynd þeirra hjóna var meðal þeirra sem ráðgjafafyrirtækið PKF mælti nýlega með í skýrslu um langtímastefnu ferðaþjón- ustu á Íslandi. Sigríður telur að niðurstöður skýrslunnar muni hjálpa til við framgang verkefnisins. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð við þessu verkefni,“ segir Sigríður Mar- grét en bætir við að annað hvort þurfi til að koma þolinmótt fjármagn eða opinbert svo að þróa megi hugmyndina til fulls og fjár- festar treysti sér til að koma að verkefninu. Enn séu ýmsir óvissuþættir eins og hvernig hægt yrði að hlaða böðin. Sigríður Margrét segist hafa fundið það á eigin skinni við rekstur Landnámssetursins hversu mikilvægt sé að byggja upp afþrey- ingu á metnaðarfullan hátt til að laða ferða- menn að landsvæðum. Áætlað er að búa til eftirlíkingar af miðaldalaugum og nýta þau miklu verðmæti sem felast í norrænni goðafræði og tengja hana við gang himin- tunglanna. „Þá höfum við skapað ferða- mannastað sem skemmtilegast er að koma á yfir vetrartímann.“ F jórar hænur, Rétt, Röng, Gunnjóna og Heiðveig, struku að heiman á mið- vikudagsmorgun en þær hafa síðan í nóvember haldið til í Búrinu, svo- kallaða, sýningarrými hjónanna á Bjargi á Ísafirði. Lísbet Harðar Ólaf- ardóttir, eigandi strokuhæsnanna, var vakin með símtali klukkan átta um morguninn og tjáð að þrátt fyrir mikinn velvilja í garð kvartettsins fiðraða gætu fuglarnir ekki fengið að dvelja á sjúkrahúsinu. Bæjarins besta á Ísafirði greindi frá þessum ósköpum en í samtali við Fréttatímann segist Lísbet ekki átta sig almennilega á hvernig hæn- urnar opnuðu sér leið út í frelsið. „Það kom einhver geðsjúkur köttur sem var ekki vanur þeim og hjólaði í þær þannig að þær fóru en ég vil meina að þetta hafi verið með ráðum gert hjá þeim,“ segir Lísbet. Þannig er mál með vexti að til stóð að opna gjörningasýningu lista- mannsins Sigurðar Ámundasonar í Búrinu á skírdag. Viðburðinum var frestað um óákveðinn tíma af óvið- ráðanlegum ástæðum en hænurnar hafa lengi fylgst andaktugar með undirbúningnum. „Ég vil meina að það hafi hlaupið í þær einhver dólgur við þetta messufall. Þær hafi orðið eitt- hvað styggar og ákveðið að rjúka í burtu. Þær löbbuðu síðan bara inn á sjúkrahúsið. Hún Beggó á sjúkra- húsinu er ofboðslega almennileg og góð kona en hún hringdi í mig klukkan átta um morguninn og  dýrahald FjaðraFok á ÍsaFirði Strokuhænur leituðu hælis á sjúkrahúsinu Fjórar hænur lögðu á flótta frá Búri á Bjargi á Ísafirði að morgni miðvikudags. Einhver áhöld eru um hvort þær hafi forðað sér undan ágengum ketti eða hvort þetta voru hrein og bein mótmæli vegna þess að sýningarhald í galleríinu á Bjargi féll niður um páskana. Hænurnar leituðu skjóls á Fjórðungshúsi Ísafjarðar þar sem þeim var synjað um dvalarleyfi. „Ég náttúr- lega hund- skammaði hana og hún fékk að heyra mjög dóna- lega rullu. útskýrði fyrir mér að þrátt fyrir alla sína væntumþykju þá mættu þær ekki vera á sjúkrahúsinu.“ Þær Rétt, Röng og Gunnjóna skiluðu sér því fljótt heim en upp- reisnarseggurinn í hópnum, Heið- veig sem ættuð er frá Önundarfirði, gafst ekki upp svo auðveldlega. „Heiðveig er komin í leitirnar en hún var lengst í burtu. Hún er hvað villtust af þeim og er mjög sér- kennileg,“ segir Lísbet og á þá bæði við lundarfar og útlit hænunnar. „Margir segja að hún líkist Kramer úr Seinfeld-þáttunum og það er alveg rétt. Það vantar líka á hana tvær tær og hún er skemmtileg en dálítið stygg og andstyggileg við hinar.“ Lísbet heyrði í Heiðveigu í nágrenninu en þurfti að beita brögðum til þess að lokka hana heim. „Ég bjó til ógurlega girnilegt fóður með því að sulla saman slátri og þorskalýsi og bjó til slóð heim að húsinu og fékk hana þannig til að koma aftur.“ Heiðveig fékk síðan að heyra það óþvegið þegar hún sneri aftur. „Ég náttúrlega hundskammaði hana og hún fékk að heyra mjög dónalega rullu enda var ég mjög reið. Hún hefur ekkert farið síðan þá og er bara hérna og hefur eiginlega ekki mikið komið út. Og verpti ekki í morgun. Þetta situr eitthvað í henni.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Lísbet segist síður en svo vera einhver furðurlegur hænsnabóndi. Hún hafi fengið eina hænu í afmælisgjöf í gríni í fyrra, síðan var syni hennar gefin önnur og þannig vatt þetta upp á sig. En aldrei stóð til hjá henni að standa í hænsnabúskap: „Nei. Hver heldurðu að geri það inni í miðjum bæ? “ Hænurnar ævintýragjörnu eru komnar heilar heim og allt hefur verið með kyrrum kjörum á Bjargi. Ljósmyndir/Hall- dór Sveinbjörnsson Karl Vignir ákærður Ríkissaksóknari hefur ákært Karl Vigni Þorsteinssyni fyrir kynferðis- brot gegn fjórum einstaklingum. Karl Vignir hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að Kastljós fjallaði um brot hans í janúar. Í þættinum játaði hann að hafa misnotað tugi barna undan- farna áratugi. Þau brot sem hann er ákærður fyrir eru nýleg en flest brotin eru fyrnd. Rafræn kosning í Reykjavík Rafrænar íbúakosningar í Reykjavík um verkefni í hverfum borgarinnar eru hafnar og standa til 11. apríl. Kosið er á kjosa.betrireykjavik.is og auðkenna borgarbúar, 16 ára og eldri, sig með aðalveflykli ríkisskattstjóra eða rafrænum skilríkjum. Kosið er á milli 229 verkefna sem valin voru úr 600 innsendum hugmyndum frá borgarbúum. 300 milljónum króna verður varið í að framkvæma þau verkefni sem verða kosin á þessu ári. Meðal athyglisverðra hugmynda sem kosið er um eru aflraunasteinar, þrír strandblakvellir og aparólur. Elín Siggeirsdóttir býflugnabóndi er meðal þeirra sem fengu úthlutað styrk til atvinnumála kvenna þegar velferðar- ráðherra veitti 35 milljónir króna til 29 verkefna í vikunni. Elín hætti nýverið að starfa sem tölvunarfræðingur og flutti út í sveit þar sem hún heldur býflugur, hænur og gæsir. Hún segir mikinn skort á vörum vegna býflugnaræktar og fékk 400 þúsund króna styrk til gerðar við- skiptaáætlunar um rekstur netverslunar með býflugnaræktunarvörur og -afurðir. Hún segir íslenskum býflugnabændum hafa fjölgað mikið síðustu þrjú árin eða svo og segir meðlimi í félagi býflugna- bænda vera um níutíu talsins. „Ísland er eitt fárra svæða á jörðinni þar sem eru smitfríar býflugur. Síðan eru þær mjög mikilvægar fyrir lífríkið,“ segir Elín sem leggst nú í gerð viðskiptaáætlunar. -eh Skóflustunga að nýju fangelsi Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra tók í gær fyrstu skóflustunguna að fangelsi á Hólmsheiði. Nýja fangelsið verður með 56 fangarýmum þar sem verður sérstök deild fyrir kvenfanga og aðstaða fyrir afplánun skemmri fangelsisrefsinga og vararefsinga. Nýja fangelsið á að leysa af hólmi Hegn- ingarhúsið við Skólavörðustíg í Reykjavík og fangelsið í Kópavogi. Einnig verður gæslu- varðhaldsdeild í fangelsinu á Litla Hrauni lögð niður og aðstaða hennar notuð fyrir afplánun. Taka á fangelsið í notkun haustið 2015. -sda 2 fréttir Helgin 5.-7. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.