Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2013, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 05.04.2013, Blaðsíða 12
Ísbíltúr með verðandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er næsti forsætisráðherra ef marka má skoðanakannanir. Í ísbíltúr með formann- inum til Þingvalla komst Sigríður Dögg Auðunsdóttir að því með hjálp Mountain Dew að íslenski kúrinn er fallinn í gleymskunnar dá en hugmyndafræði hans lifir enn í umræðunni um flatan niðurskurð húsnæðislána. S igmundur Davíð Gunnlaugsson er með pálmann í höndunum þessa dagana. Flokkur hans hefur mælst stærstur allra flokka og aldrei í sögu lýðveldisins hefur Framsóknarflokkurinn fengið meira fylgi í kosningum en hann mælist nú með í skoðanakönnunum, tæp þrjátíu prósent. Síðasti kosningasigur flokksins var árið 1995 þegar Framsóknarflokkurinn hlaut 23,3 prósent atkvæða og bætti við sig tveimur þingmönnum. Minnsta fylgi hlaut flokkurinn hins vegar í alþingiskosningunum 2007, 11,7 prósent atkvæða og sjö þingmenn. Þrátt fyrir stór loforð um flata niðurfellingu á skuldum heimilanna árið 2009 náði flokkurinn ekki flugi og hlaut tæplega 15 prósent atkvæða. Miðað við skoð- anakannanir nú er því útlit fyrir að flokkurinn tvö- faldi fylgi sitt frá síðustu kosningum og líklegt þykir að forseti Íslands muni fela Sigmundi Davíð umboð til stjórnarmyndunar. En hvað hefur gerst á þessum fjórum árum? Hvers vegna telja tvöfalt fleiri Íslendingar framsóknar- mönnum best treystandi fyrir stjórn landsins nú en í síðustu alþingiskosningum? Skýringin er margþætt. Niðurstaða í dómsmálinu um IceSave er ótvírætt stærsti áhrifavaldurinn því fylgi flokksins rauk upp strax í kjölfar þess. Framsóknarflokkurinn hefur nýtt sér það skipulega að hafa talað gegn IceSave frum- varpinu á sínum tíma og nýtir hvert tækifæri til þess að minna á það. Annar hluti skýringarinnar er að skoðanakannanir sýna greinilega að fylgi er að færast frá Sjálfstæðis- flokknum og yfir til Framsóknarflokksins. Óánægja með forystu Bjarna Benediktssonar í Sjálfstæðis- flokknum og neikvæð fjölmiðlaumræða í kjölfar landsfundar flokksins og tiltekinna samþykkta sem hleyptu illu blóði í marga flokksmenn, á þar hlut að máli. Þriðja ástæðan er eflaust hin háværa umræða um verðtrygginguna sem rót alls ills og vonleysi skuldara um að fá lánin sín leiðrétt, nú þegar liðið er á fimmta árið frá hruni. Framsóknarflokkurinn hefur gert það að stærsta máli kosningabaráttunnar að afnema verðtryggingu og leiðrétta húsnæðislán. Mál- flutningur Framsóknarflokksins fyrir fjórum árum þótti ekki trúverðugur. Framganga Sigmundar Dav- íðs í IceSave málinu hefur hins vegar skapað flokkn- um þann trúverðugleika sem hann þurfti til þess að kjósendur tryðu því að loforðin hefðu innistæðu – sem nú virðist vera uppi á teningnum. Framhald á næstu opnu 12 viðtal Helgin 5.-7. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.