Fréttatíminn - 05.04.2013, Page 12
Ísbíltúr með
verðandi forsætisráðherra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er næsti forsætisráðherra ef marka má skoðanakannanir. Í ísbíltúr með formann-
inum til Þingvalla komst Sigríður Dögg Auðunsdóttir að því með hjálp Mountain Dew að íslenski kúrinn er fallinn í
gleymskunnar dá en hugmyndafræði hans lifir enn í umræðunni um flatan niðurskurð húsnæðislána.
S
igmundur Davíð Gunnlaugsson er með
pálmann í höndunum þessa dagana.
Flokkur hans hefur mælst stærstur allra
flokka og aldrei í sögu lýðveldisins hefur
Framsóknarflokkurinn fengið meira
fylgi í kosningum en hann mælist nú
með í skoðanakönnunum, tæp þrjátíu prósent.
Síðasti kosningasigur flokksins var árið 1995 þegar
Framsóknarflokkurinn hlaut 23,3 prósent atkvæða
og bætti við sig tveimur þingmönnum. Minnsta fylgi
hlaut flokkurinn hins vegar í alþingiskosningunum
2007, 11,7 prósent atkvæða og sjö þingmenn. Þrátt
fyrir stór loforð um flata niðurfellingu á skuldum
heimilanna árið 2009 náði flokkurinn ekki flugi og
hlaut tæplega 15 prósent atkvæða. Miðað við skoð-
anakannanir nú er því útlit fyrir að flokkurinn tvö-
faldi fylgi sitt frá síðustu kosningum og líklegt þykir
að forseti Íslands muni fela Sigmundi Davíð umboð til
stjórnarmyndunar.
En hvað hefur gerst á þessum fjórum árum? Hvers
vegna telja tvöfalt fleiri Íslendingar framsóknar-
mönnum best treystandi fyrir stjórn landsins nú en í
síðustu alþingiskosningum? Skýringin er margþætt.
Niðurstaða í dómsmálinu um IceSave er ótvírætt
stærsti áhrifavaldurinn því fylgi flokksins rauk upp
strax í kjölfar þess. Framsóknarflokkurinn hefur nýtt
sér það skipulega að hafa talað gegn IceSave frum-
varpinu á sínum tíma og nýtir hvert tækifæri til þess
að minna á það.
Annar hluti skýringarinnar er að skoðanakannanir
sýna greinilega að fylgi er að færast frá Sjálfstæðis-
flokknum og yfir til Framsóknarflokksins. Óánægja
með forystu Bjarna Benediktssonar í Sjálfstæðis-
flokknum og neikvæð fjölmiðlaumræða í kjölfar
landsfundar flokksins og tiltekinna samþykkta sem
hleyptu illu blóði í marga flokksmenn, á þar hlut að
máli. Þriðja ástæðan er eflaust hin háværa umræða
um verðtrygginguna sem rót alls ills og vonleysi
skuldara um að fá lánin sín leiðrétt, nú þegar liðið er
á fimmta árið frá hruni. Framsóknarflokkurinn hefur
gert það að stærsta máli kosningabaráttunnar að
afnema verðtryggingu og leiðrétta húsnæðislán. Mál-
flutningur Framsóknarflokksins fyrir fjórum árum
þótti ekki trúverðugur. Framganga Sigmundar Dav-
íðs í IceSave málinu hefur hins vegar skapað flokkn-
um þann trúverðugleika sem hann þurfti til þess að
kjósendur tryðu því að loforðin hefðu innistæðu –
sem nú virðist vera uppi á teningnum.
Framhald á næstu opnu
12 viðtal Helgin 5.-7. apríl 2013