Fréttatíminn - 05.04.2013, Blaðsíða 58
Úlfshjarta
Stefán Máni
JPV útgáfa, 299 síður. 2013.
Myndlistarhá-
tíðin Sequences er haldin
í sjötta sinn dagana 5.-14.
apríl en hátíðin stendur
í tíu daga annað hvert
ár og beinir sjónum að
tímatengdri myndlist eins
og gjörningum, hljóð- og
myndbandsverkum.
Sýningar á verkum
sextán listamanna
opna á ellefu sýningar-
stöðum í miðborginni, auk
gjörninga á Skólavörðu-
holti, í Listasafni Einars
Jónssonar og í Hörpu svo eitthvað sé nefnt.
Sequences VI hefst á föstudagskvöld klukkan 20 með
opnun sýningar Gretars Reynissonar í Nýlistasafninu og Ar-
tíma gallerí við Skúlagötu 28.
Gretar er heiðurslistamaður Sequences VI og endurspegla
verk hans áherslur hátíðarinnar að þessu sinni. Gretar
einsetti sér á sínum tíma að vinna óslitið að verkaröð sinni,
Áratugur, hvern einasta dag fyrstu tíu ár aldarinnar og
kemur afraksturinn nú fyrir sjónir almennings í fyrsta sinn.
Sýningarstaðir eru í miðborginni og lagt er upp með að
áhorfendur njóti hvers verks í nánd í litlum og sérstökum
sýningarrýmum.
Frekari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má finna á
sequences.is.
Sextán listamenn á ellefu stöðum
Gretar Reynisson
er heiðurslista-
maður Sequences
að þessu sinni.
RitdómuR ÚlfshjaRta
Á síðum blaðsins í síðustu viku sagði Stefán Máni að það hefði verið mikil áskorun að fara inn í
hausinn á 17 ára stúlku við skriftir á bók-
inni Úlfshjarta. Undirritaður tók þessum
orðum sem áskorun um að lesa bókina
og komast sjálfur í samband við sitt innra
sautján ára sjálf um páskahelgina.
Úlfshjarta ætti samkvæmt öllum
reglum að vera augljóst hliðarskref höf-
undar en er það samt einhvernveginn
ekki. Því höfundareinkenni eru til staðar,
kaldranalegar en jafnframt ljóslifandi
persónulýsingar sem og undirheimarnir
sem hann svo gjarnan skrifar um. Mun-
urinn á þessari nýju bók og þeim sem
við þekkjum er hins vegar sá að nú sækir
Máni efni aðeins út fyrir það sem kallast
getur blákaldur íslenskur raunveruleiki.
Hann gerir það þó mjög vel og nær að
tengja ólíklega þræði saman þannig að
úr verður trúverðug og spennandi saga.
Það þarf þó að sleppa svolítið fram af sér
beislinu til að hrífast með. Svolítið eins
og í Skyttum Friðriks Þórs forðum daga.
Þegar hann bauð upp á æsilegan skotbar-
daga Víkingasveitarinnar og tveggja hval-
veiðimanna í Sundhöll Reykjavíkur.
Nú er ég ekki 17 ára unglingsstúlka
og hef hvorki lesið Hungurleikana né Twi-
light-bækurnar. En ég er að verða fertug-
ur karlmaður sem hef lesið bæði Harry
Potter og vampírusögur Anne Rice, auk
þess að hafa horft á allar yfirnáttúru-
legar sjónvarpsþáttaraðir og myndir sem
gerðar hafa verið í seinni tíð. Viðurkenni
þó að ég sleppti áðurnefndum Twilight-
myndum. Ég get því sagt með vissu að
flétta Stefáns Mána til að tengja heima
hins raunverulega og yfirnáttúrulega er
ein sú frumlegasta sem fram hefur komið
lengi. Tengir bæði Ísland og goðafræði
skemmtilega saman við umheiminn og
undirheima Reykjavíkur.
Þetta er skemmtileg og spennandi bók
sem heldur rétt stefndum lesandanum
við lesturinn. Það sem helst má þó kvarta
yfir er að bókin missir svolítið flugið
á seinasta sprettinum og endirinn var
mér ekki endilega að skapi. En það kann
mögulega að vera vegna þess að ég er
sennilega ekkert unglamb lengur.
Tunglsýki Stefáns Mána
Stefán Máni heldur lesandanum
við efnið við lestur Úlfshjarta.
Ljósmynd/Hari
Haraldur
Jónasson
hari@ frettatiminn.is
58 menning Helgin 5.-7. apríl 2013