Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2013, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 05.04.2013, Blaðsíða 70
„Sýnt hefur verið fram á að lágkolvetnafæði hefur mjög jákvæð áhrif á heilsufar,“ segir Haraldur Magnússon osteópati sem hefur verið helsti talsmaður lágkolvetnamataræðis hér á landi og hefur skrifað fjölda greina og haldið fyrirlestra um kosti þess til fjölda ára. „Það sem ég sé og heyri frá fólki er að það hefur meiri orku, minni sætuþörf, betri einbeitingu, minni bjúg, bólgur og liðverki.“ Þá segir hann fólk hafa náð góðum árangri í að léttast á þessu mataræði. Markmiðið að bæta heilsuna „Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að megintakmarkið eigi ekki að vera megrun. Aðal málið er að tileinka sér heilbrigt líferni með það að markmiði að bæta heilsuna. Það að léttast verður þá einungis ein af aukaverkunum af því að öðlast bætta heilsu hjá þeim sem eru yfir kjörþyngd. Haraldur segir hundruði rannsókna sýna fram á að lágkolvetnafæði stuðli að betri blóðsykurstjórn, hafi góð áhrif á flesta mælanlega þætti hjarta- og æðasjúkdóma, hafi gefið góða raun við að lækka blóðþrýsting og sé það mataræði sem hentar best fyrir fólk með sykursýki. Hreint og næringarríkt mataræði „Lágkolvetnamataræði á að snúast um að borða hreinan, næringarríkan og góðan mat. Þótt áherslan sé á að auka prótein og fitu í fæðunni, eins og kjöt, fisk, egg, smjör, olíur, hnetur og fræ, snýst þetta alls ekki um að það eigi að útiloka öll kolvetni. Það er algengur miskilningur.“ Haraldur segir hlutfall kolvetnis einungis minnkað en áhersla lögð á að það komi aðallega frá grænmeti, ávöxtum og heilkorni sem inniheldur litla sterkju og hefur lítil áhrif á blóðsykurinn á kostnað annarra einfaldra og unninna kolvetna, eins og sykurs, ávaxtasykurs, hvíts hveitis og ýmis konar kornmetis. Engin tískubóla Haraldur bendir á að í tvær milljónir ára hafi maðurinn verið veiðimaður og safnari og uppistaðan í fæðunni hafi verið kjöt með fitu, fugl, fiskur, innmatur, grænmeti, hnetur og ávextir. Akuryrkja hafi hins vegar ekki verið til staðar nema í 10-12 þúsund ár og þá fyrst hafi maðurinn farið að neyta kornvara og kolvetnaríkrar fæðu í auknum mæli. Í hnotskurn hafi maðurinn því borðað hreint og lítt unnið prótein- og fituríkt fæði í milljónir ára. „Þetta er því engin tískubylgja heldur mataræði sem er jafngamalt manninum. Ég tel það hlutfall kolvetna sem mælt er með opinberlega í dag vera mistök, sérstaklega í ljósi þess hversu unnið það er og hversu mikið kemur frá kornvörum.“ Haraldur bendir á að lág- kolvetnamataræði bjóði upp á mikla fjölbreytni af næringarríkum mat. „Það er í raun auðveldara að halda háu næringargildi á þessu mataræði en hinu hefðbundna,“ segir Haraldur Magnússon að lokum. Haraldur heldur úti vefsíðunni www.heilsusidan.is en þar eru birtar greinar um þetta málefni sem og fjölda annarra um heilbrigt líferni. Aftur í ui Við bjóðum fjölbreytt úrval af matvörum fyrir þá sem kjósa lágkolvetnamataræði eins og lífrænt kjöt, ferskan fisk, lífrænt grænmeti, lífræn frosin ber og fituríkar mjólkurvörur eins og rjóma og osta. Við sérhæfum okkur einnig í hágæða lífrænum, kaldpressuðum olíum sem og úrvali af lífrænum möndlum, hnetum og fræjum en gæði þeirrar fitu sem aukin er í þessu mataræði eru gríðarlega mikilvæg. Á veitingastöðum okkar er svo hægt að fá LKL- útgáfu af rétti dagsins. Verið velkomin – við bjóðum góða þjónustu og ráðgjöf um lágkolvetnamataræði og aðstoðum þig við að finna réttu vörurnar. Allt fyrir lágkolvetna- lífsstílinn hjá Lifandi markaði ferskar og sem minnst unnar afurðir án aukefna Lágkolvetnamataræði – ný en gömul hugmyndafræði Ákveðin vatnaskil eru að verða í umræðunni um næringu og mataræði. Fyrir um 30 árum voru gefnar út opinberar ráðleggingar um að sneyða ætti hjá fituríkum mat en borða hlutfallslega meira af kolvetnum. Í kjölfarið hóf markaðssetning og sala fitusnauðrar fæðu innreið sína og neysla á einföldum kolvetnum jókst til muna. Síðan þá hefur tíðni lífsstílssjúkdóma eins og offitu og sykursýki í hinum vestræna heimi snaraukist. Getur verið að skilaboðin hafi verið röng? Er fita holl eftir allt saman? Margar nýlegar rannsóknir sýna að mataræði sem byggir á lágu kolvetnainnihaldi og hærra hlutfalli af fitu og próteini stuðli að betri heilsu. Haraldur Magnússon osteópati Lífrænt lambakjöt frá Brekkulæk Lífrænt nautakjöt frá Búlandi Ósprautaður kjúklingur Lífrænn kjúklingur frá Danmörku Ferskur fiskur Vistvæn egg Úrval af lífrænu og íslensku grænmeti og berjum Fituríkar mjólkurvörur, eins og rjómi og ostar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.