Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2013, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 05.04.2013, Blaðsíða 60
 Í takt við tÍmann Styr JúlÍuSSon Venjulegur gallabuxnastrákur úr Vesturbænum Styr Júlíusson er tvítugur Vesturbæingur sem er að klára stúdentspróf frá MH í vor. Hann leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Fölskum fugli sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum. Styr á iPhone en kemst ekki á netið í honum. Staðalbúnaður Ég er frekar afslappaður í fatakaupum, ég verð að við- urkenna það. Ég er samt svo heppinn að eiga frænku sem er eigandi Kronkron svo flest fötin mín eru þaðan. Cheap Monday buxur eru svona mitt „signature“ núna. Ég er semsagt bara venjulegur gallabuxnastrákur og geng í hlýjum peysum og kannski flottum jakka við. Það er klassískt og gott. Hugbúnaður Ég eyði alveg tíma niður í bæ og fer mikið á Prikið, Stofuna á Ingólfstorgi og Næsta bar. Þetta eru svona hlédrægir staðir sem spila ekki of háa tónlist. Ég stunda ekki líkamsrækt en spila stund- um fótbolta. Ég er mikill kvikmyndaáhugamaður og langar að starfa við kvik- myndir í framtíðinni. Hvort sem það verður fyrir framan eða aftan myndavélina. Ég er dálítið dottinn út úr dag- skrá sjónvarpsstöðvanna en á mér uppáhaldsþætti. Sá íslenski er Sigtið með Frí- manni Gunnarssyni og svo eru það It’s Always Sunny in Philadelphia. Þeir verða bara fyndnari og fyndndari. Vélbúnaður Ætli ég sé ekki svona Mac- gæi. Ég á alla vega iPhone þó ég noti hann ekki mikið. Hann er aldrei nettengdur og ég kann ekki að virkja það. En ég er alveg Facebook-kall. Aukabúnaður Ég geri nú ekki mikið af því að elda, nema kannski svona fimm mínútna rétti. Þá eru egg í fyrirrúmi. Annars borða ég bara hjá mömmu og pabba eða á ein- hverjum veitingastað. Sá veitingastaður sem ég hef oftast heimsótt er Hornið. Við fjölskyldan förum oft þangað, það er voða kósí staður. Ég hef reynt við bílprófið en kláraði það ekki. Ég féll samt ekki. Þannig að ég labba út um allt. Það er þægilegt því ég fer ekki mikið út úr Vesturbænum og miðbænum. Ég á nokkra uppáhalds staði í borginni, Hólavallagarð, Hjartagarðinn og styttugarð Einars Jónssonar. Í útlöndum er París í uppáhaldi. Ég bjó þar þegar ég var mjög ungur með mömmu og hef farið þangað nokkrum sinnum síðan. Ég vil pottþétt búa þar einhvern tímann sjálfur. Styr Júlíusson horfir á Sigtið með Frímanni Gunnarssyni og It’s Always Sunny in Philadelphia. Ljósmynd/Hari Breska tónlistarhátíðin All Tomorrow's Parties verður haldin á gömlu herstöðinni Ásbrú í Keflavík í sumar. Á hátíðinni koma fram erlendar hljómsveitir ásamt hópi ís- lenskra. Dagskrá hátíðarinnar verður kynnt hinn 16. apríl næstkomandi. Hátíðin fer fram helgina 28.-29. júní. Miðasala fer fram á atpfestival.com. Miði á hátíðina kostar 16.900 krónur. Einnig er hægt að kaupa miða með gistingu. All Tomorrow's Parties kemur beint í kjölfarið á Keflavík Music Festival sem plötusnúðurinn Óli Geir Jónsson stendur fyrir dag- ana 5.-9. júní. Aðalnúmerin þar eru Tinie Tempha og DMX. Þá var greint frá því í vikunni að breska hljómsveitin Jethro Tull heldur þrenna tónleika hér á landi í júní, í Hofi á Akureyri, Höllinni í Vestmannaeyjum og í Eldborgarsal Hörpu. Þetta er fimmta heim- sókn Jethro Tull hingað til tónleika- halds. Á dög- unum var til- kynnt að tón- listarhá- tíðin Sónar verður haldin í annað sinn í Hörpu í febrúar á næsta ári. Einum degi verður bætt við hátíðina sem verður mun stærri í sniðum. Forsala miða hefst 17. apríl.  tónliSt ný tónliStarhátÍð Í Sumar Mikið líf í tónleikahaldi Rapparinn DMX treður upp í Kefla- vík í sumar. Ljósmynd/ Nordicphotos/Getty 60 dægurmál Helgin 5.-7. apríl 2013 Vissir þú að margskipt gler geta verið mismunandi að gerð og gæðum? Við bjóðum eingöngu upp á gler með "free form" tækni og er sjónsviðið því breiðara en almennt gerist. Hægt er að ráða hraða skiptingar og sérsníða glerin eir þörfum hvers og eins. Verið velkomin í eina glæsilegustu gleraugnaverslun landsins Álfabakka 14a s. 527 1515 Frí sjónmæling og sérfræðiráðgjöf í glerjavali. Glerjadagar 30% afsláttur af öllum sjónglerjum Ný verslun í göngugötu gleraugnabudin@gleraugnabudin.is 69% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.