Fréttatíminn - 05.04.2013, Blaðsíða 14
En hver er maðurinn sem líklegur
er til þess að leiða þjóðina næstu
fjögur ár – í gegnum þann ólgusjó
sem framundan er? Maðurinn sem
þarf að taka erfiðar ákvarðanir í hin-
um ógnarstóru málum er varða hag
okkar allra og framtíð þjóðarinnar:
hvernig afnemum við gjaldeyrishöft-
in – hvað á að gera við snjóhengjuna
svokölluðu – er Íslandi best borgið
innan eða utan Evrópusambandsins?
Og hvernig ætlar hann að uppfylla
kosningaloforðin um betri tíð með
blóm í haga?
Alveg að verða forsætisráðherra
Sigmundur Davíð féllst á að hitta
mig næstsíðasta starfsdag þingsins.
Hann var önnum kafinn og tíma-
bundinn vegna þeirra miklu deilna
sem voru á þinginu um starfslok.
Við Hari ljósmyndari fengum tæpar
tvær klukkustundir með honum í
blíðskaparveðri og stungum upp á
því við hann að við skelltum okkur
í bíltúr til Þingvalla sem hann sam-
þykkti, „dauðfeginn“, að eigin sögn,
að sleppa aðeins út undir bert loft.
Ég hafði kynnt fyrir honum hug-
myndina að mynda hann á Þing-
völlum með íslenska fánann í bak-
grunni, „fyrst hann væri nú alveg að
verða forsætisráðherra“. Hann var til
í slaginn.
Ég sæki hann á vandræðalega
skítugum fjölskyldubílnum í flýti,
því ég hafði lofað aðstoðarmanni
hans að skila Sigmundi á ákveð-
inn stað að tæpum tveimur tímum
liðnum. Sigmundur bíður í gler-
tengiganginum milli gamla þing-
hússins og viðbyggingarinnar og
sér mig um leið og ég kem. Ég stekk
út úr bílnum til að heilsa honum
og hann kyssir mig kumpánlega á
vangann þegar hann heilsar mér
og óskar mér til hamingju með rit-
stjórastarfið. Við keyrum upp á
Fréttatíma og færum okkur yfir
í ljósmyndarabílinn því áformað
hafði verið að við Sigmundur sætum
saman í aftursætinu þar sem viðtalið
færi fram á leiðinni til og frá Þing-
Við bjóðum
góða þjónustu
Vantar unglinginn á heimilinu
smá bíópening?
Við einföldum millifærslur í snjallsímanum
margfalt. Með nýja Íslandsbanka Appinu
má nálgast stöðuna á reikningum og færa
smærri fjárhæðir á vini og vandamenn með
fáeinum smellum.
islandsbanki.is | Sími 440 4000
Skannaðu
kóðann til að
sækja Appið.
Millifærðu með
hraðfærslum í Appinu
Þjónusta í gegnum Appið:
Hraðfærslur á þekkta viðtakendur
Staða reikninga með einum smelli
Myntbreyta og gengi gjaldmiðla
Upplýsingar um útibú og hraðbanka
Aðgengi að Netbanka o.fl. sem opnar
á fleiri möguleika
Kynntu þér nýja Appið betur
á www.islandsbanki.is/farsiminn
Veldu hraðfærslur
á upphafsskjámynd
og smelltu á þekktan
viðtakanda
Veldu eða skráðu
inn upphæð
Millifærsla
framkvæmd!
Þjónustan er í boði fyrir fjárráða einstaklinga með aðgang að Netbanka Íslandsbanka.
einn tveir þrír!og...
1.000 kr.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
11
4
2
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var þekkt
andlit áður en hann varð skyndilega formaður
Framsóknarflokksins í janúar 2009. Hann hafði
um nokkurra ára skeið unnið sem afleys-
ingamaður á fréttastofu RÚV. Auk þess hafði
hann vakið athygli fyrir að tala af þekkingu
og ástríðu um skipulagsmál í Reykjavík og um
mikilvægi þess að vernda gömul hús í borginni.
Sigmundur Davíð er 38 ára, uppalinn í
Breiðholtinu, en bjó frá sjö til tíu ára aldri í
Washington meðan faðir hans starfaði hjá Al-
þjóðabankanum þar í borg. Foreldrar hans eru
Gunnlaugur Sigmundsson, athafnamaður og
fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins,
sem oft er kenndur við Kögun, og Sigríður
Sigurbjörnsdóttir, lífeindafræðingur. Sigmund-
ur Davíð er elstur þriggja systkina.
Sigmundur lauk stúdentsprófi frá MR árið
1995 og fór eftir það að læra viðskiptafræði við
Háskóla Íslands. Hann tók sér tíu ár eftir stúd-
entspróf í að ljúka BSc prófi í viðskiptafræði
með fjölmiðlafræði sem aukagrein. Á þeim
tíma stundaði hann meðal annars skiptinám
við Plekhanov-háskóla í Moskvu og einnig nám
við Kaupmannahafnarháskóla í alþjóðasam-
skiptum og opinberri stjórnsýslu. Á yngri árum
vann hann sem sumarmaður á einni af bensín-
stöðvum ESSÓ.
Sigmundur fór síðan í náms til DPhil gráðu
í hagfræði og stjórnmálafræði við Oxford-há-
skóla með áherslu á tengsl hagrænnar þró-
unar og skipulagsmála. Hann fékk styrk frá
breskum stjórnvöldum til að stunda námið.
Hann mun vera kominn vel á veg með að ljúka
doktorsprófinu en námið hefur eðlilega setið á
hakanum frá því hann hellti sér í stjórnmálin.
Svaraði kalli frá flokki feðranna
Framganga Sigmundar Davíðs í skipulags-
málum þar sem fréttamaðurinn sýndi á sér nýja
hlið varð til þess að Óskar Bergsson, borgar-
fulltrúi Framsóknarflokksins, fékk hann til
þess að taka sæti í skipulagsnefnd Reykjavíkur
fyrir Framsóknarflokkinn árið 2008. Sig-
mundur hafði tengsl við Framsóknarflokkinn í
gegnum föður sinn en Gunnlaugur Sigmunds-
son var alþingismaður Framsóknarflokksins á
Vestfjörðum um tíma.
Um jólaleytið þetta sama ár, 2008, var
Sigmundur Davíð svo búinn að hella sér út í
slag um formennsku í Framsóknarflokknum
í kjölfar þess að Guðni Ágústsson sagði af sér
formennsku og boðað hafði verið til lands-
fundar í lok janúar. Sagt er að nokkrir aust-
firskir framsóknarmenn, sem hrifist höfðu af
framgöngu hans í umræðum um skipulags-
málin, hafi lagt hart að Sigmundi að hella sér í
stjórnmálin og taka að sér að leiða flokk feðra
sinna en Framsókn var á þessum tíma í kreppu.
Kallað var eftir nýju fólki og því að gert yrði
hreint í flokknum eftir hrunið og óvinsæla
stjórnartíð Halldórs Ásgrímssonar. Sigmundur
tók áskoruninni og stóð uppi sem sigurvegari
skömmu síðar. Hann var svo kjörinn á Alþingi í
kosningunum í apríl 2009.
Þessum tveimur störfum, þingmennsku og
formennsku í Framsóknarflokknum, hefur
Sigmundur Davíð gegnt lengur en nokkru öðru
starfi sem hann hefur tekist á hendur á ævinni.
Hannar eigin jólakort
Sigmundur Davíð málar í frístundum og hefur
meðal annars málað eigin jólakort. Hann hefur
einnig safnað sérmerktum servíettum. Að öðru
leyti hefur hann haldið einkalífi sínu fyrir utan
fjölmiðla að mestu.
Sigmundur Davíð er kvæntur Önnu Sigur-
laugu Pálsdóttur, mannfræðingi og fjárfesti,
og eiga þau rúmlega eins árs dóttur. Þau búa í
einbýlishúsi í Ystaseli. Anna Sigurlaug er millj-
arðamæringur og ein auðugasta kona landsins
en hún hefur fengið fyrirframgreiddan arf eftir
föður sinn, Pál Samúelsson, sem kenndur var
við Toyota-umboðið sem fjölskyldan rak ára-
tugum saman en seldi á hápunkti góðærisins.
Hluti af elítunni
Foreldrar Sigmundar eru einnig auðugir en
Gunnlaugur faðir hans auðgaðist eftir að hann
keypti ráðandi hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu
Kögun (sem nú er hluti af Advania) af ríkinu í
viðskiptum sem löngum hafa verið umdeild hér
á landi. Í aðdraganda hrunsins var Gunnlaugur
einn þriggja eigenda fyrirtækisins Teton, sem
hagnaðist mikið á stöðutökum í aðdraganda
hrunsins.
Sigmundur Davíð hefur því alist upp við alls-
nægtir og hefur sjálfur sagt í viðtölum að hann
sé hluti af elítunni og sé að því leyti í öfunds-
verðri stöðu. Þessi bakgrunnur hans þótti líka
skína í gegn í ræðu sem hann hélt á samkomu
hjá Framsóknarflokknum og sagði þá frá helstu
kynnum sínum af fátækt. Þau voru að hafa
orðið vitni að því á skemmtun á gamla Melavell-
inum að eldri maður, sem var búinn að panta ís
fyrir barnabarn sitt, hafði gleymt veskinu, fann
ekki peningana og varð að afþakka ísinn.
Frístundamálari og servéttusafnari
Sigmundur Davíð þegar hann var lýstur formaður Framsóknarflokksins í janúar 2009, þá nýliði í pólitík.
14 viðtal Helgin 5.-7. apríl 2013