Fréttatíminn - 05.04.2013, Blaðsíða 28
Losar þig við dauðahúðögur og gerir fæturna
silkimjúka eir aðeins eitt skipti.
Einfalt, árangursríkt og áreynslulaust
Fæst í Lyu, Árbæjarapóteki, Rimaapóteki og Lyaval
Vespur og nöðrur
Svartleðraðar mótorhjólakempur,
krúttlegu hipsterarnir á vesp-
unum sínum og unglingadeildin á
skellinöðrunum eru búin að vera
með fiðring í tánum og kláða í
bensínlúkunni lengi og nú er loks
hægt að fara að viðra mótorfákana
almennilega og þenja sig á auðum
götum borgarinnar.
Um mótorhjólafólkið leika
óneitanlega rómantískir frelsis-
vindar og þegar vígalegir englar
vítis þeysa í hópum í umferðinni
fer ekkert á milli mála að vorið er
komið þótt að sumum setji kulda-
hroll þegar Harley Davidson-hjólin
urra.
Ökumenn bifreiða fá einnig fjör-
fisk í fótinn á inngjöfinni þegar
akstursaðstæður skána en öllum á
vegum úti er þó hollast að hafa sig
mátulega hæga og fara varlega í
gleðinni. Þá er einnig gott að hafa
í huga að um leið og vespurnar
fara að mala og leðurgengin að
glenna sig fara nefnilega mótor-
hjólalöggurnar líka á stjá og geta
gripið hraðafíklana fyrirvaralítið
með sektarblokkina á lofti og það
er sko nóg pláss fyrir peninga í
tómum ríkissjóði.
Dúnk, dúnk, dúnk!
Þetta er ungt og leikur sér og sem
betur fer ekki bara í tölvum. Það
vita þeir sem búa í nágrenni
við skólabyggingar
en um leið og
hlýnar aðeins
á kvöldin
mæta
krakk-
arnir á
körfu-
bolta-
velli
skól-
anna,
dripla,
hrópa,
kalla og
skjóta þriggja
stiga körfum langt
fram eftir björtum sum-
arkvöldunum. Jákvætt og fallegt
nema kannski í huga þeirra sem
komnir eru af léttasta skeiði og
leggjast til hvílu vel fyrir miðnætti.
Subbuskapurinn í sviðsljósi
Blessuð sólin elskar allt og vekur
með kossi. Því miður er „allt“ lykil-
orðið í þessu og þegar sólin varpar
ylvolgum geislum sínum inn um
gluggana glitrar hvert einasta
rykkorn eins og demantur. Jafnvel
þótt tuskuóðir hreinlætisbrjálæð-
ingar strjúki af húsgögnum sínum
daglega blasir rykið alltaf við auk
þess sem agnirnar sveima eins og
mý um loftið. Þetta er alveg til að
æra óstöðuga og getur sett dag-
fars prúðasta fólk úr jafnvægi þar
sem það upplifir sig sem verstu
sóða og finnst það jafnvel sjálft
vera rykugt og óhreint.
Ljúfir vorboðar
og leiðigjarnir
Lóan er komin að kveða burt snjóinn og einhvern veginn er
það innprentað í genamengi skammdegisþjakaðs og frostbitins
mörlandans að brúnir hans lyftast sjálfkrafa þegar þessi litli,
ljúfi vorboði mætir til leiks. Lóan lýgur ekki og þegar hún mætir
styttist í betri tíð með blóm í haga. Vorboðarnir eru þó fleiri en
lóan og sumir ekkert sérstaklega velkomnir þótt þeir séu fylgi-
fiskar hækkandi sólar og sprellfjörugra drauma og langana sem
eru við það að losna úr klakaböndum. Fréttatíminn tínir hér til
nokkra vorboða. Ljúfa jafnt sem leiðinlega.
Einstakt tækifæri
að upplifa alvöru dansleik
föstudaginn 5. apríl & laugardaginn 6. apríl
5 & 6
APRÍL
2013
Aðgangseyrir 1.800 kr.
Dansleikur hefst kl.23
www.kringlukrain.is
Helgin 5.-7. apríl 2013