Fréttatíminn - 18.01.2013, Síða 8
S umarliði Þorsteinsson er ungur smiður sem býr í Svíþjóð. Hann keppir í alþjóðlegum leik á vegum
AXE snyrtivöruframleiðandans þar sem
vinningshafinn fær ferð út í geim að
launum. Keppnin er þrískipt, en byrjun
hennar er eins konar vinsældakeppni þar
sem þeir einstaklingar sem hljóta flest
atkvæði á vefsíðu leiksins komast áfram í
næsta hluta. Sumarliði vonast eftir áfram-
haldandi stuðningi landa sinna heima á
Íslandi til þess að eiga möguleika á því að
uppfylla æskudrauminn.
„Ég er bjartsýnn, en rólegur og yfir-
vegaður yfir þessu öllu saman. Það er
óneitanlega spennandi tilhugsun að
vera kannski á leið upp í geiminn,“ segir
Sumarliði.
Hann fékk fyrst veður af keppninni þeg-
ar vinur hans búsettur á Íslandi deildi upp-
lýsingum um hana á samskiptamiðlinum
Facebook. Vinur Sumarliða gat þó ekki
tekið þátt þar sem Íslendingar eiga þess
ekki kost því keppnin nær ekki hingað.
„Það má því segja að ég hafi farið svona
bakdyramegin að þessu og keppi því sem
fulltrúi Íslands í Svíþjóð,“ útskýrir Sumar-
liði sem hyggst leggja sig allan fram kom-
ist hann áfram úr þessari fyrstu lotu. „Það
sem tekur þá við eru allskonar þolpróf og
þrautir. Komist ég upp úr þeirri lotu er
aðeins ein eftir. Þá fljúga keppendur út til
Orlando þar sem við tekur alvöru geim-
þjálfun. Þá er í raun ævintýrið byrjað fyrir
alvöru og ég hlakka eiginlega mest til
þess að prófa til dæmis þyngdarleysi. Þeir
sem eru að skora hæst í þessari þjálfun
komast svo út í geiminn.“
Sumarliði er í óðaönn að undirbúa
sig fyrir keppnina, en þolprófin hefjast í
ágúst, „Ég er kominn með einkaþjálfara
sem ætlar að aðstoða mig, ég hef aldrei
haft svona mikinn hvata til þess að koma
mér í form. Nú líður mér eins og ég verði
að standa mig fyrir land og þjóð. Það má
segja að þetta sé stórt spark í rassinn,
ekki vill maður vera þjóðinni til skamm-
ar,“ segir hann og hlær.
Fyrir þau sem vilja styðja Sumarliða í
gegnum fyrstu lotu er hægt að gera svo í
gegnum vefsíðuna www.axeapollo.com.
Þar verður svo einnig hægt að fylgjast
með framvindu mála.
María Lilja Þrastardóttir
marialilja@frettatiminn.is
Ég er bjart-
sýnn, en
rólegur og
yfirvegaður.
Sumarliði hyggSt halda út í geim
Keppir um æskudrauminn
„Ég er kominn með einkaþjálfara sem ætlar að aðstoða mig, ég hef aldrei haft svona mikinn hvata til þess að koma mér í form.
Nú líður mér eins og ég verði að standa mig fyrir land og þjóð.“
Snyrtivöruframleiðandinn AXE stendur fyrir risavaxinni alþjóðlegri keppni þar sem verðlaunin
eru ekki af lakari endanum. Sigurlaunin eru ferð út í geim. Sumarliði Þorsteinsson er eini Ís-
lendingurinn í keppninni en þangað segist hann hafa komist að bakdyramegin. Hann hlakkar
mest til þess að prófa þyngdarleysi.
Fjölmiðlar Ný köNNuN CapaCeNt á leStri blaða
Enn fjölgar lesendum Fréttatímans
Ný könnun Capacent á lestri blaða síðustu þrjá
mánuði síðasta árs sýnir að lesendum Fréttatím-
ans fjölgar á meðan færri lesa Fréttablaðið og DV.
„Við erum mjög ánægð og þakklát,“ segir
Valdimar Birgisson, framkvæmdastjóri Frétta-
tímans, en 52% kvenna á aldrinum 25-80 ára lesa
Fréttatímann á landinu öllu en 60% Fréttablaðið.
Lestur á kjarnasvæði Fréttatímans, sem er höf-
uðborgarsvæðið, eykst líka í öllum hópum og 69%
kvenna á þessu svæði á aldrinum 25-80 ára lesa
Fréttatímann.
„Það dregur saman með stóru fríblöðunum
tveimur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Valdimar
en í sumum markhópum er Fréttatíminn meira
lesinn en Fréttablaðið.
Valdimar
Birgisson,
fram-
kvæmda-
stjóri Frétta-
tímans, er
að vonum
ánægður
með nýjar
lestrartölur
sem sýna að
Fréttatíminn
er í sókn.
Hittu Hófý á
kynningarfundi
Sikiley, Staint Tropez, Toskana, Róm og Amalfíströndin,
Ítalíudraumurinn, Baskahéruðin og Búdapest
Skoðaðu ferðirnar á bændaferðir.is
Sími 570-2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Opið kl. 8:30-16:00, virka daga
Næsta vika: Kíktu í kaffi til Hófýar hjá
Bændaferðum, 21. - 25. janúar, kl. 10 til 16.
Hittu einn vinsælasta fararstjóra Bændaferða
Hófý okkar, Hólmfríður Bjarnadóttir, er einn vinsælasti
fararstjóri Bændaferða. Hittu Hófý í næstu viku. Spyrðu
hana um Sikiley, Saint-Tropez, Toskana, Róm og Amalfí-
ströndina, Ítalíudrauminn, Baskahéruðin og Búdapest.
Ferðaskrifstofa allra landsmanna
cw130058_ferðaþjónusta bænda_bændaferðir_kynning_hófý_auglblada2x15_18012013_END.indd 1 17.1.2013 16:41:29
Smurostar
við öll tækifæri
ms.is
... ný bragðtegund
H
VÍ
TA
H
ÚS
IÐ
/
S
ÍA
-
11
-0
50
9
Ný bragðtegund
með
pizzakryddi
Ný viðbót í ...
... baksturinn
... ofnréinn
... brauðréinn
... súpuna
eða á hrökkbrauðið
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
Ú
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
Ú
A
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
A
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A
lÍs en ku
A PARNIR
s
Úlpur allt að 50% afsláttur
Krakkaúlpur 40% afsláttur
Útivistarjakkar allt að 60% afsláttur
og eira og eira...
Ekki missa af þessu
Takmarkað magn!
Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • sími 534 2727 • e-mail: alparnir@alparnir.is • www.alparnir.is
8 fréttir Helgin 18.-20. janúar 2013