Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.01.2013, Page 14

Fréttatíminn - 18.01.2013, Page 14
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. S „Skynsemin ræður,“ er frægt slagorð þeirra sem á sínum tíma óku á Trabant, ódýrum og einföldum bílum. Þótt um óskylt mál sé að ræða virðist skynsemin ætla að ráða hjá aðilum vinnumarkaðarins en útlit er fyrir að kjara- samningar haldi og gildi til loka nóvember, eins og fram kom í samantekt Morgunblaðsins á þriðjudaginn. Samtök atvinnulífsins koma til móts við sjónarmið verkalýðshreyfingarinnar með því að stytta samningstímann. Gangi þetta eftir helst friður á vinnu- markaði, sem er þjóðhags- leg nauðsyn, og launþegar fá umsamdar hækkanir um næstu mánaðamót. Það er hvorki í þágu launþega né fyrirtækja að opna samn- ingana nú. Sum verkalýðsfélög hafa þrýst á forystu Alþýðusam- bands Íslands að nýta uppsagnarákvæði kjara- samninganna nú í janúar. Á félagsfundi Drífanda í Vestmannaeyjum á dögunum var til dæmis samþykkt að beina því til forsendunefndar Alþýðusambandsins að segja samningunum upp vegna forsendubrests. Fundarmenn nefndu verðbólgu, verðlag, skatta- hækkanir, svikin loforð ríkisstjórnarinnar og augljósa getu fyrirtækja til að greiða hærri laun. Samtök atvinnulífsins benda hins vegar á að meginforsenda kjarasamninganna um kaup- mátt launa hafi staðist. Aðrar forsendur hafi brostið gagnvart báðum samningsaðilunum. Gengi krónunnar sé mun lægra og verðbólga meiri en miðað var við. Fjárfestingar í atvinnu- lífinu hafi ekki aukist eins og að var stefnt og erlent fjármagn því ekki streymt til landsins sem hefði stuðlað að hærra gengi og minni verðbólgu. Þá komi skattahækkanir niður á fyrirtækjum sem séu illa undir það búin að taka á sig þær launahækkanir sem fram undan eru. Meiri verðbólga en reiknað var með á samn- ingstímanum er einn helsti vandi samn- ingsaðilanna. Það hvílir mikil ábyrgð á þeim. Kjarasamningar mega ekki leiða til aukinnar verðbólgu enda er það ein helsta kjarabót ís- lenskra heimila, sem flest búa við vísitölubund- in lán, að halda verðbólgu í skefjum. Á þessum tímapunkti hafa Samtök atvinnulífsins varað við frekari hækkun launa en samið hefur verið um þann 1. febrúar enda myndi slíkt kynda undir verðbólgu og á endanum skerða kaupmátt en ekki auka hann. Haldi samningarnir nú er mikilvægt að nýta þann tíma sem gefst til nóvemberloka. Á þeim tíma verður gengið til alþingskosninga og ný ríkisstjórn mun taka við völdum. Plagg sem Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambands Ís- lands gengu frá um liðna helgi kveður á um að þegar í stað verði hafinn undirbúningur að næstu kjarasamningum og unnið að því með markvissum aðgerðum að halda verðbólgu í skefjum, auk þess sem reynt verði að ná sam- stöðu um meginþætti atvinnustefnu til að glæða hagvöxt, skapa störf og bæta lífskjör. Þessarar samstöðu er þörf svo samfélagið sem heild nái að vinna sig upp úr þeim öldudal sem það hefur verið í undanfarin ár. Þar hefur þokast í rétta átt á sumum sviðum, síður á öðr- um. Stöðugleiki á vinnumarkaði er meðal undir- stöðuatriða framþróunar. Grið nú og ábyrgir kjarasamningar í haust, í samráði ríkisstjórn sem þá hefur tekið við völdum, beina okkur í átt til aukinnar hagsældar. Hagsmunir aðila beggja vegna borðsins fara saman þegar til lengri tíma er litið. Tryggja þarf raunverulega kaupmáttar- aukningu samhliða lágri verðbólgu. Grið á vinnumarkaði og undirbúningur kjarasamninga í haust „Skynsemin ræður“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Nicotinell með 15% afslætti í janúar Við hlustum og ráðleggjum þér 15% afslátt ur af ö llum Nicotin ell vöru m í janúa r Allar tegundir, allir styrkleikar og allar pakkningastærðir. Allar tegundir, allir styrkleikar og allar pakkningastærðir. Höfuðborgar- svæðið Austurver Domus Medica Eiðistorg Fjörður Glæsibær Hamraborg JL-húsið Kringlan Landsbyggðin Glerártorg Akureyri Hrísalundur Akureyri Dalvík Hella Hveragerði Hvolsvöllur Keflavík Selfoss Vestmannaeyjar Þorlákshöfn Atvinna – Starfsmenn í þjónustumiðstöð Grindavíkurbær óskar eftir tveimur starfsmönnum í þjónustumiðstöð. Leitað er að metnaðarfullum og traustum einstaklingum sem hafa áhuga á ölbreyttum verkefnum. Um framtíðarstörf er að ræða: 1. UMSJÓNARMAÐUR FASTEIGNA GRINDAVÍKURBÆJAR: 2. UMSJÓNARMAÐUR GRÆNNA- OG OPINNA SVÆÐA Verksvið og ábyrgð • Umsjónarmaður fasteigna Grindavíkurbæjar. • Áætlunargerð og skipulagning. • Stýrir verkum iðnaðarmanna, verkamanna og verktaka við viðhald fasteigna. • Ýmis viðhaldsvinna innan stofnana bæjarins. • Dagleg innkaup tengd viðhaldsvinnu. • Bakvaktir skv. bakvaktarkerfi Þjónustumiðstöðvar. • Öll tilfallandi störf í Þjónustumiðstöð, m.a. afleysingar á þjónustubifreið, snjómokstur o.fl. Hæfniskröfur • Sveinspróf, helst í húsasmíði, eða a.m.k. 5 ára starfsreynsla frá sambærilegum verkefnum sem nýst getur í starfi. • Góð almenn tölvukunnátta. • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Bílpróf og vinnuvélaréttindi. • Rík þjónustulund við íbúa bæjarins. • Lipurð í mannlegum samskipum. Verksvið og ábyrgð • Umsjónarmaður grænna- og opinna svæða. • Yfirmaður Vinnuskóla. • Áætlunargerð og skipulagning. • Viðhald með götugögnum. • Umsjón með efnislosun og sorphirðu í bæjarlandinu auk ýmissar þjónustu við bæjarbúa vegna þessara verkefna. • Bakvaktir skv. bakvaktarkerfi Þjónustumiðstöðvar. • Öll tilfallandi störf í þjónustumiðstöð, m.a. afleysingar á þjónustubifreið, snjómokstur o.. Hæfniskröfur • Starfsreynsla frá sambærilegum verkefnum. • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum • Góð almenn tölvukunnátta. • Bílpróf og vinnuvélaréttindi. • Rík þjónustulund við íbúa bæjarins. • Lipurð í mannlegum samskipum. Launakjör beggja starfa eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja. Umsóknareyðublöð fyrir störfin skal nálgast á heimasíðu Grindavíkurbæjar: http://www.grindavik.is/gogn/2011/umsoknstarfnytt.pdf. fyrir bæði störfin er til og með 4. febrúar nk. Nánari upplýsingar veitir byggingafulltrúi í síma 420 1109. Senda skal umsóknir til Sigmars B. Árnasonar byggingafulltrúa á bygg@grindavik.is, eða skila í afgreiðslu Grindavíkurbæjar Víkurbraut 62, eða senda á póstfangið: Grindavíkurbær „Starfsmenn í þjónustumiðstöð“ Víkurbraut 62 240 Grindavík Jafnræði, jákvæðni, þekking, framsækni og traust 14 viðhorf Helgin 18.-20. janúar 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.