Fréttatíminn - 18.01.2013, Qupperneq 32
32 heilsa Helgin 18.-20. janúar 2013
Heilbrigði Þurfum að minnka saltmagn í mat
Karlar borða þriðj-
ungi of mikið salt
Fjallagrös og FíFlarót
Fæst í heilsubúðum og apótekum
www.annarosa.is
Fjallagrös og fíflarót hafa
frá ómunatíð verið notuð
til að hreinsa meltinguna
en tinktúran er einnig
sérstaklega góð gegn
uppþembu og vindgangi.
Ljósið, Langholtsvegi 43, 104 Rvk. ljosid@ljosid.is
Ljósið endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð
fyrir krabbameinsgreinda
Ný námskeið að hefjast
• Fyrir karlmenn sem greinst hafa með
krabbamein
• Fyrir konur sem greinst hafa með
krabbamein
• Aðstandendanámskeið fyrir börn
• Aðstandendanámskeið fyrir fullorðna
Nánari upplýsingar í síma 561 3770
eða 695 6636 og á www.ljosid.is
– Lifið heil
www.lyfja.is
ÍS
LE
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
6
2
4
1
9
1
2
/1
2
Gildir út janúar.
Lægra
verð
í Lyfju
20% afsláttur af Nicorette QuickMist munnholsúða 15% afsláttur af ölluNicorette fruitmint Áhugasamir ha samband í síma 568 3868 eða sendið póst á matarkn@matarkn.is www.matarkn.is
Næsta byrjendanámskeið hefst 28. janúar.
Örfá sæti laus á „Fráhald í forgang“
framhaldsnámskeið.
Glímir þú við stjórnleysi í áti og þyngd!
Vilt þú raunverulegan langtíma árangur!
Esther Helga Guðmundsdóttir M.Sc. Síðumúla 6 108 Reykjavík
Karlar borða þriðjungi of mikið salt en konur 8 prósentum of mikið samkvæmt upplýsingum frá
landlæknisembættinu. Við borðum hins vegar margfalt meira salt en við höfum raunverulega
þörf fyrir. Langmesta magnið kemur úr tilbúnum matvælum.
Þ rátt fyrir að saltneysla hafi minnkað um 5 prósent frá árinu 2002 borðum við enn
of mikið salt. Þetta sýna niður-
stöður landskönnunar á mataræði
meðal fullorðinna sem fram fór
2010-2011 og kemur fram á vef
landlæknisembættisins.
Með því að minnka saltneyslu
má draga úr hækkun blóðþrýst-
ings, en háþrýstingur er einn af
áhættuþáttum hjarta- og æða-
sjúkdóma. Mest eru áhrifin hjá
þeim sem eru með of háan blóð-
þrýsting og hjá þeim sem eru yfir
kjörþyngd en einnig má draga úr
þeirri blóðþrýstingshækkun sem
yfirleitt fylgir hækkandi aldri.
Einnig eru líkur á því að mikil
saltneysla valdi aukinni hættu á
magakrabbameini.
Meðalneysla karla á salti er að
minnst kosti 9,5 g og kvenna 6,5
g á dag en samkvæmt ráðlegg-
ingum ættu karlar ekki að borða
meira en 7 g og konur 6. Þriðj-
ungur kvenna neytir salts innan
þeirra marka. Dagsþörfin á salti
er hins vegar ekki meiri en 1,5 g.
Mæling á neyslu miðast við
salt við matreiðslu samkvæmt
algengum uppskriftum og upp-
gefið magn í tilbúnum réttum.
Ekki er tekið tillit til þess salts
sem hugsanlega er stráð á diskinn
við borðhaldið né hversu mikið er
í raun saltað við matreiðslu. Því er
eiginleg neysla í raun vanmetin.
Niðurstöður rannsókna á þvagi
barna renna stoðum undir það.
Í niðurstöðum landskönnunar á
mataræði frá árinu 2002 var raun-
neysla á salti vanmetin um nær 2
grömm á dag.
Um 75 prósent af því salti
sem við neytum salti kemur úr
tilbúnum matvælum. Það kemur
að stærstum hluta úr kjötvörum
(19%), brauðum (13%), ostum
(7%), sósum og súpum (6%).
Vönduð matvælaframleiðsla, þar
sem saltnotkun er stillt í hóf, er
því mikilvæg forsenda þess að
hægt sé að minnka saltneyslu
þjóðarinnar.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Ráð til að draga
úr saltneyslu
Velja lítið unnin matvæli – tilbúnir
réttir, pakkasúpur og -sósur eru
yfirleitt saltrík.
Takmarka notkun salts við matar-
gerð og borðhald – fjöldi annarra
krydda getur kitlað bragðlaukana,
til dæmis ýmis jurtakrydd. Vert er
að taka það fram að tegund salts
skiptir ekki máli, NaCl úr hvaða salti
sem er getur hækkað blóðþrýsting.
Minnka smátt og smátt saltnotkun
og venja bragðlaukana við minna
salt, en það er hægt að gera án þess
að það komi niður á bragðupplifun.
Lesa á umbúðir og vanda valið við
innkaupin.
Vara telst saltrík ef það eru meira
en 1,25 g salt (meira en 0,5 g
natríum) í 100 grömmum.
Þrír fjórðu hlutar af saltinu sem við neytum kemur úr tilbúnum matvælum á borð við
pítsu. Draga má úr saltneyslu með því að elda sjálfur og takmarka saltmagnið sem
notað er í matreiðsluna. Ljósmynd/Getty
Frá natríum yfir
í salt
Á umbúðum matvæla er oft
gefið upp magn natríums en ekki
matarsalts, en ráðleggingar um
saltneyslu eru gefnar í grömmum
salts. Til að umreikna magn af
natríum yfir í magn af salti er marg-
faldað með 2,5.
Ef það eru til dæmis 500 mg af
natríum í 100 grömmum af rúg-
brauði samsvarar það 1250 mg eða
1,25 g af salti í 100 g af rúgbrauði.
Þrátt fyrir að
saltneysla
hafi minnkað
um 5 prósent
frá árinu
2002 borðum
við enn of
mikið salt.