Fréttatíminn - 28.12.2012, Blaðsíða 4
kg
27
SEK
3
5
7,5
Það er magnaður stígandi í þessari.
Rauðar kúlur með hala sem springa
út í þéttar silfraðar stjörnur, stígandi
ljósagangur sem endar síðan með
miklum hávaða og látum. Ein af
þeim betri.
2
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
Hvasst og snjókoma á vestfjörðum, en
annars Hægur vindur og væg þíða.
Höfuðborgarsvæðið: Smá rigning með
köflum og hiti ofan froStmarkS.
mjög Hvöss n-átt og Hríðarveður um
landið nv- og v-vert. mun skárra a-til.
Höfuðborgarsvæðið: norðan Stormur og
dálítil Snjókoma um tíma.
enn Hvasst og með Hríð eða slyddu,
sérstaklegar um nv-vert landið.
Höfuðborgarsvæðið: allhvaSSt og Slydda,
en Snjór hærra uppi.
líkur á aftakaveðri
á laugardag
Það lítur út fyrir eina allra dýpstu lægð ársins
hér við land í nótt og á morgun. talsverð óvissa
er enn með veður eftir landshlutum, en margt
bendir til aftakaveðurs, n-átt með stórhríð og
mikilli ofankomu á vestfjörðum
og vestantil á norðurlandi. eins
snjókoma vestan- og suðvestanlands
og vindur a.m.k. af stormstyrk um
landið vestanvert. mun skaplegra
verður og hiti ofan frostmarks
austan og suðaustantil. Þetta ill-
viðri mun vara fram á sunnudag,
þegar tekur aftur að lagast.
3
0 1
4
4
-1
-3 2 5
0
2
-1 1 4
3
einar sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
má heita kjói en ekki Christa
Samkvæmt Þjóðskrá heita þrjár konur Christa og sú elsta þeirra er fædd 1981. Það er
ekki nóg til að nafnið fáist samþykkt samkvæmt íslenskum lögum og því hefur manna-
nafnanefnd hafnað beiðni þess efnis. nefndin samþykkti hinsvegar á dögunum jean og
Carlo ásamt nöfnunum adelía og íseldur. Þá má nú nefna drengi nafninu kjói því það tekur
íslenska beygingu í eignarfalli; kjóa.
Jól tíu í neyðarathvarFi Fyrir þolendur heimilisoFbeldis
Fimm börn héldu
jól í Kvennaathvarfi
Fimm konur og fimm börn undir tíu ára aldri héldu jólin í Kvennaathvarfinu því þau áttu í engin
önnur hús að venda. Sum börnin hafa dvalið mánuðum saman í athvarfinu ásamt mæðrum sínum.
F imm konur og fimm börn á aldrinum 0-10 ára héldu jól í Kvennaathvarfinu því þau áttu í engin önnur hús að venda eftir að hafa flúið
heimili sitt vegna ofbeldis af hendi maka. Sumar kon-
urnar hafa dvalist í nokkra mánuði Kvennaathvarfinu
því þær telja öryggi sínu og barna sinna best borgið
þar. Aðrar leituðu skjóls í athvarfinu fáeinum dögum
fyrir jól, að sögn Sigþrúðar Guðmundsdóttur, fram-
kvæmdastýru Kvennaathvarfsins.
„Að sjálfsögðu hefðu allir gestirnir viljað vera ein-
hvers staðar annars staðar en í neyðarathvarfi á að-
fangadag en okkur tókst að gera kvöldið hátíðlegt,“
segir Sigþrúður. Gestirnir settust við jólaborðið
rúmlega sex og gæddu sér á kalkúni í boði velgjörðar-
manns. „Þetta var allt mjög hefðbundið fyrir utan það
að hér var ekki hefðbundin fjölskylda að fagna saman
jólunum,“ segir hún.
Óvenjumikill erill hefur verið í Kvennaathvarfinu í
desember en jafnframt mikil jólastemning. „Margir
hugsuðu til okkar á aðventunni og voru ýmsir jóla-
englar á ferðinni með glaðning til okkar,“ segir Sig-
þrúður.
Hún segir að það hafi einkennt árið að konur hafa
dvalið mjög lengi í Kvennaathvarfinu en það komi lík-
lega fyrst og fremst til af því hve húsnæðismarkaðurinn
sé erfiður. Konur, sem hafi ákveðið að hefja sjálfstætt
líf, séu lengi að finna húsnæði vegna lítils framboðs.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfuðborgar-
svæðisins var lögreglan kölluð út fjórum sinnum
á aðfangadagskvöld og aðfararnótt jóladags vegna
heimilisofbeldis. Ofbeldismennirnir voru fjarlægðir af
heimilum sínum og látnir gista í fangageymslum lög-
reglunnar. Tvö mál fara til rannsóknar þar sem ofbeld-
ið eða skemmdarverkin voru það alvarleg að þoland-
inn varð fyrir skaða eða eignarspjöllin voru veruleg,
að sögn Björgvins Björgvinssonar, aðstoðaryfirlög-
regluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
sigríður dögg auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
lögreglan var kölluð út fjórum sinnum vegna ófriðar á heimili á aðfaranótt jóladags og fjarlægði heimilisfeður vegna ofbeldis
eða hótana um skemmdarverk. tvö mál voru svo alvarlegs eðlis að þau fara í rannsókn. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages
OYSTER PERPETUAL DATEJUST
Michelsen_255x50_D_0612.indd 1 01.06.12 07:21
vilhjálmur Birgisson, verka-
lýðsforingi á akranesi,
er vestlendingur ársins
2012. Hann hlaut flestar
tilnefningar í kjöri lesenda
tímaritsins Skessuhorns.
„vilhjálmur hefur á árinu
vakið athygli landsmanna
fyrir skörulega framgöngu
í málefnum launafólks.
hann hefur ekki síst látið
til sín taka í umræðunni
um afnám núverandi forms
verðtryggingar og um
skuldamál heimilanna,“
segir í umfjöllun Skessu-
horns um vilhjálm sem
gegnt hefur formennsku í
verkalýðsfélagi akraness
frá árinu 2003.
Þetta er fimmtánda
árið í röð sem Skessuhorn
stendur fyrir vali á vest-
lendingi ársins. lesendur
blaðsins tilnefndu alls 24
einstaklinga að þessu sinni.
vilhjálmur valinn vestlendingur ársins
vilhjálmur Birgisson var kampakátur þegar Skessuhorn útnefndi hann vestlend-
ing ársins.
4 fréttir helgin 28.-30. desember 2012