Fréttatíminn - 28.12.2012, Blaðsíða 30
Sprengt í þágu málstaðarins
E
Enn eitt árið er að hverfa í aldanna skaut,
eins og menn segja þegar þeir setja sig
í hátíðlegar stellingar um áramót – og
nýtt tekur við með nýjum áskorunum og
tækifærum. Við kveðjum það gamla og
fögnum því nýja með því að kaupa flug-
elda og kökur og kveikja í öllu drasl-
inu með tilheyrandi eldglæringum og
litaflúri. Jafnvel útlendingar eru farnir að
koma hingað í hópum til þess að fylgjast
með þessum ósköpum þegar himininn
logar norður hér. Slíkt fíriverk leyfist víst
ekki annars staðar. Þar eru flugeldasýn-
ingar í boði opinberra aðila. Hér skjóta
allir sem vettlingi geta valdið, ungir sem
gamlir. Ungviðið er spennt, hvellir og
blossar eru freistandi. Margir hinna eldri
ganga í barndóm þetta sérstaka kvöld.
Eini munurinn er sá að sprengjurnar eru
stærri, litskrúðugri og háværari en hjá
börnunum.
Flugeldasýningin er í boði þjóðarinnar
í þeirri von að menn skaði sig ekki meðan
á hasarnum stendur. Húsdýr og annar
búfénaður er hafður á húsi. Ella er hætta
á að hundar og kettir tryllist og hestar
fælist og hlaupi til fjalla, eins og andskot-
inn sé á hælum þeirra.
Allt er þetta gert í þágu góðs málefnis,
að styrkja björgunarsveitirnar. Þær eiga
allt gott skilið enda eru björgunarsveitar-
félagar um land og mið tilbúnir til að að-
stoða fólk í nauðum við verstu aðstæður.
Ég var ekki mikill sprengjumaður í
æsku, sótti frekar rakettuprik eins og
aðrir strákar. Ég neita því þó ekki að
nokkurt yndi hafði ég af kínverjum,
Bandíttar hétu þeir og báru nafn með
rentu, smyglvarningur ef rétt er munað.
Forboðnir hlutir eru alltaf spennandi.
Hvellurinn af þeim gerði fólki dásamlega
bylt við.
Á fullorðinsárum hef ég heldur ekki
verið öflugur sprengjumaður. Keypti
í mesta lagi lítinn fjölskyldupakka svo
krakkarnir hefðu úr einhverju að moða
á sínum tíma. Það þykist ég þó vita að
strákarnir, að minnsta kosti, hafi laumað
sér í eitthvað kraftmeira en stjörnuljós
án þess að ráðfæra sig við pabba gamla.
Á því hef ég fullan skilning og í þeirri
stöðu eiga foreldrar ekki aðra von en
að prakkararnir skaði sig ekki. Miklir
púðurflutningar eru varasamir, svo ekki
sé meira sagt.
Nú nýt ég þess að nýjar kynslóðir
foreldra hafa tekið við keflinu. Hlut-
verk afans felst einkum í því að horfa á
aðra sprengja og í mesta lagi að skaffa
stjörnuljós fyrir allra yngstu kynslóðina.
Stjörnuljósin henta vel hinum yngstu og
líka þeim sem komnir eru á virðulegan
aldur. Þau bjóða bara upp á fallegt ljós,
enga hvelli.
Árið 2012 er að kveðja, farsælt ár og
á því bættist okkur hjónum barnabarn,
hið áttunda. Það er mikill fjársjóður. Það
er því glatt á hjalla þegar allir hittast.
Amman stjórnar þeim skara öllum með
blíðu og elskusemi. Börnin sækjast því
í vist hjá okkur, hvort heldur er heima
eða í sveitinni. Við látum svolítið eftir
þeim, eins og vera ber, svolítið nammi
eða snakk á kvósíkvöldi eða andlitslit svo
þau geta verið ýmist gul, brún eða rauð í
framan þegar foreldrarnir koma og sækja
þau eftir styttri heimsókn eða nætur-
gistingu.
Hvert ár líður æ hraðar, að okkur
finnst. Nánast er eins og síðasta gamlárs-
kvöld hafi verið í gær eða í mesta lagi í
fyrrakvöld. Í vor minntumst við skóla-
félagarnir þess að fjörutíu ár eru liðin
frá því að við útskrifuðumst með hvíta
kolla frá Menntaskólanum við Hamra-
hlíð, þriðji útskriftarárgangur þess ágæta
skóla. Leiðirnar okkar lágu síðan í allar
áttir. Frægir tónlistarmenn eru í hópn-
um, Stuðmenn sem héldu í haust upp á
stórafmæli hinnar eilífu unglingahljóm-
sveitar með því að margfylla Eldborgar-
sal Hörpu. Hljómsveitarmeðlimirnir eru
dæmi um það að aldur er afstæður. Aðrir
skólafélagar urðu læknar, hjúkrunarfræð-
ingar, verkfræðingar auk nokkurra sem
gerðu blaðamennsku að ævistarfi sínu,
auk margs annars.
Eina grein lét þessi hópur þó afskipta-
lausa að mestu, stjórnmál. Einhverjir hafa
að vísu komið að sveitarstjórnarmálum
og aðrir sest sem varamenn á þing en, ef
rétt er munað, hafa þeir ekki verið í hópi
kjörinna alþingismanna. Á því verður
sennilega breyting í kosningunum í vor
því tveir úr hópnum, karl og kona, hafa
náð þeim árangri í prófkjörum að undan-
förnu að heita má nokkuð öruggt að þau
setjast á næsta þing. Sennilega er þessi
góði hópur svo seinþroska að hann hefur
ekki látið til sín taka á þessum vettvangi
fyrr en nú. Þá kann að vera að loksins
hafi þessum góðu skólasystkinum mínum
verið nóg boðið og ákveðið að bæta and-
rúmsloftið á Alþingi. Ekki veitir af. Þau
fara fram fyrir sitt hvort stjórnmálaflokk-
inn. Annar flokkurinn er í stjórn, hinn í
stjórnarandstöðu. Vonandi tekst þessu
góða fólki að sýna öðrum starfsfélögum
á komandi þingi hvernig vinna á saman.
Samheldni hefur nefnilega einkennt þann
góða hóp sem útskrifaðist úr MH fyrir
fjörutíu árum, síðhærður og til í allt. Það
hefur ekki breyst þó hárið hafi styst,
gránað hjá sumum eða jafnvel horfið af
höfðum annarra.
Við sláum því í klárinn á gamlárskvöld,
fírum upp í þágu björgunarsveitanna eða
kveikjum í stjörnuljósi með barnabörn-
unum í þeirri von að árið 2013 reynist
okkur farsælt.
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
Birtingahúsið er leiðandi fyrirtæki á sviði birtinga-
ráðgjafar og frumkvöðull á sínu sviði hér á landi.
Það sinnir markaðsráðgjöf fyrir mörg af þekktustu
vörumerkjum landsins, bæði innlend og erlend.
Birtingahúsið er skipað snjöllu starfsfólki og hefur
ítrekað verið valið fyrirmyndarfyrirtæki VR.
Við óskum eftir bókara í hlutastarf (50%)
Ef þú hefur brennandi áhuga á bók- og reikningshaldsstörfum
og okkar umhverfi þá fögnum við umsókn frá þér.
Verkefni bókara eru meðal annars:
Færsla bókhalds, afstemmingar, reikningagerð, kostnaðar-
eftirlit, samskipti við viðskiptavini ásamt öðru tilfallandi.
Bókari þarf að búa yfir:
- Frumkvæði og góðri samskiptahæfni.
- Afburða talnagleggni, öguðum vinnubrögðum
og aðlögunarhæfni.
- Getu til að takast á við fjölbreytt og skemmtilegt
umhverfi, vinna sjálfstætt sem og í hópi.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Víðtæk reynsla af bókhaldsstörfum og þekking á helstu
bókhaldsforritum, m.a. DK hugbúnaðinum.
- Menntun sem nýtist í starfi (viðurkenndur bókari eða önnur
haldgóð menntun á sviði bókhalds).
- Almenn og góð tölvukunnátta er skilyrði og gert ráð fyrir að
viðkomandi hafi mjög góð tök á Excel.
Umsóknir og ferilskrár sendist með tölvupósti á framkvæmda-
stjóra Birtingahússins, Huga Sævarsson (hugi@birtingahusid.is),
merktar „bókari”.
Tekið er á móti umsóknum til og með 11. janúar 2013.
Öllum umsóknum verður svarað.
L a u g a v e g i 1 7 4 S í m i : 5 6 9 3 8 0 0 w w w . b i r t i n g a h u s i d . i s
30 viðhorf Helgin 28.-30. desember 2012