Fréttatíminn - 28.12.2012, Blaðsíða 6
Gleðilegt nýtt ár þökkum viðskiptin
Með ósk um farsæld
á nýju ári
Verslun Miklar annir fraM undan í VínbúðunuM
Kaupum áfengi fyrir 700
milljónir króna um áramót
Landsmenn hópast í Vínbúðirnar fyrir áramótin og birgja sig upp af áfengi. Búist er við hátt í
hundrað þúsund viðskiptavinum og að þeir eyði um 700 milljónum króna. Þar sem 30. desember
ber upp á sunnudag má gera ráð fyrir löngum biðröðum á gamlársdag.
V ið ráðum inn starfsfólk til að mæta þessum álagstímum og verðum með fullmannað um ára-
mótin,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir,
aðstoðarforstjóri ÁTVR.
Miklar annir eru fram
undan í Vínbúðunum
enda birgja landsmenn
sig upp af freyðivíni
og öðrum áfengum
drykkjum fyrir áramótin.
Í fyrra seldust 503 þús-
und lítrar af áfengi fyrir
áramótin, eða dagana
27. til 31. desember. Alls
eyddu landsmenn um
670 milljónum króna
í áfengi þessa daga.
Sigrún kveðst búast við
svipaðra sölu og í fyrra
en krónutalan gæti orðið
hærri í ljósi verðhækk-
ana á áfengi. Á þessu
fimm daga tímabili komu 94 þúsund við-
skiptavinir í Vínbúðirnar og þar af kom
61 prósent síðustu tvo dagana.
30. desember er jafnan einn söluhæsti
dagur ársins í Vínbúðunum. Í ár ber hann
upp á sunnudag og því er lokað. „Það er
því hætt við að það verði mjög mikið álag
á gamlársdag. Við hvetjum fólk til að vera
snemma á ferðinni til að forðast langar
biðraðir,“ segir Sigrún Ósk.
Hvað drekkur fólk um áramótin, kaupa
allir freyðivín og kampavín?
„Já, það er alla vega miklu meiri sala
í því á þessum tíma en venjulega. En
væntanlega er það bjórinn sem hefur
vinninginn. Eins og alla jafna.“
Minni sala var í Vínbúðunum frá 1. til
24. desember en á sama tíma og í fyrra.
Hins vegar seldust 679 þúsund lítrar af
áfengi dagana 17. til 24. desember sem
er 10,3 prósent meira en á sama tímabili
í fyrra. Alls komu 132 þúsund viðskipta-
vinir í Vínbúðirnar þessa daga. Þar sem
Þorláksmessu bar upp á sunnudag var
lokað og því var óvenju mikið álag á að-
fangadag. Þá komu 14 þúsund viðskipta-
vinir þær fjórar klukkustundir sem Vín-
búðirnar voru opnar. Það eru 137 prósent
fleiri viðskiptavinir en á aðfangadag í
fyrra.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Lognið á undan storminum. Þó Íslendingar kaupi mikið af freyðivíni og kampavíni fyrir áramótin er bjór vinsælasta vöruteg-
undin. Ljósmynd/Vigfús Birgisson
Sigrún Ósk
Sigurðardóttir.
Einar Örn
Benediktsson,
formaður
menningar- og
ferðamálaráðs
Reykjavíkur-
borgar.
Verslun söluMarkaðir
Listamenn vildu ekki sölubása í miðborg
Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur hefur haft til athug-
unar tillögu um að borgin standi að því að setja upp sölumarkað
í miðbænum þar sem listamenn og aðrir geti fengið aðstöðu til
þess að selja verk sín. Að sögn Einars Arnar Benediktssonar,
formanns ráðsins, var tillagan send Bandalagi íslenskra lista-
manna til umsagnar sem taldi listamenn ekki hafa áhuga á sölu-
básunum. Verður tillagan því afgreidd úr ráðinu á fyrsta fundi
þess á nýju ári.
Meðal annars kom til umræðu að sölumarkaðurinn yrði hýst-
ur í Iðnó og var hugmyndin viðruð við framkvæmdastjóra þess.
„Þar sem ljóst er að hagsmunaaðilar, listamennirnir sjálfir,
hafa ekki áhuga á sölumarkaðnum verður tillagan afgreidd með
vísan til þess,“ segir Einar Örn.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Laugavegi 8 S. 552 2412
Litla Jólabúðin
óskar landsmönnum öllum
farsældar og friðar á
komandi ári.
Þökkum viðskiptin á árinu.
69% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 25 – 80 ára
á höfuðborgarsvæðinu.
Capacent júlí-sept. 2012
6 fréttir Helgin 28.-30. desember 2012