Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.12.2012, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 28.12.2012, Blaðsíða 20
Baltasar Kormákur Baltasar frumsýndi loks sjóslysamyndina Djúpið á árinu og sló í gegn enda virkilega vandað verk á ferðinni. Gagnrýnendur létu stjörnum rigna yfir myndina og fólk hópaðist í bíó. Djúpið er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna og hefur vakið athygli ytra. Rétt eins og Baltasar sjálfur sem hefur stimplað sig hressilega inn í Hollywood. Á árinu leikstýrði hann stórstjörnunum Denzel Washington og Mark Wahlberg í spennumyndinni 2 Guns. Staða Baltasars er orðin það sterk í Bandaríkjunum að hann getur nú valið úr spennandi verkefnum. Steindi Jr. Steindi hélt áfram að vera fyndinn og sniðugur á árinu og ber höfuð og herðar yfir aðra sem grínast í sjónvarpi þessi misserin. Þriðja þáttaröð hans er nýkomin út á DVD og talað er um að gera næst bíómynd um vit- leysuna sem vellur upp úr drengnum. Stefán Karl Stefánsson Regnbogabarnið Stefán Karl sneri heim frá Los Angeles og minnti á að hann er fjölhæfur leikari sem getur túlkað meira en Trölla sem stal jólunum og Glanna glæp. Hann og Hilmir Snær Guðnason endurtóku rullur sem þeir léku á sviði fyrir margt löngu í Með fulla vasa af grjóti þar sem Stefán Karl glansaði. Þrándur Þórarinsson Myndlistar- maðurinn Þrándur Þórarinsson heillaði fólk með verkum sínum á árinu og sló í gegn á netinu og þar með um víða veröld með kynngimagnaðir mynd sinni af ógeðslegri Grýlu sem gæðir sér á ungbarni. Myndina málaði hann að vísu 2009 en hún varð til þess að auka hróður hans enn frekar á árinu. Þrándur hætti á sínum tíma í Listaháskóla Íslands þar sem honum var sagt að hann gæti alveg eins málað myndir sínar heima hjá sér, þær ættu ekkert erindi í LHÍ. Almenningur er þó greinilega ekki sammála akademíunni í þessum efnum. Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff Forsetahjónin Ólafur og Dorrit sýndu og sönnuðu á árinu að enginn stenst þeim snúning þegar kemur að refsku í pólitík og ómótstæðilegum sjarma. Þau vörðu vígi sitt á Bessastöðum gegn áhlaupi fjölmiðlaparsins Þóru Arnórsdóttur og Svavars Halldórs- sonar og tryggðu Ólafi Ragnari fimmta kjörtímabilið. Ólafur mun því sitja á forsetastóli í tuttugu ár og slá þar með met Vigdísar Finnbogadóttur og Ásgeirs Ás- geirssonar sem sátu í sextán ár. Ólafur sér um klækina og Dorrit heillar með frjálslegri framkomu sinni þannig að saman eru þau ósigrandi. You aiń t seen nothing yet! Hildur Lilliendahl Hildur hefur lagt sjálfa sig og persónu sína undir í harðri baráttu gegn feðra- veldinu, staðalímyndum og körlum sem hata konur. Hildur er hörð og djörf bar- áttukona og aðsópsmesti femínisti landsins. Barátta hennar hefur þó verið vanþakklát og yfir hana rignir fúkyrðum, svívirðingum og hótunum á netinu og í persónulegum skilaboðum. Hún lætur ekkert slíkt buga sig enda fær hún sjálfsagt ekki betri staðfestingu á því að hún hræðir þá sem telja sig hafa eitthvað að óttast. Á þessu ári fékk hún tvær viðurkenningar fyrir baráttuna, Hugrekkisviðurkenningu Stígamóta og viðurkenningu UN Women. Hanna Birna Kristjánsdóttir Hanna Birna sprakk út sem pólitísk stjarna á árinu. Hún er eini borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins sem komst ósködduð frá REI-klúðrinu en upp úr því reis hún eins og fuglinn Fönix og náði hreðjataki á mistækum flokksformanninum. Hún hafði ekki erindi sem erfiði þegar hún bauð sig fram gegn Bjarna Benediktssyni en í nýafstöðnum prófkjörum fékk hún óumdeilanlega vinsældamælingu. Hún rústaði prófkjör flokksins í Reykjavík á meðan flokksmenn í Kraganum rass- skelltu Bjarna. Hönnu Birnu standa eru nú allir vegir færir og þegar hún verður komin á þing getur allt gerst. Árni Páll Árnason Prestssonurinn úr Kópavoginum virðist vera að ná undirtök- unum í ósamstæðri Samfylkingunni. Jóhanna Sigurðardóttir sparkaði þessum súkkulaðibrúna sjarma úr ríkisstjórninni og hefur lagt sig fram um að leggja grjót í götu hans og getur ekki hugsað sér hann sem eftirmann sinn frekar en Lenín kærði sig um Stalín á sínum tíma. Árni Páll er hins vegar háll sem áll. Hann tvíefldist þegar hann missti ráðherra- stólinn. Fór í yfirgír í greinaskrifum og safnaði virðulegu skeggi. Hann þykir líklegur til þess að sigra í formannskjöri í Samfylkingunni þar sem mótframboð hins geðþekka velferðarmálaráðherra, Guðbjarts Hannessonar, virkar bitlaust. Ásgeir Trausti Ásgeir Trausti var spútnikið í tónlist- inni á árinu. Ásgeir Trausti sló í gegn í sjón- varpsþættinum Hljómskálanum með laginu Sumargestur og í kjölfarið fylgdi fyrsta platan hans, Dýrð í dauðaþögn. Platan var rifin út, seldist í um þúsund eintökum fyrstu vikuna og rauk beint í toppsæti Tónlistans. Lögum Ásgeirs Trausta var dreift grimmt á Facebook þar sem fólk á öllum aldri og ýmsum áttum kepptist við að lofa rödd þessa unga söngvara. Ólafur Darri Ólafur Darri Ólafsson festi sig enn frekar í sessi sem einn allra besti leikari samtím- ans með frábærri frammistöðu í hlutverki sínu í Djúpi Baltasars Kormáks. Þá heillar hógværð og látleysi þessa mikla ljúflings hvarvetna og heimsfrægðin vofir yfir honum hvort sem honum líkar betur eða verr. Ólafur Darri lék í bíómyndinni XL sem verður frumsýnd á fyrsta degi nýs árs og þann 29. desember stígur hann á svið í Borgarleikhúsinu í hlutverki hins hrekklausa en of handsterka Lennys í leikritinu Mýs og menn sem gert er eftir sígildri bók Johns Steinbeck. Annie Mist Annie Mist er einhver öflugasti íþróttamaður Íslands um þessar mundir þótt hún eigi ekki möguleika á titlinum Íþróttamaður ársins þar sem sportið hennar, Crossfit, er ekki undir regnhlíf ÍSÍ. Annie Mist varði titil sinn á Heimsleikunum í Crossfit á þessu ári og sagðist hafa fundið fyrir meiri pressu á að sigra í ár en í fyrra. Hún þorði ekki að búast við sigri en skilaði að sjálfsögðu sínu með sóma. Vefur CNN setti Annie Mist í annað sæti á topp tíu lista sinn yfir hraustustu konur heims á árinu. Jón Gnarr Borgarstjórinn rétti úr kútnum á árinu en Besta flokks brandarinn þótti heldur hafa súrnað á síðasta ári. Jón átti mörg glæsileg útspil á árinu. Hann heillaði sem fyrr í Gleðigöngunni og hristi upp í hommahöturum í Færeyjum. Í Jedi- riddaramúnderingu heillaði hann fólk við ýmis tækifæri og vakti athygli langt út fyrir landsteinanna fyrir brennandi ákafa í mannréttindabaráttumálum. Jón frumsýndi leikritið Hótel Volkswagen á árinu og gerir upp einelti sem hann varð fyrir í skáldævisögunni Sjóræninginn. Toppurinn á árinu hjá Jóni hlýtur svo að teljast sú mikla ást og virðing sem sjálf Lady Ga Ga sýndi honum þegar hún sótti landið heim ásamt Yoko Ono. Nú er í alvöru rætt um að Jón Gnarr gæti orðið borgarstjóri annað kjörtímabil auk þess sem hann hefur tekið sæti á framboðs- lista Bjartrar framtíðar. Of Monsters and Men Þessi dáða hljómsveit sló í gegn á Ís- landi í fyrra með sinni fyrstu plötu, My Head Is an Animal og lagið Little Talks gerði það gott í Bandaríkjunum. Velgengnin ytra hélt áfram á fullu í ár. My Head Is an Animal er plata ársins á Amazon.com og sveitin tróð í tvígang upp í þætti Jay Leno. Óskar Þór Axelsson Eftir átta ára dvöl og nám í kvikmynda- gerð í Bandaríkjunum sneri Óskar Þór Axelsson heim í raun fyrst og fremst til þess að leikstýra glæpamyndinni Svartur á leik. Myndin er fyrsta bíómynd Óskars í fullri lengd og óhætt er að segja að frumraunin sé sérlega glæsileg. Yfir 60.000 manns sáu Svartur á leik í bíó og gagnrýnendur spöruðu ekki lofið. Skærar sólir, stjörnuhröp og nýstirni Nokkrar hreyfingar urðu á stjörnukortinu yfir Íslandi á árinu sem er að líða. Eins og gengur hröpuðu einhverjir af stjörnuhimninum á meðan aðrir treystu tak sitt á himnafestingunni og nýstirni skutust á loft Stjörnur ársins 2012 Framhald á næstu opnu 20 úttekt Helgin 28.-30. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.