Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.12.2012, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 28.12.2012, Blaðsíða 26
Gleði, sorgir og almennt fjör á hjónadjöflaeyjunni Fallega og fræga fólkið í Hollywood kom til landsins í stríðum straumum á árinu. Eitthvað virtist dvöl sumra fara illa með hjónabönd þeirra en þeir Tom Cruise og Russell Crowe skildu báðir í kjölfar Íslandsdvalarinnar. Þótt frægðarfólkið frá Bandaríkjunum hafi verið frekt til fjörsins í fréttum af fólki á árinu voru íslenskar konur áberandi á öftustu opnu Fréttatímans þar sem meðal annars Þórdís Nadia Semichat loftaði út typpafýlunni á hiphop-senunni og hjúkrunarkonan sagði frá nánu og heitu sambandi sínu við Guð. Augu allra á Íslandi Komst ekki á Reða- safnið Leikkonan unga, Emma Watson, sem þekktust er fyrir að leika Hermione Granger í Harry Potter- myndunum heiðraði eins og kunnugt er Íslend- inga með nærveru sinni í sumar þegar hún lék í stórmynd Darrens Aronofsky, Noah. Þegar heim var komið úttalaði leikkonan sig um miður geðslega íslenska elda- mennsku og stór- furðulega drykkjusiði þjóðarinnar í fjölmiðlum ytra. Þá upplýsti hún að henni hafi ekki gefist tími til að skoða hið einstaka íslenska reðasafn. „Ég heyrði af þessu en ég fór ekki,“ sagði Watson í sjón- varpsviðtali. Engin afmælisveisla Tom Cruise varð fimmtugur á meðan hann dvaldi á Íslandi við tökur á fram- tíðarspennumyndinni Oblivion. Mikið var fjallað um hugsanlega stórveislu sem gert var ráð fyrir að leikarinn myndi slá upp á landinu og einhverjir gerðu sér vonir um að stórstjörnur myndu hrúgast til landsins af tilefninu. Því var spáð að David og Victoria Beckham myndu láta sjá sig en ekkert varð úr húllumhæinu og ekki er útilokað að óvæntur skilnaður Cruise og Katie Holmes hafi sett þar strik í reikninginn. Cruise afréð í það minnsta að fagna með sínum nánustu í íslensku sveitinni. Cruise keypti úlpur Tom Cruise hélt sig mest norður í landi þar sem atriði fyrir Oblivion voru tekin upp. Hann sýndi þó landi og þjóð mikinn áhuga og hreifst mjög af klæðaburði Íslendinga á tökustaðnum og þá ekki síst úlpum frá 66°norður og lét sig ekki muna um að kaupa tvær slíkar til að klæðast við tökurnar. Hrár fiskur, súrt epli Veitingastaðurinn Sushisamba var í brennidepli í skilnaðarfréttum af Tom Cruise og Katie Holmes en þar snæddi leikarinn síðustu máltíðina með Katie áður en hún fór fram á skilnað. Erlent fjölmiðlafólk flaug til landsins í kjölfar fréttanna og kom vitaskuld við á Sus- hisamba og reyndu að fiska fréttir af látbragði hjónanna. „Við gefum engin svör,“ sagði Eiður Mar Halldórsson yfir- matreiðslumaður en lét þess getið að fjöldi gesta sem kæmu á staðinn bæði um að fá að sitja í sætunum sem Cruise og Holmes vermdu þetta örlagaríka kvöld í júnílok. Datt í lögfræði á milli verkefna í leiklistinni Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir sýndi öflugan en lágstemmdan leik í Djúpinu, kvikmynd Baltasars Kormáks. „Öll hlutverk eru erfið og þetta er ótrúleg saga,“ sagði Þorbjörg Helga við Fréttatímann eftir frumsýningu en hún fer með hlutverk konu sem missir mann- inn sinn á sjó í Djúpinu, og fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína. Þorbjörg hefur sjálf ekki farið á sjó en þekkir heiminn ágætlega. Afi hennar heitinn, Sveinn Þórðarson, var á sjó og mamma hennar var kokkur á sjó á sínum tíma: „Þannig að þetta er alveg í blóðinu,“ útskýrir Þorbjörg sem útskrifaðist úr Leiklistarskólanum 2009 og fór beint í Borgarleikhúsið en söðlaði svo um og klár- aði fyrsta árið í lögfræði við Háskóla Íslands. Crowe ógnað með íslensku sverði „Ég veit ekki hvað kom til. Kannski gleymdi leik- munadeildin sverðunum sínum í Bandaríkjunum,“ sagði Gunnar Víkingur, jarl í víkingafélaginu Ein- herjum, þegar Fréttatíminn innti hann eftir því hvað varð til þess að hann og félagar hans voru beðnir um að lána sverð sín í tökur á biblíusögumyndinni Noah. „Ég veit heldur ekki hvað varð til þess að kvikmyndaliðið leitaði til okkar. Ætli við séum ekki bara svona flottir.“ Gunnar sagði útsendara leikstjórans Darrens Aronofsky hafa hrifist mjög af sverðinu sínu. „Mér var sagt að ein aðalpersónan myndi nota það. Það er víst eitthvert illmennið,“ sagði Reykjavíkurjarlinn stoltur og vongóður um að sverð hans myndi komast í návígi við Russell Crowe sem leikur Nóa. Gunnar og félagar lánuðu sverðin sín fúslega og afþökkuðu alla leigu fyrir afnotin. Þeir gerðu bara kröfu um að fá þau aftur. „Ég bað líka um mynd af leikaranum sem mun nota það með sverðið á lofti og að hún væri árituð. Ég sagðist líka ekkert hafa á móti því að fá eiginhandaráritun frá þessum aðal köllum, Russell Crowe og Anthony Hopkins.“ Passaðu þig á kvenfyrirlitningunni Þórdís Nadia Semichat fékk sig fullsadda af þrúgandi karlrembu typpaveldisins sem liggur eins og mara yfir íslenskri hip hop-menningu sem hún sagði í sumar löðrandi í kvenfyrirlitningu. Í andófi sínu samdi hún hip hop-lagið Passaðu þig þar sem remburnar fengu það óþvegið. „Það er svo mikil typpafýla af þessu öllu,“ sagði Nadia við Fréttatímann. „Karl- arnir eru eiginlega allsráðandi á þessari senu og konurnar eru mjög fáar og ég fíla bara alls ekki þessa endalausu kvenfyrir- litningu sem þeir eru með. Þetta er líka oft bara einhverjir aular sem reykja bara gras allan daginn og tala um hvað typpið á sér sé stórt. Og ef þeir tala um konur þá er það oftast í einhverju kynferðislegu samhengi þar sem þeir hlutgera þær. Ég er að dissa það í laginu Passaðu þig.“ Nadia hafði ekkert unnið að tónlist áður en hún sendi Passaðu þig frá sér. „Ég er bara búin að fá nóg. Poppið allt yfir höfuð er svo klámvætt og það er frekar erfitt að eiga við eitthvað eins og hip hop-senuna þar sem þeir sem gera tónlistina eru 90% karlmenn. Maður getur ekki bara setið og hlustað á þetta og hvað á maður þá að gera? Hringja í þá og tala við þá? Maður verður bara að ganga sjálfur í málið og ég hvet fleiri stelpur til að stíga fram og gera eitthvað sjálfar.“ Skilnaður eftir fjörugt sumar Russell Crowe var áberandi á meðan á Íslandsdvöl hans stóð en hann fer með aðalhlutverkið í mynd Darrens Aronovsky um örkina hans Nóa. Crowe heillaðist mjög af landi og þjóð og tjáði sig með ljóðrænum smáskilaboðum á Twitter. Hann lyfti lóðum af kappi hjá Mjölni, hámaði í sig skyr og hjólaði á milli bæjarhluta. Þá tók hann lagið á Menningarnótt við mikinn fögnuð. Hann var svo varla kominn aftur til Bandaríkjanna þegar fréttist að hann væri að skilja við Danielle Spencer eftir níu ára hjónaband. Spencer og Crowe eiga tvo syni, Charles og Tenny- son, átta og sex ára. Fréttir af skilnaðinum komu eins og þruma úr heiðskíru lofti því hjónin þóttu mikið fyrirmynd- arpar, sérstaklega á Hollywood-mælikvarða. Málaði bæinn svartan Bandaríski leikarinn og leikstjórinn Ben Stiller gerði góða heimsókn til Íslands og virðist hafa sloppið við öll meiriháttar skakkaföll. Honum var vel tekið í Stykk- ishólmi þar sem hann tók upp atriði fyrir mynd sína The Secret life of Walter Mitty. Hann tók sig til og lét mála Ráðhúsið í Hólminum svart. Þá breytti hann Geira- bakaríi við Digranesgötu í Borgarnesi í pitsustað sem vantaði í leikmyndina. Stiller hreifst af landi og þjóð og skemmti sér ágætlega þegar hann lenti í hávaðaroki og birti af sér mynd á netinu þar sem hann var við það að fjúka út í buskann. Í spjallþætti Jimmy Kimmel sagði hann landið fallegt, að sólin settist aldei og fólkið liti mjög vel út. Og svo birtist Shania Gestir og gangandi á Nordica hótelinu við Suður- landsbraut ráku upp stór augu einn fagran sumarmorguninn þegar þeir sáu hinni feiki- vinsælu kanadísku kántrís- öngkonu Shania Twain bregða fyrir. Söngkonan sást á spjalli við tónleikahaldarann Ísleif B. Þórhallsson sem hafði, að- spurður um hvort Twain væri á Íslandi á hans vegum þetta eitt að segja: „No comment.“ Shania dvaldi á landinu í viku ásamt eiginmanni sínum, Svisslendingnum Frédéric Thiébaud, en þau komu hingað gagngert til þess að slappa af og borða heilsufæði. Einhverjir íslenskra aðdá- enda söngkonunnar gera sér vonir um að hún hafi hrifist svo af Íslandi að hún muni leggja leið sína hingað síðar og slá þá upp tónleikum. Fann Guð og blómstr- ar sem kynvera Hjúkrunarfræðingurinn Ingibjörg Torfadóttir sendi frá sér bókina Ást- arsamband við Guð fyrr á þessu ári en þar segir hún frá því hvernig hún komst í náið og milliliðalaust sam- band við Jesús. Líf hennar breyttist til hins betra í framhaldinu. Hún sprakk út sem kynvera, losnaði við þunglyndi og öðlaðist innri ró. Lýsing Ingibjargar í bókinni á því þegar hún fann Jesús er nokkuð erótísk og hún segist ekki sjá neitt óeðlilegt við það. Síður en svo enda sé kynlífið Guðs gjöf. „Eftir að ég kynntist Jesú finnst mér kynlífið í fyrsta lagi hafa batnað og mér finnst ég einhvern veginn vera meiri kynvera. Þegar ég hef verið mikið í andanum og mikið að tala við Jesús þá er ég opnari fyrir kynlífi og í meira stuði til þess að stunda kynlíf,“ sagði Ingibjörg við Frétta- tímann og bætti við að kærleikurinn sé frá Guði kominn og að kynlíf sé hámark elskunnar. Ingibjörg Torfadóttir komst í náið, pers- ónulegt samband við Guð og heimsækir hann ekki í kirkju: „Ef þú vilt fara í kirkju til að næra sálina þá er það fínt en þú ert ekki að gera það fyrir Guð. “ Þórdís Nadía fékk sig full- sadda af karlrembunni í íslenskri hip hop-tónlist og svaraði karlpeningnum fullum hálsi með laginu Passaðu þig. Russell Crowe í hlutverki arkarsmiðsins Nóa sem væntanlega mun þurfa að vinda sér undan íslensku víkingasverði í öflugri sveiflu í biblíusögumynd Darrens Aronofskys, Noah.Ben Stiller setti sterkan svip á bæjarbraginn í Stykkishólmi og víðar. Hjónakornin Shania Twain og Frédéric Thiébaud slöppuðu af fjarri frægðar- innar glaumi á Íslandi. Gunnar Víkingur í fullum skrúða með sverðið góða sem end- aði í höndum illmennis sem gerir Russell Crowe lífið leitt í Noah. Þorbjörg Helga Þor- gilsdóttir þótti standa sig vel í Djúpinu sem eiginkona manns sem ferst á sjó. 26 uppgjör Helgin 28.-30. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.