Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.12.2012, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 28.12.2012, Blaðsíða 18
september á Norðurlandi voru eiginlega með stærri björgunaraðgerðum sem við höfum komið að á síðustu árum. Sú aðgerð var í rauninni umfangsmeiri en aðgerðirnar í kringum gosin ef við teljum saman vinnu- stundir björgunarsveita. Ég held að fólk hafi ekki gert sér grein fyrir hvað þetta var umfangsmikið.“ Umferð ferðamanna hefur aukist töluvert líka, segir Hörður. „Ævintýraferðir þar sem menn eru að fara inn á hálendið á erfiðasta tíma ársins eða ganga yfir jökla í janúar. Það er svolítið erfitt að henda reiður á því hvort veðrið fari versnandi en sennilega er fólk meira á ferðinni í verri veðrum og þar sem erfiðara er að ná til þess. Það er verið að markaðssetja landið sem ákjósan- legan kost allt árið. Það hefur aukið álagið á björgunar- sveitum og þar með kostnað en við erum svo sem ekk- ert að kvarta.“ Sjálfboðastarfið ótrúlega mikilvægt Sjálfboðaliðar gegna lykilhlutverki í starfi björgunar- sveita og slysavarnadeilda. Ef þeirra nyti ekki við er óhætt að segja að landslagið væri gjörbreytt. Það þekk- ist víða erlendis að björgunarsveitarfólk fær greitt fyrir vinnu sínu. Þegar hamfarir ganga yfir bætist sá kostn- aður við tjón sem þær valda. Það er ljóst að róstusamt hátterni fósturjarðarinnar ásamt veðrakerfunum valda miklu tjóni á Íslandi ár hvert. Kostnaður við björgunar- störf myndi því án efa reynast þungur baggi. „Við búum á þessu landi og ef við hefðum ekki þessar sveitir þá værum við ekki hérna. Við Íslendingar höfum auðvitað fært alltof miklar fórnir í gegnum árin. Ég held að þessi samtök hafi svo sannarlega sýnt að það er margt gott í þjóðarsálinni. Það er hins vegar mjög erfitt að slá tölur á kostnaðinn. Við höfum þá venju að verðleggja ekki ein- staka björgunaraðgerðir. Óábyrgt hafa menn verið að slá á að þetta séu 800.000 vinnustundir á ári sem sjálfboðaliðar innan félags leggja til. Svo er hægt að fara í einhverjar kjaraviðræður um það hvað við ættum að fáum á tímann. Einn tími í útkalli er síðan þrír til fjórir tímar sem björgunarsveitarfólk missir út starfi og ekki má gleyma öllum þeim stundum sem varið er í menntun og æfingar, við- hald tækja, fjáraflanir og annað sem fylgir. Einhvern tímann var reynt að slá á hlutfallið þarna á milli og þá kom í ljós að á bak við hverja stund í útkalli eru 12 vinnustundir í öðru,“ segir Gunnar. Hörður segist ekki finna fyrir miklum breytingum og sjálfboðaliðar séu alltaf tilbúnir að ganga til liðs við sveitirnar. „Nýliðun hefur gengið afar vel á höfuð- borgarsvæðinu og stærri þéttbýlis- kjörnum. Þegar komið er á minni staði helst þróunin í hendur við fólksfjölda á stöðunum. Þar er alltaf erfiðara að fá fólk því almennt er fólki að fækka. Í þessum bransa er hver einstaklingur sem kominn er yfir fertugt afar dýr- mætur. Reynsla þeirra nýtist mjög vel, ekki síst í því að koma kunnáttunni áfram til þeirra sem yngri eru“ 100 björgunarsveitir í landinu Slysavarnafélagið Landsbjörg starfar sem regnhlífarsamtök fyrir björgunar- sveitir og slysavarnadeildir í landinu. „Við erum með 97 björgunarsveitir í félaginu. Svo eru tvær hundabjörgunarsveitir og svo er auðvitað alþjóða- björgunarsveitin okkar. Það má því eiginlega segja að hún fylli hundraðið hjá okkur. Þá eru um það bil 40 virkar slysavarnadeildir og unglingadeildir björgunar- sveitanna eru hátt í 60. Okkar kerfi virkar þannig að hver eining er sjálfstæð og ber ábyrgð á sínum eigin fjármunum og slíku. En við erum með sameiginlegt menntakerfi og lög og siðareglur svo allir séu að róa í sömu átt,“ segir Gunnar. Björgunarsveitarmenn borga með sér Einstaklingsbúnaður hvers og eins getur kostað sitt. Dæmi eru um að persónlegur búnaður sé keyptur fyrir 300.000 krónur og jafnvel alveg upp í milljón. Menn eru því ekki bara að leggja tíma sinn í starfið heldur einnig fjármuni. Gunnar segir starf björgunarsveitamanna vera lífsstíl. „Þeir sem hafa sérhæft sig hjá okkur, eins og til dæmis undanfarar, hafa væntanlega fjárfest í búnaði fyrir enn meiri pening en þetta. Þó sjálfboða- liðastarfið sé á stundum erfitt þá er það líka skemmti- legt og mjög gefandi. Það er mikil vítamínsprauta fyrir okkur þegar fólk sem hefur verið bjargað sendir okkur kveðju með opinberum hætti eða vill jafnvel hitta björgunarmenn.“ Hörður segir mikinn fjölda fólks vera að baki hverjum björgunarsveitarmanni. Baklandið þurfi að vera sterkt til að þátttaka í svona starfi geti gengið til lengdar. „Þegar maður tekur þátt í svona starfi þá er maður auðvitað að bjóða allri fjölskyldunni að vera með. Ég kynntist konunni minni í þessu starfi og það lendir allt á henni þegar ég er ekki heima og í raun fjölskyldunni allri. Það skiptir einnig máli að njóta skilnings vinnuveitenda og samstarfsfélaga sem þurfa gjarnan að taka á sig aukið vinnu- álag þegar það vantar einn í liðið. Það reynir því oft á þolrifin hjá fjölskyldum og atvinnurekendum.“ Flugeldasala – 85% tekna sveit- anna Almenningur hefur alltaf staðið með sveitunum og keypt flugelda af björg- unarsveit í sinni heimabyggð. Flugelda- salan er sveitunum afar mikilvæg því með henni fjármagna þær stóran hluta starfsemi sinnar, í sumum tilfellum er þetta 85% af tekjum þeirra. Þeir Gunnar og Hörður hlakka til áramótanna og eru þegar farnir að fylgjast með veðurspám í von um bjart og fallegt gamlárskvöld. „Það má eiginlega segja að það sem heldur þessum rekstri gangandi sé flug- eldasalan. Við erum orðnir mjög spennt- ir, það er mikið af nýjum vörum í boði og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við erum nú þegar farnir að velta fyrir okkur veðurspánni og hún lofar bara góðu. Að lokum er auðvitað ástæða til að benda öllum á að flugeldar eru stór- kostlegir en þeir eru líka varasamir. Við hvetjum því alla til að fara eftir leiðbein- ingum, nota öruggisbúnað, ekki bara börnin heldur allir í fjölskyldunni.“ Bjarni Pétur Jónsson ritstjorn@frettatiminn.is Við búum á þessu landi og sambúðin við náttúruöflin væri mjög erfið ef við hefðum ekki sveitirnar. Við Íslendingar höfum auðvitað fært alltof miklar fórnir í gegnum árin. Ég held að þessi samtök hafi svo sannarlega sýnt það að það er margt gott í þjóðarsálinni. Slysavarna- félagið Lands- björg stendur vaktina Áætlaðar vinnustundir sjálfboðaliða sveitanna eru 800.000 á ári. Hörður Már Harðarson og Gunnar Stefánsson segja álagið mikið á björgunarsveitirnar en þeir kvarta ekki. H örður Már Harðarson, formaður Slysavarna-félagsins Landsbjargar, og Gunnar Stefánsson, starfandi framkvæmdastjóri, ræddu við okkur um starf björgunarsveita og slysavarnadeilda í landinu. Hörður segir að aðgerðir sveitanna hafi breyst töluvert síðustu ár. „Það hefur reynt mikið á okkar fólk síðustu misserin. Auðvitað vorum við með stór verkefni fyrir alda- mótin, eins og til dæmis snjóflóðin fyrir vestan, en síðan hefur þetta þróast svolítið í þá átt að verkefnin hafa verið umfangsmeiri og stærri. Þar má til dæmis nefna jarð- skjálftana á Suðurlandi og stórar, krefjandi leitir eins og til dæmis að manni á Sólheimajökli. Ekki má svo gleyma þremur eldgosum á tveimur árum. Þeim fylgdi gríðarlega mikil vinna sem við lærðum mikið af.“ Gunnar bætir við að aðstoðarbeiðnum vegna ófærðar og veðurs hafi einnig fjölgað mikið. „Aðgerðirnar í kjölfar óveðursins 9. til 11. 18 úttekt Helgin 28.-30. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.