Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.12.2012, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 28.12.2012, Blaðsíða 16
Gunnar segir mikilvægi útkallanna ráða úrslitum ef illa stendur hjá hjá börgunar- sveitarmanni. Það sé eitt ef kallað er út vegna óveðurs og að fólk sitji fast í snjó eða mannslíf séu beinlínis í húfi. „Í óveðursút- köllum þarftu kannski svolítið að meta hvort þú getir kastað öllu frá þér á staðnum en þegar útkallið er það sem við köllum F1 Rauður eða Útkall: Rauður þá er mannslíf í hættu og slysstaður þekktur og þá ferðu bara. Sama á hverju gengur. Eins og gefur að skilja upplifa björgunar- sveitarmenn margt í störfum sínum og þegar hörmungar dynja yfir þurfa þeir að horfast í augu við óttann og sársauka og sorgir samborgaranna þannig að andlega álagið getur verið mikið. „Ég var mjög í framlínunni fyrstu árin mín í björgunarsveitunum og á þessum tíma var mjög algengt að menn væru að týnast og þau komu ófá útköllin vegna rjúpnaskyttna og annars slíks. Þá var mun minna um að fólk gæti látið vita af sér enda ekki með staðsetn- ingartæki og þess háttar. Sem betur fer enduðu flest svona útköll þokkalega vel og menn fundust en það voru tilfelli þarna sem voru erfið. Við höfum nálg- ast þennan þátt faglega og erum í dag með félagahjálp, sem við getum vel kallað áfalla- hjálp, þar sem við vinnum úr okkar málum eftir erfið útköll. Þá komum við saman og ræðum um útkallið og gerum það svolítið í lokuðum hópi vegna þess að við verðum að fá að létta á okkur. Þetta er okkur mjög mikilvægt auk þess sem við áttum okkur í þessum samtölum á ef einhverjir eiga erfitt með að vinna úr hlut- unum og þá fá þeir hinir sömu meiri aðstoð. Ég man eftir einum félaga sem lenti í að taka upp sjórekið lík þegar ég var að byrja fyrir þrjátíu árum. Hann kom aldrei aftur. Fékk bara nóg. Þetta er eitt af því sem er mjög erf- itt og menn hafa hætt vegna svona aðstæðna sem hafa komið upp á. En sem betur fer er það ekkert algengt þannig séð en þetta kemur fyrir. Fjör í flugeldunum Flugeldasala björgunarsveitanna um áramót hefur í gegnum tíðina lagt fjárhagslegan grundvöll að starfsemi björgunarsveitanna. „Ég er búinn að selja flugelda frá því ég var tólf ára gamall, í einhver rúm þrjátíu ár. Ég hef aðeins misst úr ein áramót þegar ég var erlendis annars hef ég verið í flugeld- unum alla mína tíð.“ Gunnar segir stemninguna í kringum flugeldasöluna frábæra auk þess sem hún þjappi mannskapnum saman. „Þessu fylgir mikil sjálfboðavinna og við leggjum mikið á okkur en auðvitað er þetta gaman. Þetta þjappar sveitinni saman og það er mikið um að vera þannig að þetta er gríðarlega spennandi starf. Sumir geta ekki hugsað sér að fara í gegnum áramótin án þess að hafa verið í flugeldasölunni og mér leið mjög illa þessi áramót sem ég var ekki með. Það var mjög sérkennileg tilfinning. Það er bara þannig.“ Gunnar segir björgunarsveitirnar eiga ríkan þátt í flugeldamenningu Íslendinga með því að halda þeim að fólki í áratugi. „Við höfum svolítið kallað fram þessa stemningu hjá landanum og það má eigin- lega segja að björgunarsveitirnar í landinu séu byggðar upp á fjáröflun flugeldasölunn- ar. Fólk kaupir þetta til þess að styrkja gott málefni og ég segi nú alltaf að þetta séu með ódýrustu tryggingum sem þú kaupir. Með því að kaupa flugeldana færðu annars vegar ánægjuna og skemmtunina af því að skjóta þeim upp og hins vegar ertu að tryggja það að þegar eitthvað gerist eða kemur hjá þér eða þínum nánustu átt þú að þrautþjálfað björgunarsveitafólk í þínu byggðarlagi. Fólk sem bregst alltaf við ef eitthvað kemur upp á. Við spyrjum ekki að neinu þegar þú kallar og við rukkum þig ekki um neitt. Við komum bara og hjálpum þér og reynum að koma þér heilum heim. Það er okkar starf.“ Finna fyrir þakklætinu Gunnar segir björgunarsveitafólk finna sterkt fyrir þakklæti fólks, bæði þegar allt endar vel og ekki síður þegar útköll fá sorg- legan endi. „Við finnum fyrir miklu þakklæti frá aðstandendum, þeim sem við björgum og þjóðinni allri sem stendur alltaf við bakið á okkur. Ég held hreinlega að við gætum ekki búið á þessu harðneskjulega landi, þessar 320 000 manneskjur, ef við hjálpuðum ekki hvort öðru. Þetta er bara greipt í þjóðarsál- ina og það er í genunum að hjálpa náunganum. Ég held að við höfum bara komist ágætlega af vegna þess að við hugsum um þessa hluti og erum alltaf tilbúinn til að hjálpa hvort öðru þegar áföllin dynja yfir. Við finnum mikið þakklæti þegar vel gengur og líka í þeim tilfellum sem enda ekkert vel. Fólk finnur líka fyrir mikilvægi starfseminnar án þess að við finnum fólk og komum því heim á lífi. Fólki er mikilvægt að ástvinir þess finnist svo hægt sé að kveðja þá og koma þeim til grafar. Það skiptir fólk gríðarlega miklu máli og það er okkur líka þakklátt þá.“ Fjölskyldulífið sett á hvolf Gunnar leggur ríka áherslu á að björgunarsveitar- fólk sé alltaf til taks og er tilbúið til þess að stökkva til fyrirvaralaust. Þetta kemur óhjákvæmilega niður á heimilislífinu, mökum og börnum. „Mig hefur oft vantað á fjölskyldumót, á jólunum og á ýmsum hátíðarstundum fjölskyldunnar. Þá er maður bara einhvers staðar úti að hjálpa náunganum sem er fastur í snjó, týndur eða eitthvað álíka. Þau eru ófá tilfellin sem maður hefur staðið upp frá matarborð- inu, farið út og skilið fjölskylduna eftir með jólamat- inn. Ég held nú að flestir björgunarsveitarmenn hafi lent í því oftar en einu sinni. Jólahaldið og allt stúss í kringum áramótin hefur oft bitnað á konunni og börnunum og maður hefur oft sett þetta á hvolf í gegnum tíðina.“ Og það eru ekki bara björgunarstörf sem taka tíma í kringum hátíðarnar. „Þetta lendir oft á öðrum í fjölskyldunni vegna þess að maður hefur bara verið með raketturnar í höndunum en ekki jólapakkana.“ Eiginkonan ein í rómantískum kvöldverði Gunnar segist sérstaklega minnast þess eftir ein- hver áramótin þegar hann ætlaði sér að bæta frúnni upp raskið yfir hátíðarnar. „Maður ætlaði nú aldeilis að koma til móts við hana með því að bjóða henni flott úr að borða. Við búum í Reykjanesbæ þannig að við keyrðum til Reykjavíkur og komum okkur nota- lega fyrir á fínum veitingastað. Þegar maturinn var alveg að koma á borðið kom útkall Rauður. Ég var þá formaður minnar einingar og varð að bregðast við. Þarna var flugvél að koma inn eftir tíu mínútur og við á Suðurnesjum höfum mikið sinnt fluginu. Ég hafði sérhæft mig í fyrstu hjálp þannig að það var ekki annað hægt en að standa upp og skilja konuna eftir við kertaljósið. Ég hljóp út, tók bílinn og var bara rokinn. Maður þarf að njóta skilnings til þess að geta gert þetta og auðvitað gengur maður oft ansi langt á þann skilning. Í þessu tilfelli var ég sem betur fer nú bara kominn hálfa leið á Reykjanesbrautinni þegar útkallið var afturkallað. Ég gat því snúið við og reynt að koma ofan í mig köldum matnum. Þetta er bara það sem við erum að gefa okkur í. Þetta er ekkert einfalt en verður bara hluti af lífinu.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Björgunarsveitirnar eru alltaf til taks. Ég hafði sérhæft mig í fyrstu hjálp þannig að það var ekki annað hægt en að standa upp og skilja konuna eftir við kerta- ljósið. Meira á næstu opnu 16 viðtal Helgin 28.-30. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.