Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.12.2012, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 28.12.2012, Blaðsíða 54
 Tónleikar í Vodafonehöllinni hlíðarenda Retro Stefson og Hermigervill í eina sæng „Þetta verður algjör snilld,“ segir Logi Pedro Stefánsson, meðlimur hljómsveitarinnar Retro Stefson. Hljómsveitin spilar ásamt Hermigervli á tónleikunum Síðasti sjens í Vodafonehöllinni við Hlíðarenda, sunnudag- inn 30. desember. Yfirlýst markmið kvölds- ins hjá tónlistarfólkinu er að ekki verði þurr þráður á kroppi gesta sökum stuðs og fjörs. Nýverið gekk Hermigervill til liðs við Retro Stefson og mun hann því bæði koma til með að hita upp fyrir bandið og spila með þeim tónleikana. Hann er að sögn Loga kærkomin viðbót við sveitina sem er nú ein sú vinsælasta á landinu og var til að mynda tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna í ár. Lögin Glow og Qween eru jafnframt þau vinsælustu á árinu 2012. Auk velgengninnar hér heima hafa þau verið að gera það gott er- lendis og eru meðlimir að undirbúa tónleika- ferðalag á nýju ári. Þar mun Hermigervill vera með í för. Hermigervill hefur notið vinsælda með frumlegum endurgerðum sínum á gömlum íslenskum dægurperlum sem hann glæðir nútímalegu lífi og er hann, að sögn Loga Pedro, kærkomin viðbót við bandið. Logi lofar mikli fjöri og bendir fólki á að tónleikarnir séu fyrir alla aldurshópa. „Séu börnin vakandi á þessum tíma þá er ekkert því til fyrirstöðu að taka þau bara með að dansa.“ Logi Pedro, meðlimur Retro Stefson lofar miklu fjöri og ítrekar að skemmt- unin sem hefst klukkan 21, sé fjölskylduvæn.  Ársuppgjör uppisTandshópurinn Mið-ísland Við erum kreppubörn Það eru öll ár jafn fyndin að mati meðlima Mið-Íslands. Við fengum þau til liðs við okkur til að taka saman lista yfir fyndnustu atburði ársins. Einn úr hópnum, Dóri DNA, segir að það sé alltaf stutt í grínið. Það sé yfirleitt nóg að lesa raunverulegar fréttir af netmiðlunum til að komast í gott grín. u ppistandshópurinn Mið-Ísland kveður gamla árið með uppistandi á Stóra sviði Þjóðleik-hússins. Fram koma þau Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Jóhann Alfreð, Dóri DNA og Anna Svava Knútsdóttir. Halldór Halldórsson, Dóri DNA segir spennu vera í hópnum fyrir kvöldinu. „Það er nánast uppselt klukkan átta á laugardaginn en það eru einhver sæti laus á seinni sýninguna klukkan 23. Við vorum bæði í Þjóðleikhúskjallaranum og á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu í vor og haust. Í kvöld verður einmitt sýnd á Stöð 2 upptaka frá uppistandinu okkar á Stóra sviðinu frá því í vor. Það er mjög glæsilegt, tekið upp með 10 myndavélum og ég leyfi mér að fullyrða að uppistandi, allavega tæknilega séð, hefur ekki verið gerð betri skil í sjónvarpi á Íslandi.“ Þegar Dóri er spurður út í listann og árið sem er að líða segir hann að öll ár séu fyndin. Það sé í rauninni alveg nóg að kíkja á netmiðlana til að komast í skemmtiefni. Það hafi því verið auðvelt að setja saman svona lista. „Þetta snýst eiginlega um að taka sig ekki of alvar- lega. Það eru held ég öll ár jafn fyndin. Maður verður eiginlega að geta brosað að öllu, alltaf. Við í Mið-Íslandi erum í rauninni kreppubörn. Við erum því þakk- lát bankahruninu fyrir að gefa okkur þetta brautargengi. Fólk var orðið svo leitt og pirrað og vildi bara sjá eitthvað grín. Við dettum því mögulega úr tísku í næstu uppsveiflu.“ Leit in translation Björgunarsveitarmenn eru kvaddir út í tugatali til að hefja leit af konu sem skilaði sér ekki úr leiðsöguferð á hálendinu. Leit- in er blásin af eftir hálfan sólar- hring. Konan var allan tímann á sínum stað. Hún hafði einungis skipt um föt og meðal annars tekið þátt í leitinni af sjálfri sér. Ógeðslega mikið af ógeðs- lega frægu fólki Á einum tímapunkti voru fleiri frægir Bandaríkjamenn á lands- byggðinni, heldur en íbúar á landsbyggðinni. Tong Monitor Ógeðslega fyndið stöff – hí á þá sem eru öðruvísi. Sumarbústaðaeigandinn með hljóðdeyfinn Það er brotist inn í sumar- bústaðinn hans, maturinn hans étinn, vopnunum hans stolið og svo gefur strokufanginn sig fram með eina ólöglega vopnið í safninu og okkar maður lendir í vanda hjá löggunni. Hversu óheppinn getur einn maður verið? Kim Jong Un Hinn nýi einræðisherra Norður- Kóreu lét á árinu skjóta á loft gervihnetti sem er jafnstór og þvottavél og snýst nú stjórnlaus á sporbaug um jörðu. Fyrr á árinu lét hann sprengja ráðherra úr ríkisstjórn sinni með sprengju- vörpu. Allt sem þessi maður gerir er ótrúlega mögnuð blanda af því að vera skrýtið og hræði- legt. Frumlegasti rithöfundur gæti ekki samið svona efni. Salan á Perlunni Eitt opinbert apparat kaupir Perl- una af öðru opinberu apparati. Skattgreiðendur halda áfram að niðurgreiða þúsundir fermetra fyrir geisladiskamarkað og ísbúð. Kamelsvínljón Sjálfstæðismenn flykkjast á kjörstað til að tryggja forseta- endurkjör fyrrverandi formanns Alþýðubandalagsins. SUS-arar krossa fingur á kosningavöku í Valhöll. Ætlunarverkið tekst. Snyrtileg afgreiðsla Garðabær kaupir Álftanes með öllum sínum skuldum og öldu- laugum. Snyrtilegri yfirtaka hefur ekki sést síðan Helmut Kohl keypti Austur-Þýskaland af Sovétmönnum árið 1989. Ég er farinn Stjórnmálaaflið Samstaða stofnað til að binda enda á sundrungu, pirring og fúl- mennsku í íslenskri pólitík. Varaformaðurinn byrjar feril sinn með því að fara í fýlu og ganga úr flokknum. Hemmi er með þetta Metnaður RÚV er dregin í efa þegar Dans, dans, dans er blásinn af en ákveðið að endur- sýna brot úr gömlum þáttum Hemma Gunn á kjörtíma með viðtölum við Hermann. Spekúl- antarnir brosa út í annað en sá hlær best sem síðast hlær. Hemmi slær í takt við þjóðar- sálina og uppsker 40% áhorf viku eftir viku. Öll þjóðin hlær með Hemma rétt eins og fyrir 20 árum. Topp 10 listi Mið-Íslands árið 2012 Þingmaður í meðferð Það stefnir í líflegt bíóár 2013 þegar íslenskar kvikmyndir eru annars vegar og mannskapurinn í bransanum virðist heldur betur vera að ná vopnum sínum eftir ágjöfina sem fylgdi í kjölfar bankahrunsins. Fyrsta íslenska mynd ársins, XL í leikstjórn Marteins Thors- sonar, verður frumsýnd í janúar og síðan má reikna með íslenskum myndum með reglulegu millibili fram eftir ári. Í XL leikur sá magnaði leikari Ólafur Darri Ólafsson þingmanninn og fyllibyttuna Leif Sigurðarson sem forsætisráðherra, leikinn af Þorsteini Bachmann, skikkar til þess að fara í vímuefnameðferð. Áður en Leifur tekur skellinn heldur hann nokkrum vinum sínum matarboð. Í boðinu kynnast áhorfendur Leifi og gestum hans betur og þá ekki síst sambandi hans við hina tvítugu Æsu, vinkonu dóttur hans. María Birta Bjarnadóttir leikur Æsu en hún hefur á síðustu árum gert það gott í myndunum Óróa og Svartur á leik. Sprengisandur og Foss Sá vaski útvarps- og blaðamaður Sigurjón M. Egilsson hefur víða komið við á löngum ferli en auk þess að sinna eigin útgáfu stjórnar hann þjóðmála- þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Sigurjón var ritstjóri Mannlífs árið 2008 á meðan það var enn frétta- tímarit og á Facebook-síðu sinni viðrar Sigurjón draum sinn um öflugt frétta- tímarit með lengri greinum. „Losna ekki við áhugann á fréttatímariti. Vil samt ekki vera ritstjóri.“ Náttúran er greinilega Sigurjóni hugleikin þegar kemur að nafnavali fjölmiðla þar sem hann sér fyrir sér að fréttatímaritið gæti heitað Foss. Rekstrargrundvöllur slíks blaðs þykir þó ekki traustur og Ragnar Tómasson lögmaður, sem aðstoðaði Gunnar Smára, bróður Sigurjóns, á sínum tíma við að kaupa Fréttablaðið, sendir Sigurjóni einföld en skörp skilaboð á Facebook: „SME: Gleymdu því!“ Sprell og spádómar á Austur Stuðboltinn Ásgeir Kolbeinsson, vert á Austur, hefur undanfarin tvö ár slegið upp heilmikilli gleði á nýársdag og heldur því striki með fjórrétta kvöldverði og miklu stuði í kjölfarið. Logi Bergmann sér um veislustjórn á Austur þetta fyrsta kvöld ársins 2013 en DJ Margeir tekur á móti gestum með tónlist. Þá taka þeir Unnsteinn Manuel úr Retro Stefson og Daníel Ágúst lagið auk þess sem töframaðurinn Einar Mikael mun skemmta gestum. Spákonan litskrúðuga, Sigríður Klingenberg, verður einnig á staðnum og spáir fyrir þeim sem vilja síður ana út í óvissuna á nýju ári. María Lilja Þrastardóttir marialilja@ frettatiminn.is 54 dægurmál Helgin 28.-30. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.