Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.12.2012, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 28.12.2012, Blaðsíða 42
42 heilsa Helgin 28.-30. desember 2012  Heilsa Hildur Þórðardóttir Heilari Kvennaleikfimi Mán., mið. og fös. kl. 16:30. Verð 3x í viku kr. 14.900,- Þri. og fim. kl. 10:00. Verð 2x í viku kr. 12.900,- Karlapúl Mán., mið. og fös. kl. 12:00-12:45. Verð kr. 14.900,- Pilates Þri. og fim. kl. 17:30 eða 18:30. Verð, 8 vikur, kr. 21.900,- Í form fyrir golfið Þri. og fim. kl. 12:10-12:55. Verð kr. 12.900,- Morgunþrek Fyrir lengra komna. Mán., mið. og fös. kl. 7:45 eða 09:00. Verð kr. 14.900,- Zumba toning/fitness Þri. og fim. kl. 16:30/17:30. Verð kr. 12.900,- Zumba Gold 60+ Fyrir 60 ára og eldri sem hafa gaman af að dansa. Þri. og fim. kl. 11:00. Verð kr. 9.900,- Leikfimi fyrir 60 ára og eldri Mán, mið. og fös. kl. 11:00 eða 15:00. Verð kr. 9.900,- Skelltu þér í ræktina! Ný námskeið hefjast 7. og 8. janúar. 4 vikur. „Ég var búin að taka eftir auglýsingum frá Heilsu- borg í þó nokkurn tíma og var búin að vera að hugsa lengi um að fara að gera eitthvað í mínum málum. Ég er búin með grunnnámskeið í Heilsu- lausnum og er núna á framhaldsnám- skeiðinu. Ég hef náð góðum árangri, náð að losna við mörg kíló og er bara svo miklu hressari og með miklu meiri orku. Maður verður að vilja gera þetta fyrir sig sjálfan. Þetta snýst ekki um það að megra sig þetta snýst um að lifa heilbrigðara lífi og koma sér í gott líkamlegt og andlegt form.“ Helga Einarsdóttir Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is Hildur Þórðardóttir er heilari og aðstoðar fólk við að vinna úr tilfinningum sínum með heilun sinni. Á döfinni er námskeið þar sem hún kennir fólki að heila sig sjálft. Áherslan í samfélaginu hefur verið svo mikil á vísindin og lyf. Læknavísindin ekki eina leiðin til bata Hildur Þórðar- dóttir segir mikilvægt að fólk sem lent hefur í áföllum, eða þjáist af þunglyndi, kvíða eða öðrum sál- rænum kvillum, vinni úr tilfinn- ingum sínum. Hún hjálpar fólki með vinnuna og segir ofur- áherslur á lyf og læknavísindin ekki endilega af hinu góða. É g er heilari og dáleið-ari og hef unnið mest með fólki sem þjáist af þunglyndi, depurð, kvíða eða geðsjúkdómum. Mín reynsla er sú að ástæðan fyrir þung- lyndi er sú að fólk er næmt og viðkvæmt en hefur ekki lært að lifa með næmninni,“ segir Hildur Þórðardóttir heilari. Hún hefur um árabil aðstoðað fólk við að vinna sig út úr til- finningalegum og sálrænum vanda. Hún telur áhersluna á lyfja lækningar vera ofmetna. „Áherslan í samfélaginu hefur verið svo mikil á vísindin og lyf. Fólki eru gefin geðdeyfðarlyf sem það er á í kannski 10 ár án þess að fá nokkurn bata. Geðdeyfðarlyfin deyfa líka góðu tilfinningar svo fólkið upplifir ekki lífið eins og það gæti. Þetta er eins og að vera á lyfjum sem deyfa bragðlauk- ana svo við finnum ekki vont bragð en hefur að sjálfsögðu í för með sér að við finnum ekki góða bragðið heldur. Mér finnst mikilvægt að fólk haldi ekki að læknavísindin séu eina leiðin til bata. Lyf eru í raun bara plástur á sárið, mínar aðferðir kenna fólki að höndla tilfinningarnar.“ Hildur segist kenna fólki að verja sig neikvæðni annarra og hjálpa því að forðast það að taka líðan annarra inn á sig. Hún segir það einnig mikil- vægt að vinna úr áföllum, líkt og kynferðisofbeldi og annarri erfiðri lífsreynslu. „Þetta hefur allt áhrif á líf og líðan. Rann- sóknir sína meðal annars að konur sem lent hafa í kyn- ferðisofbeldi í æsku glíma við vefjagigt og alls kyns stoðkerf- issjúkdóma. Sumir byrgja inni reiði, vonbrigði, sorg, vonleysi, sektarkennd eða samviskubit og allt hefur það áhrif á líkama okkar.“ Hildur segir djúpa sjálfsskoð- un mikilvæga og hægt sé að leita margra mismunandi leiða við að koma tilfinningunum upp á yfirborðið. Heilun geti svo hjálpað til við framhaldið en viðkomandi verði sjálfur að vinna úr tilfinningunum, sleppa og losa, fyrirgefa öðrum og sjálfum sér ekki síður. „Ég er að fara af stað með nám- skeið þar sem ég kenni þetta og einnig hvernig fólk getur heilað sjálft sig með því að nota ljósið, hreinsað híbýli sín þannig að neikvæðni annarra sem koma í heimsókn eða bara neikvæðar hugsanir sitji ekki í loftinu,“ segir Hildur. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.