Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.12.2012, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 28.12.2012, Blaðsíða 40
40 áramótavín Helgin 28.-30. desember 2012  áramót kampavín Freyðandi gleði um áramót Fátt jafnast á við gott kampavín og ekkert annað léttvín á sér jafn skemmtilega sögu. Sú saga er auð- vitað órjúfanlega tengd þeim fjölbreytta hópi sem telst til aðdáenda vínsins, m.a. Napóleon Bónaparte, sem jafnan drakk það fyrir orrustur, Winston Churchill sem sagði: „Ég á það skilið eftir sigur en þarfnast þess eftir tap“, Marilyn Monroe sem baðaði sig upp úr því og að sjálfsögðu herra Bond sem jafnan pantar sér flösku af Bollinger áður en hann sængar hjá næsta glæsikvendi. Guðaveigar Umdeilt er hvort það hafi í raun verið franski bene- diktusar-munkurinn Dom Perignon sem fann upp kampavínið en sagan segir að hann hafi af slysni uppgötvað drykkinn og við fyrsta sopa látið þessu fleygu orð falla: „Guð, ég hef bragðað á stjörn- unum.“ Munkurinn var hins vegar afburða snjall vínmeistari og átti stóran þátt í þróun kampa- vínsframleiðslunnar, þar á meðal flöskunnar sem er þykkari og sterkari en aðrar vínflöskur til að þola þrýsting hins freyðandi víns. Áður fyrr báru menn oft þungar járn- grímur á höfði til að verja sig gegn flöskum sem sprungu af mikl- um krafti, oft með skelfileg- um afleiðingum þar sem jafn- vel hver flaskan sprakk á þá næstu þar til engin var eftir. Perignon fann því fljótlega út að best væri að hafa flösku- botninn veikastan. Flaskan springur þá blessunarlega í átt að veggnum en ekki á þá næstu eða í andlit eða pung vínmeistarans. Kampavín er frá Kampavíni Einungis vín frá héraðinu Champagne í Frakklandi mega bera nafnið kampavín, eða öllu heldur „Champ- agne“. Vín þessarar gerð- ar eru þó framleidd víðar í heiminum en mega þá aðeins bera merkinguna Méthode Champenoise, eða kampa- vínsaðferðin, og við köllum þau einfaldlega freyðivín. Þótt vínið sé ljósgyllt eru rauðar þrúgur notaðar í framleiðsl- una. Safanum er haldið tærum með því að pressa berin varlega og án þess að merja hýðið. Þær þrjár þrúgur sem notaðar eru við gerð kampavíns eru hvítvín- sþrúgan Chardonnay og rauð- vínsþrúgurnar Pinot Noir og Pi- not Meunier. Tvígerjað Ólíkt öðrum vínum er kampavín og vín gert með kampavínsaðferðinni látið gerjast tvisvar; fyrst í tunnum og svo aftur í flöskunni með því að bæta örlitlu geri út í. Við seinni gerjunina myndast loftbólurnar (það eru u.þ.b. 50 milljón loftból- ur í flöskunni) sem gera vínið svo einstakt. Að því loknu er sykri bætt út í flöskuna sem ræð- ur sætleika vínsins. Næst þegar þú drekkur kampavín, eða freyðivín framleitt með kampa- vínsaðferðinni (méthode champenoise eða mét- hode traditionnelle), skaltu taka eftir hvort flaskan er merkt Brut, Sec eða Demi Sec. Þar er átt við mismunandi sætu vínsins þar sem Brut er þurrt, Sec er meðal- þurrt og Demi Sec er meðalsætt og loks Doux sem er sætasta tegundin. Doux-vín getur þó verið erfitt að nálgast. Sætleiki Það er tilvalið að prófa sig áfram á ódýrari freyðivín- um sem framleidd eru með kampavínsaðferðinni til að átta sig á hvaða sætleiki þykir henta. Það þykir karl- mannlegt að drekka Brut en kvenlegra að dreypa á Demi Sec eða Sec. Sætleiki vínsins ræður því hversu vel það hentar með mis- munandi mat. Sætmeti og kampavín fara ekki endi- lega vel saman því sæt- metið kallar fram sýru- bragð í víninu. Því hentar kampavín t.d. hvorki vel með súkkulaði né kökum. Ef þess er hins vegar neytt með sætmeti er betra að velja sætari tegundir víns- ins. Kampavín er hins vegar afar ljúffengt með léttreykt- um fiski, hörpuskel og auð- vitað kavíar, en afleitt með rabarbara og ferskum aspas. Veuve Clicquot Ponsardin Brut Verð: 7.299 kr. Þurrt með mildum sítruskeimi sem sker í gegn en þó gott jafnvægi á tungunni milli beiskju og sætu. Þegar á líður kemur pera og meiri ávöxtur í gegn. Mjög gott kampavín. Moët & Chandon Brut Imperial Verð: 7.399 kr. Tiltölulega flókið og bragðmikið kampa- vín, þurrt og með ágætri fyllingu. Jarðtónað með smá möndlu í bland við ávöxt og léttan sítrus. Gott kampavín með mat. Mumm Gordon Rouge Brut Verð: 5.999 kr. Bragðmikið og ferskt í mjög góðu jafn- vægi milli sætu og beiskju. Grænn ávöxtur og sítrus- keimur. Virkilega gott kampavín á ágætu verði mið- að við önnur kampavín. Bollinger Brut Special Cuvee Verð: 7.799 kr. Allt öðruvísi en hinar þrjár tegundirnar. Dauf sérrílykt og örlítið sætara en hin vínin. Greini- leg epli, mandla og hneta sem er í ágætu jafnvægi við sítrusávöxt- inn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.