Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.12.2012, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 28.12.2012, Blaðsíða 34
Á rni Björnsson, doktor í menningar-sögu, heldur áfram yfirreið sinni um sögu og hefðir sem skapast hafa í kringum hátíðirnar. Árni segir tímasetn- ingu áramótanna á Íslandi, eins og reyndar jólanna, hafi verið nokkuð á reiki fyrir tíma rómverska tímatalsins. „Áður en Íslendingar fengu rómverska tímatalið með kirkjunni virðist hafa verið litið svo á að sumardagur- inn fyrsti væri hinn eiginlegi nýársdagur þótt það orð væri ekki notað. Við erum svo sem ekkert ein um það því áramót hafa ekki alltaf eða allstaðar verið fyrsta janúar þótt svo væri í Rómaborg að fornu. Lengi vel var þetta fyrsti mars, og því heita fjórir seinustu mánuðir ársins september-desember sem merkir 7. – 10. Jafndægur á vori, sem þá var reiknað 25. mars, var talið vera nýársdagur mjög víða í Evrópu.“ Eftir að kristnin kemur til sögunnar er jóladagur einnig mjög víða talinn vera upp- haf ársins, eðlilega úr því tímatalið var miðað við fæðingu Jesú. Líklega hefur svo verið um tíma hér á landi. „Íhaldssöm ríki, eins og til dæmis Bretland, tóku ekki upp 1. janúar sem nýársdag fyrr en árið 1752. Það tók því margar aldir að samræma þetta. Ís- lendingar voru tiltölulega fljótir að taka upp 1. janúar sem nýársdag. Þeir virðast hafa gert það snemma á 16. öld. Á miðöldum var 1. janúar hins vegar ekki kallaður annað en 8. dagur jóla, en áttundi hverrar stórhátíðar naut jafnan nokkurrar helgi fram yfir aðra daga. Auk þess var hann talinn umskurðar- dagur Krists, en að sjálfsögðu hefur Jesús á sínum tíma verið umskorinn í heilsubótar- skyni eins og önnur gyðingleg börn.“ Áramótabrennur þóttu eyðslusemi Áramótafagnaðir eru ekki áberandi í rituðu máli fyrr en búið er að flytja latínuskólana frá biskupsstólunum til Reykjavíkur seint á 18. öld. Fyrsta dæmið um áramótabrennu er 1791 eða þá er fyrst sagt frá því. Þá halda piltar í Hólavallaskóla brennu upp á hæð sem þeir kölluðu Vulkan og sennilega er Landakotshæðin. Skólinn stóð frá 1786 til 1804 þar sem nú er Suðurgata 20. „Þögn heimilda sannar að vísu aldrei neitt, en við höfum engar heimildir um brennur, hvorki í Skálholti, Hólum eða skólanum á Bessa- stöðum. Það er eitt sem er nokkurn veginn vitað að það hefði þótt eyðslusemi að brenna eldiviði. Íslendingar fóru sparlega með eldi- við. Það var helst í Reykjavík, eftir að hún var orðin þorp, sem eitthvað féll sennilega til af rusli sem var óhætt að brenna. Kannski byrjaði þetta bara sem praktísk lausn, það þurfti jú að losna við ruslið. Það þarf líka fjölda manns til þess að það sé eitthvað varið í að halda brennu. Það hefur sennilega ekki verið mikið var í að halda brennu á einstaka sveitabæ.“ Aðdráttarafl áramótaskaupsins Það er ekki fyrr en seint á nítjándu öld að talað er upp púðurkerlingar og þess háttar. Þá eru það piltarnir í Lærða skólanum sem standa fyrir þessu. Unga fólkið hópaðist saman og hélt blysfarir á Tjörninni sem þá var yfirleitt ísilögð. „Svo var eitthvað nefnt sem kallað var Bengal-ljós og hafa sennilega verið flugeldar. Fyrst eftir seinna stríð eru mikil læti í miðbænum á gamlárs- kvöld. Heimatilbúnar sprengjur og slys sem þeim fylgdu. Borgarstjórnin tekur þá mjög sniðuga ákvörðun og skipuleggur brennur í öllum hverfum borgarinnar. Þessi athafna- semi ungs fólks sem áður tengdist spreng- ingum í miðbænum í jólafríinu fékk þá útrás í samkeppni milli hverfa. Þetta var mjög sniðugt og minnkaði lætin til muna og fækk- aði slysum. Eftir að Sjónvarpið kom til sög- unnar, árið 1966, með aðdráttarafli áramóta- skaupsins breyttist hegðunarmynstrið nokkuð; fólk snæddi hátíðarkvöldverð, fór á brennu, síðan heim í skaup og svo aftur út að fylgjast með flugeldum. Þannig hefur þetta verið í bráðum hálfa öld.“ Ferðaþjónustan hagnýtir hjátrúna Hjátrúin hefur alltaf fylgt áramótum og þrettándanum. Vegna þessa gamla ruglings um tímasetningu jóla og áramóta eru ýmsar útgáfur til af því, hvað gerist á nýársnótt, jólanótt og þrettándanótt; kýrnar fái manna- mál, selir fari úr hömum sínum, álfar flytjist búferlum, gott sé að sitja á krossgötum, leita spásagna og svo framvegis. „Reynsla mín á þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins af samskiptum við fólk um allt land, sem fætt var á bilinu 1880-1910, var sú að í hæsta lagi 10% fullorðins fólks tryðu því í alvöru að til væru yfirnáttúrulegar verur eins og álfar og draugar. Þetta kemur heim og saman við niðurstöðu Erlends Haraldssonar dulsál- fræðings sem hann gerði árin 1974-1975. Þetta er nokkurn veginn sama sagan um allan heim, en íslensku tíu prósentin hafa af einhverjum ástæðum þá sérstöðu, að vera miklu ófeimnari við að viðurkenna hjátrú sína opinberlega. Aðrar þjóðir virðast bæld- ari af kirkjulegum yfirvöldum. Þetta hefur ekki farið fram hjá erlendum ferðamönnum og íslensk ferðaþjónusta hefur að sjálfsögðu reynt að hagnýta sér þessa sérstöðu. Bændagisting auglýsir til dæmis möguleika á að skoða húsdýr, veiða silung, koma á hestbak, fara í heita laug, ganga um fagurt landslag, og svo er kannski bætt við að í landareigninni sé hóll eða klettur sem sumir telji að sé bústaður álfa. Þetta er ósköp meinlaust, en verra er þegar því er haldið fullum fetum fram í bæklingum að Íslendingar trúi almennt á huldufólk og drauga. Af því það er blátt áfram ekki satt. En það er mín reynsla að markaðurinn kæri sig kollóttan um sannleikann. Ef vitleysan selst betur, þá gildir hún.“ Bjarni Pétur Jónsson ritstjorn@frettatiminn.is Árni Björnsson: Hjátrúin hefur allt- af fylgt áramótum og þrettándanum. Ljósmynd/Hari Skaupið stjórnar áramótahegðuninni Ferðaþjónustan hagnýtir hjátrúna en verra er þegar því er haldið fullum fetum fram í bæklingum að Íslendingar trúi almennt á huldufólk og drauga. Árni Björnsson segir frá hefðum sem skapast hafa um áramót. GARÐAR THÓR CORTES GRAFARVOGSKIRKJA SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 30. DES. KL. 20:00 31. 32. HOF AKUREYRI 33. LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 5. JANÚAR KL. 20:00 Sérstakir gestir: Garðar Cortes Eldri, Valgerður Guðnadóttir & Mr. Norrington - H E R R A G A RÐU R I N N K Y N N I R : ÖRFÁ SÆT I LAUS ! MIÐASALA Á MIÐI.IS Eftir að Sjónvarpið kom til sögunnar, árið 1966, með aðdráttarafli áramótaskaupsins breyttist hegðunarmynstrið nokkuð ... Þannig hefur þetta verið í bráðum hálfa öld. 34 úttekt Helgin 28.-30. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.