Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.12.2012, Side 20

Fréttatíminn - 28.12.2012, Side 20
Baltasar Kormákur Baltasar frumsýndi loks sjóslysamyndina Djúpið á árinu og sló í gegn enda virkilega vandað verk á ferðinni. Gagnrýnendur létu stjörnum rigna yfir myndina og fólk hópaðist í bíó. Djúpið er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna og hefur vakið athygli ytra. Rétt eins og Baltasar sjálfur sem hefur stimplað sig hressilega inn í Hollywood. Á árinu leikstýrði hann stórstjörnunum Denzel Washington og Mark Wahlberg í spennumyndinni 2 Guns. Staða Baltasars er orðin það sterk í Bandaríkjunum að hann getur nú valið úr spennandi verkefnum. Steindi Jr. Steindi hélt áfram að vera fyndinn og sniðugur á árinu og ber höfuð og herðar yfir aðra sem grínast í sjónvarpi þessi misserin. Þriðja þáttaröð hans er nýkomin út á DVD og talað er um að gera næst bíómynd um vit- leysuna sem vellur upp úr drengnum. Stefán Karl Stefánsson Regnbogabarnið Stefán Karl sneri heim frá Los Angeles og minnti á að hann er fjölhæfur leikari sem getur túlkað meira en Trölla sem stal jólunum og Glanna glæp. Hann og Hilmir Snær Guðnason endurtóku rullur sem þeir léku á sviði fyrir margt löngu í Með fulla vasa af grjóti þar sem Stefán Karl glansaði. Þrándur Þórarinsson Myndlistar- maðurinn Þrándur Þórarinsson heillaði fólk með verkum sínum á árinu og sló í gegn á netinu og þar með um víða veröld með kynngimagnaðir mynd sinni af ógeðslegri Grýlu sem gæðir sér á ungbarni. Myndina málaði hann að vísu 2009 en hún varð til þess að auka hróður hans enn frekar á árinu. Þrándur hætti á sínum tíma í Listaháskóla Íslands þar sem honum var sagt að hann gæti alveg eins málað myndir sínar heima hjá sér, þær ættu ekkert erindi í LHÍ. Almenningur er þó greinilega ekki sammála akademíunni í þessum efnum. Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff Forsetahjónin Ólafur og Dorrit sýndu og sönnuðu á árinu að enginn stenst þeim snúning þegar kemur að refsku í pólitík og ómótstæðilegum sjarma. Þau vörðu vígi sitt á Bessastöðum gegn áhlaupi fjölmiðlaparsins Þóru Arnórsdóttur og Svavars Halldórs- sonar og tryggðu Ólafi Ragnari fimmta kjörtímabilið. Ólafur mun því sitja á forsetastóli í tuttugu ár og slá þar með met Vigdísar Finnbogadóttur og Ásgeirs Ás- geirssonar sem sátu í sextán ár. Ólafur sér um klækina og Dorrit heillar með frjálslegri framkomu sinni þannig að saman eru þau ósigrandi. You aiń t seen nothing yet! Hildur Lilliendahl Hildur hefur lagt sjálfa sig og persónu sína undir í harðri baráttu gegn feðra- veldinu, staðalímyndum og körlum sem hata konur. Hildur er hörð og djörf bar- áttukona og aðsópsmesti femínisti landsins. Barátta hennar hefur þó verið vanþakklát og yfir hana rignir fúkyrðum, svívirðingum og hótunum á netinu og í persónulegum skilaboðum. Hún lætur ekkert slíkt buga sig enda fær hún sjálfsagt ekki betri staðfestingu á því að hún hræðir þá sem telja sig hafa eitthvað að óttast. Á þessu ári fékk hún tvær viðurkenningar fyrir baráttuna, Hugrekkisviðurkenningu Stígamóta og viðurkenningu UN Women. Hanna Birna Kristjánsdóttir Hanna Birna sprakk út sem pólitísk stjarna á árinu. Hún er eini borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins sem komst ósködduð frá REI-klúðrinu en upp úr því reis hún eins og fuglinn Fönix og náði hreðjataki á mistækum flokksformanninum. Hún hafði ekki erindi sem erfiði þegar hún bauð sig fram gegn Bjarna Benediktssyni en í nýafstöðnum prófkjörum fékk hún óumdeilanlega vinsældamælingu. Hún rústaði prófkjör flokksins í Reykjavík á meðan flokksmenn í Kraganum rass- skelltu Bjarna. Hönnu Birnu standa eru nú allir vegir færir og þegar hún verður komin á þing getur allt gerst. Árni Páll Árnason Prestssonurinn úr Kópavoginum virðist vera að ná undirtök- unum í ósamstæðri Samfylkingunni. Jóhanna Sigurðardóttir sparkaði þessum súkkulaðibrúna sjarma úr ríkisstjórninni og hefur lagt sig fram um að leggja grjót í götu hans og getur ekki hugsað sér hann sem eftirmann sinn frekar en Lenín kærði sig um Stalín á sínum tíma. Árni Páll er hins vegar háll sem áll. Hann tvíefldist þegar hann missti ráðherra- stólinn. Fór í yfirgír í greinaskrifum og safnaði virðulegu skeggi. Hann þykir líklegur til þess að sigra í formannskjöri í Samfylkingunni þar sem mótframboð hins geðþekka velferðarmálaráðherra, Guðbjarts Hannessonar, virkar bitlaust. Ásgeir Trausti Ásgeir Trausti var spútnikið í tónlist- inni á árinu. Ásgeir Trausti sló í gegn í sjón- varpsþættinum Hljómskálanum með laginu Sumargestur og í kjölfarið fylgdi fyrsta platan hans, Dýrð í dauðaþögn. Platan var rifin út, seldist í um þúsund eintökum fyrstu vikuna og rauk beint í toppsæti Tónlistans. Lögum Ásgeirs Trausta var dreift grimmt á Facebook þar sem fólk á öllum aldri og ýmsum áttum kepptist við að lofa rödd þessa unga söngvara. Ólafur Darri Ólafur Darri Ólafsson festi sig enn frekar í sessi sem einn allra besti leikari samtím- ans með frábærri frammistöðu í hlutverki sínu í Djúpi Baltasars Kormáks. Þá heillar hógværð og látleysi þessa mikla ljúflings hvarvetna og heimsfrægðin vofir yfir honum hvort sem honum líkar betur eða verr. Ólafur Darri lék í bíómyndinni XL sem verður frumsýnd á fyrsta degi nýs árs og þann 29. desember stígur hann á svið í Borgarleikhúsinu í hlutverki hins hrekklausa en of handsterka Lennys í leikritinu Mýs og menn sem gert er eftir sígildri bók Johns Steinbeck. Annie Mist Annie Mist er einhver öflugasti íþróttamaður Íslands um þessar mundir þótt hún eigi ekki möguleika á titlinum Íþróttamaður ársins þar sem sportið hennar, Crossfit, er ekki undir regnhlíf ÍSÍ. Annie Mist varði titil sinn á Heimsleikunum í Crossfit á þessu ári og sagðist hafa fundið fyrir meiri pressu á að sigra í ár en í fyrra. Hún þorði ekki að búast við sigri en skilaði að sjálfsögðu sínu með sóma. Vefur CNN setti Annie Mist í annað sæti á topp tíu lista sinn yfir hraustustu konur heims á árinu. Jón Gnarr Borgarstjórinn rétti úr kútnum á árinu en Besta flokks brandarinn þótti heldur hafa súrnað á síðasta ári. Jón átti mörg glæsileg útspil á árinu. Hann heillaði sem fyrr í Gleðigöngunni og hristi upp í hommahöturum í Færeyjum. Í Jedi- riddaramúnderingu heillaði hann fólk við ýmis tækifæri og vakti athygli langt út fyrir landsteinanna fyrir brennandi ákafa í mannréttindabaráttumálum. Jón frumsýndi leikritið Hótel Volkswagen á árinu og gerir upp einelti sem hann varð fyrir í skáldævisögunni Sjóræninginn. Toppurinn á árinu hjá Jóni hlýtur svo að teljast sú mikla ást og virðing sem sjálf Lady Ga Ga sýndi honum þegar hún sótti landið heim ásamt Yoko Ono. Nú er í alvöru rætt um að Jón Gnarr gæti orðið borgarstjóri annað kjörtímabil auk þess sem hann hefur tekið sæti á framboðs- lista Bjartrar framtíðar. Of Monsters and Men Þessi dáða hljómsveit sló í gegn á Ís- landi í fyrra með sinni fyrstu plötu, My Head Is an Animal og lagið Little Talks gerði það gott í Bandaríkjunum. Velgengnin ytra hélt áfram á fullu í ár. My Head Is an Animal er plata ársins á Amazon.com og sveitin tróð í tvígang upp í þætti Jay Leno. Óskar Þór Axelsson Eftir átta ára dvöl og nám í kvikmynda- gerð í Bandaríkjunum sneri Óskar Þór Axelsson heim í raun fyrst og fremst til þess að leikstýra glæpamyndinni Svartur á leik. Myndin er fyrsta bíómynd Óskars í fullri lengd og óhætt er að segja að frumraunin sé sérlega glæsileg. Yfir 60.000 manns sáu Svartur á leik í bíó og gagnrýnendur spöruðu ekki lofið. Skærar sólir, stjörnuhröp og nýstirni Nokkrar hreyfingar urðu á stjörnukortinu yfir Íslandi á árinu sem er að líða. Eins og gengur hröpuðu einhverjir af stjörnuhimninum á meðan aðrir treystu tak sitt á himnafestingunni og nýstirni skutust á loft Stjörnur ársins 2012 Framhald á næstu opnu 20 úttekt Helgin 28.-30. desember 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.