Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.03.2013, Síða 4

Fréttatíminn - 28.03.2013, Síða 4
Í slensk fjölskylda, sem er að flytja til Íslands frá Noregi, fær ekki leyfi frá íslenskum yfirvöldum til að taka hundinn sinn, Rjóma, með heim þrátt fyrir að enginn haldbær rök séu fyrir banninu að mati eig- endanna. Hilmar Jónsson, eigandi hundsins, hefur sent inn stjórnsýslu- kæru til atvinnuvegaráðuneytisins sem fer með innflutning gæludýra. Rjómi er tæplega tveggja ára English Bull Terrier og er ekkert í ís- lenskum lögum eða reglugerðum sem bannar innflutning á tegundinni. Leyfi fékkst árið 2004 fyrir innflutningi af sömu tegund enda er tegundin hvergi bönnuð í heiminum. „Við höfum átt hann í tæp tvö ár og er hann orðinn stór hluti af fjölskyldunni. Rjómi er hvers manns hugljúfi og geðgóður hundur sem lyndir vel við aðra hunda sem og fólk,“ segir Hilmar og bendir á að fyrir liggi skapgerðarmat á Rjóma sem gert var af einum virtasta hunda- þjálfara Noregs þar sem skjalfest er hversu góður og ljúfur hundur Rjómi er. Því var skilað inn til Matvælastofn- unar, sem afgreiðir innflutningsleyfi fyrir gæludýr á vegum ráðuneytisins. Hilmar sótti um leyfið í október síðastliðnum en fékk höfnun á grund- velli þess að tegundin væri bönnuð. „Þessi tegund er ekki bönnuð og hafa þeir sem afgreiddu umsóknina því ruglað English Bull Terrier saman við tegundina Pit Bull Terrier, sem er á bannlista hér sem í mörgum öðrum löndum, en er alls óskyld,“ segir Hilmar. Hilmar andmælti afgreiðslunni og í svarbréfi MAST var gripið til nýs rökstuðnings en í fyrri synjun, nú var stuðst við ákvæði í reglugerð sem heimilar bann á innflytningi „annarra hundategundir eða blendinga, sam- kvæmt ákvörðun landbúnaðarráð- herra í hverju tilfelli, að fenginni rök- studdri umsögn yfirdýralæknis,“ eins og þar segir. Í synjun sinni hélt MAST því fram að English Bull Terrier sé „mjög hús- bóndaholl [tegund] og geti því orðið hættuleg innan um ókunnuga ef hún telur húsbónda sínum ógnað, ásamt því að tegundin sé með sterkt veiði- eðli sem einkum beinist að köttum og öðrum dýrum, sem og árásarhneigð gagnvart öðrum hundum“. Hilmar mótmælir þessari fullyrðingu. „Þessi ummæli dæma sig sjálf og eru án nokkurs rökstuðnings,“ segir Hilmar. „American Temperament Test Society sem gerir rannsóknir á hundum gefur English Bull Terrier mjög háa ein- kunn hvað varðar lundarfar. Kemur þar fram að að English Bull Terrier sé hvorki meira né minna árásargjarn gegn fólki en aðrar hundategundir,“ segir Hilmar. Þorvaldur Þórðarson framkvæmda- stjóri inn- og útflutningsskrifstofu Matvælastofnunar segir að árið 2007 hafi lögum um innflutning dýra verið breytt og því sé hægt að banna inn- flutning hunda sem hætta geti stafað af. „Við teljum að hætta geti stafað af þessari hundategund,“ segir hann. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Finnur fyrir andúð vegna árásarmáls „Ég er enginn boxari,” sagði Ásgeir Þórðar- son, betur þekktur sem Damon Younger, við dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Leikarinn, sem fór með hlut- verk glæpaforingjans Bruno í myndinni Svartur á leik, er ákærður fyrir líkamsárás. Saksóknari segir að högg sem hann sló kærandann hafi valdið heilaskaða. Ásgeir neitaði sök og dró í efa að eitt högg gæti haft þessar afleiðingar. Fyrir liggur að sá sem fyrir högginu varð hafði áður verið að áreita leikarann. Ásgeir sagði að málið hefði haft slæmar afleiðingar fyrir sig. „Ég hef þurft að sæta andúð í samfélaginu,” er haft eftir honum í Frétta- blaðinu. Vilja fresta reglum sem banna mengun Orkuveita Reykjavíkur ætlar ekki að reisa nýjar virkjanir á Hengilssvæðinu fyrr en fundin er lausn á brennisteinsvetnis- mengun. Fyrirtækið vill hins vegar að stjórnvöld fresti því að ný reglugerð um mengun frá virkjuninni taki gildi. Hún á að afnema heimildir sem OR hefur samkvæmt núgildandi reglugerð til að láta loftmengun frá virkjuninni fara yfir viðmiðunarmörk í allt að fimm daga að ári. Orkuveitan segist ekki geta framfylgt nýju reglugerðinni nema með mengunar- varnarbúnaði. Frá þessu er sagt í Frétta- blaðinu. veður Föstudagur laugardagur sunnudagur VíðASt úrkomulAuSt og Sólríkt. Hægur VinDur HöfuðborgArSVæðið: Skýjað með köFLum Og miLt. fryStir n- og A-til. Sólríkt. HöfuðborgArSVæðið: LÉttSkýjað, en SkúRiR SeinnipaRtinn. Hægur VinDur, næturfroSt og áfrAm Sólríkt. HöfuðborgArSVæðið: a gOLa Og SóL með köFLum. Hæglátt páskaveður Fram á páskadag og jafnvel lengur er útlit fyrir hæglætisveður á landinu. Víðast verður hægviðri, en þó a-strekkingur með suður- ströndinni. Þar verða skúrir, einkum í dag skírdag, en fara síðan minnkandi. Sólríkt verður á landinu, heldur kólnar á laugardag, einkum norðan- og austantil. talsverð dægursveifla hitans og þó hiti komist í um 5°C sums staðar í sólinni nær að frysta yfir nóttina. 6 1 4 5 5 5 0 -2 -2 3 5 3 -2 -2 3 Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is ágætar veðurhorfur um páska Veðurspáin um páskana er nokkuð góð víðast hvar á landinu, miðað við heimasíðu Veðurstofu Íslands. Björn Sævar einarsson, veðurfræðingur, segir við Vísi að hlýjast verði í Reykjavík og á Suðvesturlandi. Á páskadag verði bjart veður fyrir norðan og austan. Horfurnar eru ágætar fyrir skíðafólk víðast hvar. Þó gæti orðið nokkuð hvasst á austurlandi á föstudaginn langa. Rjómi er hvers manns hugljúfi og geðgóður hundur sem lyndir vel við aðra hunda sem og fólk  stjórnsýsla Kærir synjun á innFlutningsleyFi gæludýrs sÍns Fær ekki að flytja hundinn með heim Íslensk fjölskylda fékk ekki leyfi frá íslenskum yfirvöldum til að flytja hund sinn með sér heim. Fyrst var tegundin sögð á bannlista, sem reyndist ekki rétt enda hefur leyfi áður verið veitt fyrir innflutningi hennar. Rökstuðningur stenst ekki, að mati fjölskyldunnar, sem hefur kært úrskurðinn. bannlisti* Óheimilt er að flytja til lands- ins hunda og sæði hunda af eftirfarandi tegundum, svo og blendinga af þeim: 1. pit Bull terrier/Staffords- hire Bull terrier. 2. Fila Brasileiro. 3. toso inu . 4. Dogo argentino. 5. aðrar hundategundir eða blendinga, samkvæmt ákvörðun landbúnaðar- ráðherra í hverju tilfelli, að fenginni rökstuddri umsögn yfirdýralæknis. * Reglugerð um innflutning gælu- dýra og hundasæðis nr. 935/2004 Rjómi er að sögn eigenda sinna hvers manns hugljúfi og hefur það verið staðfest með skapgerðarmati,. Yfirvöld á íslandi telja hins vegar hættu stafa af honum og leyfa eigendum hans ekki að flytja hann með sér heim til Íslands. Ljósmynd/Hilmar Jónsson 4 fréttir Helgin 28. mars–1. apríl 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.