Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.03.2013, Qupperneq 6

Fréttatíminn - 28.03.2013, Qupperneq 6
Í fyrsta sinn frá hruni eru færri karlar en konur án atvinnu, sam-kvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar frá febrúar. Fyrir hrun voru hins vegar fleiri konur atvinnu- lausar en karlar og er kynjahlutfall atvinnulausra nú því orðið eins og það var fyrir hrun. Að sögn Karls Sigurðssonar, sér- fræðings hjá Vinnumálastofnun, er helsta skýringin á þessum viðsnúningi sú að uppgangur hefur orðið í bygg- ingariðnaði þar sem karlmenn eru í meirihluta. Að sama skapi hefur verið aðhald í opinbera geiranum og heil- brigðiskerfinu sem hefur haft áhrif á atvinnuleysi kvenna. Samkvæmt tölum Hagstofnunar um fjölda starfandi kvenna eftir atvinnu- greinum sést að konum hefur einnig fækkað í landbúnaði, iðnaði og mann- virkjagerð. Aukning hefur þó orðið á fjölda starfandi kvenna í verslun, fisk- iðnaði og í hótel- og veitingastörfum. Heildaratvinnuleysi í febrúar var 4,7 prósent sem er 2,6 prósentum lægra en fyrir ári síðan en þá mældist atvinnuleysi 7,3 prósent. ,,Það hlýtur að teljast alveg ágætis staða miðað við það sem verið hefur og líka miðað við önnur lönd” segir Karl og bendir á að venjan hafi verið sú að atvinnuleysi haldist svipað frá janúar og fram í mars eða apríl og að þessi minnkun í febrúar sé því óvenjuleg. Að sögn Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnu- lífsins, er erfitt að draga miklar ályktanir af því að atvinnuleysi hafi minnkað svo mikið milli mánaða þótt vissulega sé fagnaðarefni að það fari minnkandi. Þorsteinn telur því full- snemmt að fagna um of og bendir á að það séu nú færri starfandi en fyrir hrun. „Í venjulegu árferði mætti búast við að um 1.500 manns bættust árlega í hóp þeirra sem starfa á vinnumark- aði. Því er ljóst að enn er langt í land með að ná viðunandi jafnvægi,“ segir Þorsteinn. Þetta komi meðal annars fram í því að um níu þúsund manns hafi flutt úr landi, auk þess sem fjöldi einstaklinga hafi sótt í nám vegna erfiðra aðstæðna á vinnumarkaði. „Þetta er út af fyrir sig afar jákvætt, en umtalsvert meiri hagvöxt þarf til að skapa nægjanlega mörg störf fyrir þennan hóp,“ segir Þorsteinn. „Þá stefnir í að liðlega þrjú þúsund manns muni fullnýta bótarétt sinn á þessu ári og þar með hætta að fá greiddar atvinnuleysisbætur,“ segir hann. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is  Vinnumarkaðsmál Viðsnúningur Í atVinnuleysi eftir kyni Uppgangur í byggingariðn- aði fjölgar störfum karla Í fyrsta sinn frá hruni eru færri karlar en konur án atvinnu og atvinnuleysi er komið undir fimm prósent. Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir að skýringin sé uppgangur í byggingariðnaði. Samtök atvinnulífsins segja að atvinnuleysistölur skekkist vegna þess hve margir hafi flutt úr landi og séu farnir í nám. Lækkun milli ára Í febrúar voru 4,4% karla án atvinnu, miðað við 7,9% í febrúar 2012. Atvinnuleysi meðal kvenna í febrúar var 5%, miðað við 6,6% á sama tíma fyrir ári. Viðsnúningur hefur orðið í atvinnuleysistölum vegna uppgangs í byggingariðnaði. Í fyrsta sinn frá hruni eru nú færri karlar en konur atvinnulausar, líkt og tíðkaðist fyrir hrun. Þorsteinn Víglundsson  alþingi frestað eftir að samningar tókust um deilumálin Jóhanna hætt á Alþingi eftir 35 ára starf Tólf þingmenn hættu störfum þegar Alþingi var frestað í gær. Meðal þeirra sem ætla ekki að leita endur- kjörs í kosningunum 27. apríl eftir langan stjór- nmálaferil eru Jóhanna Sigurðardóttir, forsætis- ráðherra, sem hefur setið 35 ár á þingi og lengst allra kvenna í sögunni. Einnig eru í þessum hópi meðal annars Árni Johnsen, Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, forseti Alþingis, Siv Friðleifsdóttir, Birkir J. Jónsson, Ólöf Nordal, Atli Gíslason, Ás- björn Óttarsson, Þuríður Backman og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Eftir fleiri daga þref náðist samkomulag um að afgreiða meðal annars lög um kísilver á Bakka og um hlutafélag um byggingu nýs Landspít- ala. Stjórnarskrármálið á að afgreiða með því að breyta einungis ákvæðinu um hvernig hægt er að breyta stjórnarskránni. Það verði hægt á næsta kjörtímabili með bindandi þjóðaratkvæða- greiðslu ef 40% kosningabærra manna greiða breytingunum atkvæði. Jóhanna Sigurðardóttir. Gísli Tryggvason 1. sæti Norðausturkjördæmi Saman getum við unnið að auknu lýðræði PÁSKATILBOÐ Er frá Þýskalandi www.grillbudin.is Hannað fyrir Ísland ÞETTA ER AÐEINS BROT AF ÞEIM VÖRUM SEM ERU Á TILBOÐI Yfir 10 ára reynsla á Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 FULLT VERÐ 109.900 89.900 Íslandi 13,2 kw/h Lokað skírdag Opið laugardag til kl. 16 – fyrst og fre mst ódýr! GLEÐILEGAPÁSKA! 6 fréttir Helgin 28. mars–1. apríl 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.