Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.03.2013, Page 16

Fréttatíminn - 28.03.2013, Page 16
við Sigurþór vorum litlir keypti pabbi stóran legókafbát handa okkur. Við vorum mjög hrifnir af legó og dunduðum okkur við að setja þennan flotta kafbát saman. Síðan varð það ólán að við misstum hann í gólfið og hann datt í sundur í mola. Við gerðum dauðaleit að leiðbeiningabækl- ingnum sem fylgdi með til að geta búið aftur til eins kafbát. En pabbi glotti bara við örvæntingu okkar og ráðlagði okkur að láta leiðbeiningarnar lönd og leið. Við skyldum búa til eitthvað nýtt úr legóinu, eitthvað sem okkur dytti sjálfum í hug og kæmi frá okkur. Mér hefur alltaf fundist þetta svolítið táknrænt, pabbi var mjög skapandi og listrænn. Lífinu fylgir heldur enginn leiðbeiningarbækl- ingur. Nauðsynlegt er að geta hugsað út fyrir kassann en ekki aðeins byggja á fyrirframgefnum forsendum.“ segir Hafþór. Skrifaði ritgerð um pabba sinn Victor á líka margar fallegar minningar um föður sinn. „Hann kom oft til okkar og ég talaði mik- ið við hann í síma. Hann kenndi mér að spila á gítar og kenndi mér á tölvur,“ segir hann. Fyrir aðeins örfáum vikum skilaði Victor ritgerð í íslensku- tíma í skólanum þar sem hann skrifaði um föður sinn. „Ég valdi að skrifa um baráttuna hans og um okkar samband,“ segir Victor. Kenn- arinn var mjög ánægður með afraksturinn. „Hann hrósaði mér mikið fyrir ritgerðina og sagði að pabbi hefði orðið stolt- ur af mér ef hann hefði fengið að lesa hana,“ segir hann. Sævar lést í Danmörku í júlí 2011. „Ég heyrði síðast í honum 7. júlí,“ segir Sóley. „Hann hringdi í mig og tilkynnti mér glaðlega að hann ætti afmæli. Ég sagð- ist auðvitað vita það og óskaði honum til hamingju,“ segir hún. Sævar glímdi lengi við veikindi en sagðist þarna hafa átt góðan dag. „Það var högg að hann færi svona snögglega. Ég sakna hans afskap- lega mikið,“ segir Sóley. Örfáum vikum eftir andlátið fóru Hafþór og Sigurþór á fund Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra, fyrir hönd allrar fjölskyldunnar, með beiðni um að stofna rann- sóknarnefnd til að fara yfir Guð- mundar- og Geirfinnsmálið. „Við erum öll þakklát Ögmundi. Þar fékk Sævar loks áheyrn,“ segir Sóley. Þórdís segist ekki vera reið, þrátt fyrir allt það mótlæti sem Sævar varð fyrir. „Mig þyrstir ein- faldlega eftir réttlætinu og þeirri hreinsun sem sannleikurinn er fær um að gefa okkur öllum. Mitt ákall er að niðurstaða nefndarinn- ar fái að lýsa upp áframhaldandi vinnu. Auðvitað verður það óþægi- legt gagnvart þeim sem voru í sterkri stöðu gagnvart þeim sem minna máttu sín á þessum tíma, en þannig verður það að vera. Það er hægt að fyrirgefa ranglæti en við megum ekki gefa afslátt af réttlætinu, að hið sanna og rétta fái að koma í ljós. Í því mun upp- reisnin felast, fyrir fórnarlömb þessa máls og á sama tíma fyrir íslenskt réttarkerfi,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is „Ekkert hjarta sé í Sævari“  Sævar Ciecielski sat í 615 daga í einangrun af þeim 1.533 dögum sem hann var í gæsluvarð­ haldi. Kristján Viðar Við­ arsson var í einangrun í 503 daga. Tryggvi Rúnar Leifsson var 655 daga í einangrun en 1522 daga í gæsluvarðhaldi. Albert Klahn Skaftason var vistaður í einangrun alla þá 87 daga sem hann sat í gæsluvarðhaldi. Guðjón Skarphéðinsson var í einangrun í 420 daga en sat í 1202 daga í gærluvarðhaldi. Erla Bolladóttir sat 239 daga í gæsluvarðhaldi og var þá aðskilin frá nýfæddri dóttur sinni. Þau voru öll um tvítugt nema Guðjón Skarphéðinsson sem var 32 ára. Fjarvistarsönnun ekki könnuð  Í báðum þessum málum virðist sem rannsak­ endur hafi ekki aðeins verið sannfærðir um sekt Sævars frá byrjun, heldur hafi þeir einnig haft rörsýn á aðkomu hans því ljóst er að ekki var kannað hvort hann segði satt frá þegar hann sagðist hafa verið í Hveragerði og hjá vinkonu sinni í Kópavogi kvöldið sem Guðmundur Einarsson hvarf. „Ekkert hjarta sé í Sævari“  12. júlí 1976 bókaði fangavörður eftirfarandi í dagbók Síðumúlafang­ elsis: „Sævari var boðið lyf að venju en neitaði í tvígang að taka það „Í votta viðurvist tjáði hann okkur, að um væri að kenna hjartveiki sinni. En áður hefur komið fram, að mati læknis, að ekkert sé að hjartanu í honum. Sævar fær engin lyf þar til annað verður ákveðið af lækni. Hinsvegar er það mitt mat, og jafnvel annara, (svo!) að ekkert hjarta sé í Sævari Marinó Ciesielski.“ Einangrun veldur ruglástandi  Í skýrslunni kemur fram um áhrif langrar einangrunarvistar: „Löng einangrunarvist geti valdið ruglástandi hjá sakborningum, sem í alvarlegum tilfellum hafi einkenni óráðs í frá­ hvarfi, með ofsóknar­ kennd og ofskynjunum. Einnig veldur einangrun oft alvarlegum svefn­ truflunum sem veikir mótstöðu sakborninga við yfirheyrslur og eykur sefnæmi þeirra og undanlátssemi. Í flestum sakamálum þar sem réttarspjöll hafa átt sér stað hefur það verið eðli yfirheyrsla, tímasetning þeirra (t.d. yfirheyrslur seint að kvöldi eða að nóttu til) og lengd, sem hefur valdið áhyggjum frekar en löng einangrunarvist. Löng einangrunarvist er líkleg til að ýkja veikleika hinna grunuðu, valda viðbótarþrýstingi og auka verulega hættu á óáreiðanlegum fram­ burðum.” Þórdís og Hafþór ásamt þeim Sóleyju og Victori settust niður með blaðamanni. Öll þekkja þau baráttuna sem hann tileinkaði líf sitt, og þann toll sem hún tók af honum. Ljósmynd/Hari Fermingarmyndin af Sævari. Hann fermdist að kaþólskum sið. Victor er einnig kaþólskur og fermist síðar á þessu ári. Lilja fermdist um liðna helgi í Dómkirkjunni. MYND/ÚR EINKASAFNI TEMPL ARASUND 3 … 101 RE YKJAVÍK … SÍMI: 571 1822 … W W W.BERGSSON.IS OP I Ð UM PÁ S K A N A B R Ö N S O G L É T T I R R É T T I R Á S É R S T Ö K U M PÁ S K A M AT S E Ð L I . H Ö F U M O P I Ð K L . 9 -17 A L L A PÁ S K A H E L G I N A F R A M A Ð Þ R I Ð J U D E G I . G L E Ð I L E G A H ÁT Í Ð … … … 16 viðtal Helgin 28. mars­1. apríl 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.