Fréttatíminn - 28.03.2013, Blaðsíða 34
Vegna aukinna umsvifa leitum við að starfsfólki á
auglýsingadeild Fréttatímans. Við bjóðum spennandi
starfsumhverfi á skemmtilegum vinnustað.
Ef þú ert með metnað og brennandi áhuga á fjölmiðlun
þá sendu póst á valdimar@frettatiminn.is
Upplýsingar ekki veittar í síma.
Starfsfólk á auglýsingadeild
Súkkulaðiorgía
F
Fáir frídagar eru kærkomnari en páska
fríið. Það er lengsta frí ársins, að frá
töldu sumarfríinu, fimm dagar. Jólafríið
rokkar meira, allt frá útvíkkaðri helgi til
fimm daga. Páskafríið er líka á góðum
tíma ársins. Dimmir mánuðir, janúar og
febrúar, eru að baki, þegar allra veðra er
von, en þegar líður að páskum er vorið
fram undan. Þeir eru að vísu fremur
snemma þetta árið. Páskadag ber ætíð
upp á fyrsta sunnudag eftir fyrsta tungl
eftir jafndægur á vori. Páskarnir geta því
verið frá 22. mars til 25. apríl. Vegna þess
hve snemma þeir eru núna getur auðvit
að brugðið til beggja vona með veðrið en
líkur eru þó á því að krókusar, túlipanar
og páskaliljur treysti sér til þess að stinga
nefi úr mold innan tíðar. Sól er komin
það hátt á loft. Þessir langþráðu vorboðar
reyndu að sönnu fyrir sér í febrúar, létu
sunnanþey blekkja sig, en Vetur kon
ungur minnti á veldi sitt með frosti og
snjókomu. Laukarnir drógu sig því í hlé,
biðu betri tíma, enda er mars skilgreind
ur sem vetrarmánuður norður hér.
Páskarnir eru mesta hátíð kristinna
manna, upprisuhátíð, hátíð hátíðanna.
Hér í norrænu Barbaríi eru menn þó
mátulega hátíðlegir þótt margir sæki
messu á páskadagsmorgni, láti sig hafa
það að rísa úr rekkju fyrir allar aldir. Aðr
ir slaka á alla þessa morgna, hvíla lúin
bein og njóta samvista fjölskyldunnar.
Sumir fara á skíði, aðrir í sumarbústaði
en flestir njóta frídaganna heima. Allir –
eða næstum allir – splæsa í páskaegg, ef
ekki fyrir sjálfa sig þá handa börnum og
barnabörnum. Páskadagur er sannkölluð
súkkulaðiorgía. Þann dag troða menn
meira í sig af súkkulaði en alla aðra daga
ársins. Það má – og óþarfi er að hafa sam
viskubit út af því.
Minn betri helmingur tók upp þann
sið þegar börn okkar voru lítil að koma
upp smálegum ratleik á páskadags
morgni. Þau þurftu því að hafa svolítið
fyrir því að finna góðgætið. Þeim þótti
þetta skemmtilegt, fengu ábendingar
sem leiddu þau á réttan stað þar sem
páskaeggið var að finna. Gott ef ung
viðinu þótti ekki enn fýsilegra að brjóta
eggið og borða eftir að hafa haft svolítið
fyrir því að finna það. Hún hefur viðhald
ið sama sið gagnvart barnabörnunum,
sem stundum heimsækja afa og ömmu í
sumarhúsið um páskana.
Þau kunna líka vel að
meta ratleikinn hjá
ömmu. Afinn ligg
ur í sófanum á
meðan, eins og
afar mega gera
á páskadags
morgni, en
sá gamli fær
kannski að
narta í bita
úr hverju
eggi og les
málshætt
ina.
Í fyrra sagði frá því í fréttum að Íslend
ingar úðuðu í sig vel á aðra milljón páska
eggja um hverja páska. Það er vel að
verki staðið hjá 320 þúsund manna þjóð.
Þar kom fram að stærsti páskaeggjafram
leiðandi landsins, Nói Síríus, framleiddi
um 640 þúsund egg, tvö á mann. Freyja
sendi frá sér um 400 þúsund egg, meiri
hlutinn var smáegg en um 100 þúsund
stór. Helgi í Góu, sá frægi baráttumaður
fyrir réttindum aldraðra, sagði í sömu
frétt að hann væri ekkert í hænueggj
unum, það tæki því ekki. Hins vegar
sendi hann frá sér um 100120 þúsund
stór egg. Með hænueggjunum átti Helgi
við litlu súkkulaðieggin sem menn kaupa
í eggjabökkum eins og hver önnur egg til
heimilisbrúks. Þau koma snemma í hillur
stórmarkaðanna, mörgum vikum fyrir
páska, standa í stæðum og freista þeirra
sem þangað fara í þeim góða ásetningi
að kaupa brauð, fisk, mjólk og grænmeti
– og gera það sjálfsagt en þegar heim er
komið finnast litskrúðug egg í innkaupa
pokunum, innan um þessi sem hænurnar
skila frá sér.
Ég skil vel þessa freistingu enda hef
ég splæst í nokkra bakka undanfarnar
vikur. Þetta er skemmtilegur eftirréttur
sem hentar ungum sem öldnum, sex
súkkulaði egg í bakka í öllum regnbogans
litum – og meira að segja málsháttur í
þeim öllum. Auðvitað ber að vara sig á
þessum freistingum en syndin er lævís
og lipur – og holdið veikt. Maður getur
líka afsakað sig með því að hvert egg sé
vart nema munnbiti.
Finni menn alvarlega fyrir sektar
kennd eftir súkkulaðiátið, fyrir og um
páskana, og óttist að sætmetið setjist á
læri, rass og maga, er ráð að hysja upp
um sig buxurnar og fara út að ganga.
Skírdagur er prýðilegur til útiveru og
ekki síður föstudagurinn langi, ef ná
þarf af sér litlu eggjunum, þessum í
bökkunum sem étin voru í aðdraganda
hátíðarinnar miklu. Meira þarf sjálfsagt
til eftir páskadaginn sjálfan þegar lagt
er til atlögu við stóru eggin með öllu inn
volsinu. Fullorðnir gætu þurft að huga
að því þegar börnin lognast út af eftir að
hafa sporðrennt báðum helmingum risa
eggjanna og því girnilegasta sem í þeim
leynist. Þá verður stundum eftir ýmislegt
gúmmilaði, hlaup, brjóstsykursmolar og
jafnvel karamellur sem börnin fúlsa við í
ofgnótt súkkulaðisins. Hinir eldri verða
bara að gæta að því að slíta ekki úr sér
silfurfyllingar tannanna, leggi þeir í
karamellurnar.
Þetta óhóf geta menn leyft
sér núna um páskana af því að
föstunni er lokið, að minnsta
kosti segir almanakið okkur það.
Það er svo sem ekki gefið að
menn hafi tekið hana alvarlega,
frekar en annað hér í fyrrnefndu
Barbaríi – hafi jafnvel úðað í sig
smáeggjum úr súkkulaði á þeirri
sömu föstu – en það verður þá
að hafa það.
Gleðilega páska!
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
Fermingarguðsþjónusta á skírdag 28. mars kl. 14
Séra Hjörtur Magni Jóhannsson þjónar fyrir altari.
Sönghópur Fríkirkjunnar leiðir tónlistina undir stjórn Gunnars
Gunnarssonar, organista.
Helgistund, föstudaginn langa 29. mars kl. 17
Séra Hjörtur Magni Jóhannsson þjónar fyrir altari.
Sönghópur Fríkirkjunnar í Reykjavík leiðir sönginn undir stjórn
Gunnars Gunnarssonar, organista.
Hátíðarguðsþjónusta á páskadagsmorgni
31. mars kl. 9
Séra Hjörtur Magni Jóhannsson þjónar fyrir altari.
Gunnar Gunnarsson, organisti kirkjunnar,
og Sigurður Flosason saxófónleikari láta
tónlistina hljóma ásamt Sönghópi Fríkirkjunnar.
Nýstofnaður barnakór Fríkirkjunnar syngur
undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur.
Veitingar í safnaðarheimili, í boði
kvenfélagsins, eftir guðsþjónustuna.
Verið hjartanlega velkomin.
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir
1. sæti Reykjavíkurkjördæmi norður
Saman getum
við knúið fram
afdráttarlaust
uppgjör við
hrunið
facebook.com/frettatiminn
Vertu vinur okkar
á og þú getur
átt von á glaðningi.
ölufólk á augl Si i
34 viðhorf Helgin 28. mars–1. apríl 2013