Fréttatíminn - 28.03.2013, Side 62
Theódór Helgi Kristinsson, eða Teddi eins og hann er
alltaf kallaður, er blindur gutti á tíunda ári. Hann er mikill
aðdáandi Steinda jr. og fyrir milligöngu góðs fólks fékk
Teddi símanúmer Steinda og sló á þráðinn til grínarans sem
tók honum að sjálfsögðu vel. Teddi og Steindi ræddu hin
ýmsu mál vítt og breitt í um tíu mínútur og Teddi notaði
meðal annars tækifærið til þess að upplýsa Steinda um að
hann gerði fátt annað þessa dagana en að hlusta á lögin
hans Steinda sem honum þykja mjög skemmtileg. Kristinn
Theódórsson, faðir Tedda, sagði frá þessum ánægjulega
símafundi á Facebook. „Brosti út að eyrum og masaði
út í eitt. Virkilega skemmtilegt. Mjög almennilegur hann
Steindi.“
Sagt er frá Tedda í bókinni Gleðigjafar sem kom út fyrir
jólin en í henni deila foreldrar reynslu sinni af því að eiga
börn sem eru sérstök á einhvern hátt, með alvarlega sjúk-
dóma eða fötlun. Teddi bræddi síðan hjörtu allra sem sáu
hann í Kastljósi í nóvember í fyrra þar sem hann var meðal
annars heimsóttur í Rimaskóla þar sem hann stundar nám.
Teddi er hugmyndaríkur og fyndinn strákur þannig að ætla
má að Steindi hafi ekki síður skemmt sér yfir símtalinu en
einlægi aðdáandinn sem fékk loks að heyra í hetjunni sinni.
Ég límdi
einu
sinni egg
á höfuð
Ragnars
Braga-
sonar
leikstjóra
Hallgerður Hallgrímsdóttir dæmir í ljósmyndakeppni íslands
a uðvitað skiptir reynsla máli en það er hægt að komast ansi langt á drifkrafti og ástríðu“ segir Hall-
gerður Hallgrímsdóttir. Í gegn um tíðina
hefur hún tekið þátt í ýmsum skemmtileg-
um myndatökum. „Ég límdi einu sinni egg
á höfuð Ragnars Bragasonar leikstjóra, þá
var ég stílisti en Vera Pálsdóttir var ljós-
myndarinn. Það var fyndið og kom mjög
vel út, í minningunni að minnsta kosti, en
eggið átti að tákna frjósemi huga hans.“
Hallgerður segir krefjandi en áhugavert
að taka þátt í að stjórna Ljósmyndakeppni
Íslands, og að þau Páll Stefánsson, sam-
stjórnandi hennar, hafi yfirleitt verið sam-
mála. „Við höfum mjög mislanga reynslu
í faginu og erum ólíkir ljósmyndarar en
okkur og gestadómurunum var alltaf ljóst
hver ætti að fara heim og hver ætti skilið
að sigra hvert verkefni.” Það kom Hall-
gerði og dómurunum í Ljósmyndakeppni
Íslands mjög á óvart hve jöfn keppnin var,
enda mikið hæfileikafólk sem komst í
gegn. „Miðað við alla pressuna sem sett
var á keppendurna í þáttunum þá stóðu
þau sig almennt vel, en þau eru mjög ólíkir
ljósmyndarar og því hentuðu verkefnin
þeim misvel“, segir Hallgerður.
Hún kynntist fyrst ljósmyndun í Listahá-
skóla Íslands, þar sem hún var nemi í
fatahönnun. Eftir útskrift frá Listahá-
skólanum ákvað Hallgerður halda utan
og lærði listræna ljósmyndun við Glasgow
School of Art. „Síðan þá hef ég verið að
reyna að koma mér áfram sem myndlistar-
maður. Ég er fyrst og fremst myndlistar-
maður sem vinn með miðilinn ljósmyndun.
Formið fylgir síðan konseptinu,“ segir
Hallgerður.
Notkun á myndavélum hefur verið á
undanhaldi síðustu misseri enda margir
komnir með myndavélasíma sem auðvelt
er að grípa í við hvert tækifæri. Hallgerður
telur þó ólíklegt að myndavélin bíði lægri
hlut fyrir spjaldtölvunum og símunum
„Eins og einhver sagði þá dó stiginn ekki
út þótt lyftan hefði verið fundin upp. Ég
vona að þátturinn veiti innsýn í ferli ljós-
myndarans og að fólk verði örlítið með-
vitaðra um ljósmyndir. Ljósmyndir eru
nefnilega ekki sannleikur heldur túlkun
ljósmyndarans á viðfangsefninu“ segir
Hallgerður.“
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Við styrkjum
ungt fólk
sem vill gera
sniðuga hluti
ungmennaskipti
útgáfa
fundir
hátíðir
stuttmyndir
námskeið
... og allt mögulegt annað
•
•
•
Umsóknarfrestur 1. maí.
Námskeið í að sækja um 6. apríl
Kíktu á www.euf.is ef þú ert 13-30 ára
Ljósmyndir eru
ekki sannleikur
Hallgerður er annar þáttastjórn-
enda Ljósmyndakeppni Íslands
sem hefur göngu sína á Skjá einum
nú í lok mars. Hún þreytir nú frum-
raun sína í sjónvarpi ásamt ljós-
myndaranum Páli Stefánssyni.
Hallgerður segir að ljósmyndararnir í
keppninni séu afar ólíkir og því hafi verk-
efnin hentað þeim misvel. Ljósmynd/Hari
Þetta er bara
rosalega fínt og
mér líst mjög
vel á þetta.
Fjömiðlar Hrund Þórsdóttir Úr tímaritum í sjónvarpið
Kjánahrollurinn kemur kannski með tímanum
Blaðakonan og heimshornaflakkar-
inn Hrund Þórsdóttir er nýtt andlit á
skjánum en hún gekk í vikunni til liðs
við fréttastofu Stöðvar 2. „Þetta er
bara rosalega fínt og mér líst mjög vel
á þetta. Þetta er skemmtilegur vinnu-
staður og mikið af góðu fólki,“ sagði
Hrund þegar Fréttatíminn náði tali
af henni þar sem hún var á hlaupum í
fréttaöflun á sínum þriðja vinnudegi á
fréttastofunni.
Hrund hóf blaðamennskuferilinn á
Morgunblaðinu. Hún færði sig síðan
yfir á Vikuna og gerði síðan stuttan
stans á Nýju lífi áður en hún tók við
ritstjórn tímaritsins Mannlífs 2011.
Hrund er einnig efnilegur rithöfundur
en árið 2007 hlaut hún íslensku barna-
bókaverðlaunin fyrir bók sína Loforðið.
„Ég er náttúrlega komin með ágætis
reynslu af alls konar prentmiðlum en
þarf kannski aðeins að koma mér inn í
nýjan hugsunarhátt. Þjappa hlutunum
svolítið saman og setja þá fram á annan
hátt,“ segir Hrund um taktinn í sjón-
varpsfréttunum sem er allt öðruvísi en
á tímaritunum.
Hrund er nýkomi heim frá Egypta-
landi en hún kann vel við sig á faralds-
fæti og fór í fyrra í tæplega fjögurra
mánaða heimsreisu. „Ég kalla þetta að
fara hringinn en við tókum hringinn í
kringum hnöttinn og fórum til að mig
minnir sextán landa í fimm heims-
álfum.“
Hrund sér ekki fram á miklar reisur
á næstunni þar sem hún sér fram á
spennandi tíma á Stöð 2. „Þetta leggst
mjög vel í mig en ég er náttúrlega bara
hérna á þriðja degi,“ segir Hrund sem
finnur ekki fyrir neinni feimni við
tökuvélina. „Nei, nei. Ég held að það
þýði nú lítið. Kjánahrollurinn kemur
kannski með tímanum en ég veit það
ekki.“ -þþ
Hrund Þórsdóttir hefur heldur betur
söðlað um og er komin úr pappírs-
blaðamennsku í sjónvarpsfréttir.
Gleðigjafi spjallaði við Steinda
Teddi á spjalli
við Steindann
sinn þar sem
farið var
vandlega yfir
málin.
Steindi jr. tók erindi
Tedda af stakri ljúf-
mennsku og upplýsti
drenginn um hvað
sé framundan hjá
Steindanum.
62 dægurmál Helgin 28. mars–1. apríl 2013