Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.02.2012, Page 2

Fréttatíminn - 03.02.2012, Page 2
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Fæst í helstu matvöruverslunum landsins Lífrænt grænt te Þingmenn fá 35.900 krónum meira í vasann 27% hækkun á FERÐA- OG STARFS kOSnAÐI ALÞInGISMAnnA 1. febrúar 2012 Skv. heimildum Fréttatímans D æmi eru um að læknar og hjúkr-unarfræðingar fyllist ónotum í réttarsal þegar þeim er gert að gefa upp fullt nafn, kennitölu og heimilisfang fyrir framan þá sem ákærðir hafa verið fyrir ofbeldi og nauðgun. Eyrún Jónsdóttir, verk- efnastjóri Neyðarmóttöku nauðgana, segir heilbrigðisstarfsfólki ekki hafa verið ógnað til þessa. En tilfinningin sé óþægileg. „Fólki stendur ekkert á sama þegar harka færist í mál og annað þó að það sé aðeins þarna vegna starfa sinna,“ segir hún. „Lög- reglan er vön að sýna [dómurum] skilríki sín. Það hefur verið rætt og beðið um það að fagfólk sem kemur fyrir dóminn þurfi ekki að gefa þessar persónuupplýsingar upp. Það væri því réttmætt að við fengjum sömu með- ferð og lögreglumenn.“ Lögreglan hefur að undanförnu bent á aukna hörku í undirheimunum, sérstak- lega vegna vélhjólagengja eins og Outlaws og Hells Angels. Búast má við því að heil- brigðisstarfsfólk þurfi til dæmis á næstunni að vitna um ástand konu sem í tvígang varð fyrir árás meðlima Hells Angels í Hafnar- firði. Ásgeir Karlsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn segir þekkt að þeir sem beri vitni verði fyrir hótunum, jafnvel líkamsmeiðing- um. Hann hafi þó ekki forsendur til að meta hvort málum hafi fjölgað miðað við það sem áður var. Málið sé snúið í þessu litla samfé- lagi. „En auðvitað þarf að skoða þetta með öryggi vitna og annarra sem koma fyrir dóm í huga.“ Eggert Óskarsson, dómstjóri Héraðs- dóms Reykjavíkur, bendir á 122. grein laga um meðferð sakamála. Þar kemur fram sú megin regla að dómari skuli fyrst láta vitni gera grein fyrir nafni sínu, kennitölu og heimili. Frá þessu megi gera undan- tekningu. Dómari geti að kröfu ákæranda, ákærða eða vitnis ákveðið að vitni sem komi fyrir dóm geri ekki grein fyrir sér í heyranda hljóði. „En þetta er matsatriði dómara,“ segir hann. „Við förum eftir þessu ákvæði réttarfarslaga.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  Fasteignir eFtirspurn í miðbænum Lúxusvilla Hannesar seld „Ég get staðfest það. Húsið er selt,“ segir Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri Eignamiðlunar, sem auglýsti lúxusvillu á Fjölnisvegi til sölu á föstudaginn fyrir tæpum tveimur vikum á 190 milljónir. Húsið var áður í eigu félags í eigu Hannesar Smárasonar en Landsbankinn tók félagið Fjölnisveg 9 ehf yfir vegna skulda. Aðspurður um verð segir Sverrir að ekki sé hægt að gefa það upp en það hafi verið viðunandi að mati seljandans. Eignamiðlun auglýsti einnig á sama tíma einbýlishús við Laufásveg til sölu á rétt tæpar 90 milljónir. Sverrir segir að það sé selt enda sé mikil eftirspurn eftir eignum á þessu svæði. Þá auglýsti fasteignasalan tvær glæsi- villur í Ásahverfinu í Garðabæ. Ásett verð á eignirnar voru; 149 milljónir á hús í Brekku- ási í eigu Steinunnar Jónsdóttur, dóttur Jóns Helga í Byko og manns hennar Finns Reyrs Stefánssonar og 140 milljónir á hús í Eikarási en það er í eigu Helga Antons Eiríkssonar, fyrrverandi forstöðumanns í Glitni og konu hans. Meðal fyrri eigenda eru Íris Björk Jónsdóttir, kennd við GK, athafnamaðurinn Engilbert Runólfsson og hjónin Jón Arnar og Ingibjörg Þorvaldsdóttir í 3 Smárum. Sverrir segir margar fyrirspurnir hafi borist í húsin en meira framboð sé á þessu svæði en í mið- bænum og því geti það tekið lengri tíma að selja þau. Fjölnisvegur 11 staldraði ekki lengi við á fasteignasölunni. Ljósmynd/Hari  Dómstólar FagFólk ugganDi vegna aukinnar hörku í unDirheimum Fagfólk óttast ofbeldis­ menn sem fá persónu­ upplýsingar um það Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa mætt með hnút í maga vegna áhyggna af því af gefa upp persónuupplýsingar sínar fyrir framan ofbeldismenn í málum fórnarlamba sem hafa sótt þjónustu þeirra. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þekkt að þeir sem beri vitni verði fyrir hót- unum, jafnvel líkamsmeiðingum. Ofbeldismenn fá upplýsingar um nafn, kennitölu og heimilisfang fag- fólks sem vitnar um heilsuástand fórnarlamba þeirra. hvað ef þú stæðir þarna sem vitni, gæfir upp nafn, heimilisfang og kennitölu fyrir framan mann sem grunaður er um líkamsáras eða nauðgun? Mynd/Hari konurnar eiga PIP-púðana sjálfar Landlæknisembættið hefur ekki skipað lýtalæknum að taka fölsku, frönsku sílikonpúðana af konum sem láta fjarlægja þá. „konurnar eiga þessa púða,“ bendir Geir Gunnlaugsson, landlæknir á. Dæmi eru um að lýtalæknir hafi neitað konum um að fá púðana afhenta að aðgerð lokinni. Geir segir að skoðað sé innan embættisins að konurnar sem beri púðana taki sjálfar ákvörðun um að láta fjarlægja þá á Landspítalanum, óháð því hvort þeir leki eða ekki. „Ég hef fullan skilning á líðan þeirra kvenna sem líður illa með slíka púða. Það er klárlega eitt af þeim málum sem þarf að taka fyrir.“ Geir vill koma því á framfæri vegna fréttar Fréttatímans frá síðustu viku að Kolbrúnu Jónsdóttur hafi verið boðið á fund embættisins. - gag nýr meirihluti sagður í burðarliðnum Viðræður milli Sjálfstæðisflokks, Fram- sóknarflokks og Lista Kópavogsbúa báru árangur í gær, að því er fram kom á mbl. is. Þar sagði að samkomulag hefði náðst milli flokkanna um að mynda nýjan meiri- hluta. Margrét Björnsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði hins vegar í frétt Ríkisútvarpsins síðdegis í gær að enn hefði ekki verið gengið frá meirihluta- samstarfinu. Kalla þyrfti alla viðkomandi bæjarfulltrúa saman og fara yfir málefnin. hún átti von á að þeir funduðu í gærkvöld eða árla í dag. Ellefu fulltrúar eru í bæjar- stjórn Kópavogs: Sjálfstæðisflokkurinn er með fjóra fulltrúa, Framsóknarflokkurinn einn og Listi kópavogsbúa einn. Meiri- hlutsamstarf Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Næstbesta flokksins og Lista kópavogsbúa sprakk í janúar. Samkvæmt heimildum Fréttatímans er gengið út frá því að bæjarstjóri komi ekki úr hópi bæjar- fulltrúa heldur verði ráðinn sérstaklega til starfans. -jh Gott ár hjá Marel Afkoma Marels á síðasta ársfjórðungi liðins árs var mjög góð. hagnaður tímabilsins nam 15 milljónum evra, eða sem nemur 2,5 milljörðum króna, en á sama fjórðungi árið áður nam hagnaðurinn 5,5 milljónum evra, um 900 milljónum króna. Sölutekjur Marels á fjórðungnum námu 183,9 millj- ónum evra, tæplega 30 milljörðum króna, og jukust um rétt tæp 10 prósent frá sama fjórðungi árið áður. Rekstrarhagnaður var 21,6 milljónir evra, 3,5 milljarðar króna, sem er 11,8 prósent af tekjum. Pantanir námu 196,2 milljónum evra í árslok, eða sem svarar nær 32 milljörðum króna. hagnaður síðasta árs nam 34,5 milljónum evra, 5,6 milljörðum króna, miðað við 13,6 milljóna evra hagnað árið 2010, eða sem svarar 2,2 milljörðum króna. - jh Alþingismenn fengu 27 prósentum meira greitt út vegna ferða- og starfskostnaðs um mánaðamótin en þau síðustu. Starfskostnaður fór úr 66.400 krónum í 84.500 og ferðakostnaður úr 61.400 krónum í 78.200 krónur, sam- kvæmt heimildum . Samtals nemur hækkunin milli mánaða því 35.900 krónum. kjararáð afturkallaði launalækkun þingmanna í kjölfar efnahagshrunsins um 7 til 15 prósent í desember og 1. október síðastliðinn hækkuðu laun varafor- manna nefnda og 2. varaforseta. Fyrsti varaformaður fékk þá tíu prósent ofan á þingfararkaup og 2. varaforseti fimm prósent. Forsætisnefnd tók ákvörðun um hækkunina nú; að hún sé leiðrétting. Í henni sitja þingmenn fjögurra flokka, allra nema Hreyfingarinnar. - gag 2 fréttir helgin 3.-5. febrúar 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.