Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.02.2012, Side 10

Fréttatíminn - 03.02.2012, Side 10
 Starf slökkviliðsmanns er erfitt og ekki veitir af hollum og góðum mat.  Mataræði Matseðill slökkviliðsManna Slökkviliðið á próteini Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur gert samkomulag við Kötlu sem mun framvegis sjá liðinu fyrir próteindufti. Það var íslenska próteinduftið Profitt frá Kötlu sem varð fyrir valinu en fram kemur að það sér án allra e-efna og innihaldi hvorki gervisætu né litarefni. Profitt verður hér eftir reglulega á matseðlinum hjá slökkviliðsmönnum á höfuðborgarsvæðinu en slökkviliðsmenn þurfa, öðrum fremur, að vera í gríðarlega góðu líkamlegu formi. Að sögn Elíasar Níelssonar, yfirmanns þjálfunar hjá slökkviliðinu, hafa kröfur um líkamlegt atgervi slökkviliðsmanna aukist mikið. „Síðasta sumar voru prófin samræmd hjá öllum slökkviliðunum á Íslandi og þriðja stigs prófi bætt við. Slökkviliðsmenn þurfa að hafa styrk, úthald og þor til að bjarga fólki, klæddir þungum hlífðarfötum og sam- tímis að draga á eftir sér slöngur sem láta illa að stjórn, oftar en ekki inni í þykku reykjar- kófi og eldi. Björgunaraðgerðir geta tekið langan tíma eins og dæmin sanna. Ég held að meðalmaðurinn mundi varla endast í tíu mínútur við þessar aðstæður.“ Aðspurður um samninginn við Kötlu segir Elías að mataræði þeirra skipti að sjálfsögðu miklu máli, og það sé fínt að geta bætt Pro- fitt við matseðilinn, íslensku mysuprótíni og megrunarfæði sem sé laust við öll gerviefni.  lewis-taflMennirnir kenningin uM íslenska upprunann Einar tekur upp hanskann fyrir Guðmund Norskur bréfskákmeistari gagnrýnir Guðmund G. Þórarins- son harðlega fyrir kenningu um íslenskan uppruna hinna fornfrægu Lewis-taflmanna. Einar S. Einarsson varði kenn- ingu Guðmundar og sakaði Norðmanninn um hroka og smekkleysi. u ppruni hinna fornfrægu Lewis-taflmanna veldur enn deilum. Fréttatíminn greindi í júní frá þeirri kenningu Guðmundar G. Þórarinssonar, fyrrverandi forseta Skáksambands Ís- lands, að taflmennirnir væru hugsanlega íslenskir að uppruna en ekki norskir, skornir úr rostungstönnum í Skálholti í lok 11. aldar. Þessir merkilegu skák- og listmunir fundust grafnir í sand í Uig á eyjunni Lewis árið 1831 og eru taldir meðal merkustu muna sem varðveittir eru á breska þjóðminjasafninu og að hluta á því skoska. Heitið biskup er grundvallaratriði í kenningu Guðmundar en biskup kemur þarna fyrst til skjalanna á skákborði svo vitað sé. Guðmundur telur mörg rök, söguleg og málfræðileg, hníga að því að taflmennirnir séu íslenskir að uppruna. Morten Lillören, norskur bréfskákmeistari, skrif- aði í desember harðorða grein á Chessbase-skák- fréttasíðuna . Hann gagnrýnir kenningu Guðmundar um hinn íslenska uppruna harðlega, telur hann misfara með heimildir og draga rangar ályktanir. Lillören hefur áður skrifað um þetta álitamál en þá svaraði Guðmundur á ChessCafe.com og einnig á Chessbase. Einar S. Einarsson, fyrrverandi formaður Skák- sambands Íslands, hefur verið Guðmundi innan handar vegna málsins. Hann tók upp hanskann fyrir Guðmund í grein á Chessbase. Þar ítrekar Einar að kenning Guðmundar sé byggð á mikilli þekkingu, sögulegum staðreyndum og líkindum. Hann bætir því við að orðaval og lýsingar Lillören á Guðmundi og kenningu hans séu í senn hrokafullar og smekk- lausar. Slíkt sé ekki boðlegur máti vitsmunalegrar umræðu. Í grein sinni vitnar Einar til ráðstefnu þeirrar sem haldin var í Skálholti í ágúst síðastliðnum um upp- runa taflmannanna frá Lewis. Það þing sóttu meðal annarra færustu fræðimenn erlendis frá á þessu sviði. Dr. David H. Caldwell frá skoska þjóðminja- safninu taldi allar umræður um málið af hinu góða og hvatti til frekari fornleifarannsókna í Skálholti. Hann taldi allt eins líklegt að taflmennirnir væru upprunnir héðan eins og frá Noregi en hald manna var að þeir hefðu verið gerðir í Þrándheimi. Enn væri ekkert hægt að sanna í þeim efnum. Guðmundur telur að nafn fundarstaðarins, Uig, sé dregið af íslenska orðinu Vík og skammt þar undan er staðurinn Islivik sem gæti verið dregið af nafninu Íslendingavík. Svipmót taflmannanna bendir til þess að þeir séu af norrænum uppruna, hrókarnir eru í berserkslíki og riddarinn á smáhesti og ekki síst Íslandstenging biskupsins. Í Noregi heitir biskup hlaupari en Guðmundur telur að biskupsheitið sé í enskri tungu fyrir íslensk áhrif. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Slíkt er ekki boð- legur máti vitsmuna- legrar umræðu. Guðmundur G. Þórarinsson flytur fyrirlestur á ráðstefnu um Lewis-taflmennina á ráðstefnu í Skálholti í ágúst síðast- liðnum. Kenning hans um íslenskan uppruna þeirra byggist ekki síst á biskupnum. Ljósmynd Eydís Einarsdóttir 10 fréttir Helgin 3.-5. febrúar 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.