Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.02.2012, Síða 18

Fréttatíminn - 03.02.2012, Síða 18
Þ að hefur einhvern veginn alltaf verið allt svo ljúft og bjart í kringum Svanhildi Jakobs- dóttur, söng- og útvarpskonu. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir alvöru á göngum Ríkisútvarpsins við Efstaleiti – en það var auðvitað löngu eftir að ég hafði tekið undir með henni í lögum eins og „Segðu ekki nei, segðu kannski, kannski, kannski“ og „Þú ert minn súkkul- aðiís“ sem og lögum Oddgeirs Kristjáns- sonar, sem þau í Sextett Ólafs Gauks gerðu ódauðleg. Þau voru með fyrstu hljómsveitunum sem skemmtu lands- mönnum í hinu nýja, íslenska sjónvarpi árið 1967 og urðu þar með auðvitað heims- fræg á Íslandi. Það er líka alveg sérstakur andi í gítar- skóla Ólafs Gauks við Síðumúlann. Hlý- leiki, fallegar myndir á veggjum og svo rauði liturinn á stólum og víðar sem veitir orku. Það eina sem vantar inn í skólann er Ólafur Gaukur sjálfur, sem lést 12. júní í fyrra. En skólinn heldur áfram eins og hann hefur gert í 37 ár. Þar er Svanhildur framkvæmdastjóri og ætlar að reka skól- ann eins og áður, en þau hjónin stofnuðu Gítarskólann saman árið 1975. Hún hefur ráðið ungan herra sem forstjóra skólans. „Við vorum ekki bara hjón“ „Ég er með frábæra kennara, meðal ann- „Held það sé ekki gott að hafa of mikinn tíma til að hugsa“ Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is Hún varð örugglega meðal þekktustu tengdamæðra í Los Angeles þegar einkadóttir hennar, Anna Mjöll Ólafsdóttir, giftist auðkýfingnum Cal Worthington. Skilnaður þeirra vakti mikla athygli hér heima, en það er ekki það sem er efst í huga Svanhildar Jakobsdóttur, þegar hún tekur á móti Önnu Kristine til að ræða stöðuna – komin í alveg nýtt hlutverk. „Það var auðvitað eins og að missa helming lífsins þegar Gaukur lést,“ segir Svanhildur, sem hefur reynt að aðlagast lífinu á nýjan hátt. Ljósmynd Hari. En ég sit ekki við kertaljós og hluta á lögin hans Gauks. Það geri ég ekki. Ég er enginn masókisti. 18 viðtal Helgin 3.-5. febrúar 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.