Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1915, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.11.1915, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 165 Aöhaldiö til þess aö beygja sig fyrir úrskuröum hans er þó veikt, aöallega loforð mannsins um að fylgja codex, og auk þess álit eöa álitsspillir meöal stéttarbræöra. * í sambandi við codex ethicus liggur nærri aö minnast á það, að sem stendur er ekkert félagssamband milli islenskra lækna. Árið 1896 stóö til að koma á föstum félagsskap milli allra lækna landsins, og skyldi félagið heita „Hiö islenzka læknafélag". Bráðabyrgðalög voru þá samin og upp- kast aö cod. eth., og var hvorttveggja sent læknum. Takmark félagsins átti þá einkum að vera þaö, að halda uppi 1 æ k n a f u n d u m, og auk þess að gefa út a 1 þ ý ð 1 e g t t i m a r i t um heilbrigðismál. Lækna- fundirnir reyndust óframkvæmanlegir, læknar gátu ekki sótt þá, og úr félagsstofnuninni varð ekki neitt. — Ekki verður því neitað, að félags- skapur meðal íslenzkra lækna verður ætíð erfiður, en þó finst mér, að það væri vel til fallið, að taka upp þessa félagshugmynd á ný, og koma íslenzku læknafélagi á stofn. C o d. e t h. gilti þá fyrir félagið og L æ k n a- blaðið yrði málgagn þess, félagið gæfi þá blaðið út en ekki Læknafé- lag Reykjavíkur, kysi ritnefnd þess o. s. frv. Að vísu má segja, að þetta mundi litlu breyta, eii æskilegt væri það þó, að lieyra álit stéttarbræðra um þetta mál, jafnframt því sem þeir senda tillögur sínar um cod. eth., segðu þá jafnframt hvort þeir væru þess fýsandi að slíkt félag yröi stofnað eða ekki. Ef það yrði að ráði, mætti semja hér uppkast að lögum, og sam- þykkja þau með breytingum á sama hátt 0g cod. eth. G. H. Tillögur Læknafélags Reykjavíkur um codex ethicus. 1. gr. Það er tilgangur með reglum þessum, að efla gott samkomulag og bróðurlega samvinnu meðal lækna. Þær gilda fyrir þá lækna, sem rita undir þær. 2. gr. í viðurvist sjúklings eða annara en læknis, skal enginn læknir fara niðrandi orðum um stéttarbræður sina, jafnvel þótt ástæða kynni að vera til slíks. 3. gr. Enginn læknir má bjóðast til þess, að taka að sér nein læknisstörf fyrir minna endurgjald en aðrir taka, er gegna þeim störfum. 4. gr. Enginn læknir má nota óþarfa auglýsingar, blaðagreinar eða aðrar ósæmilegar aðferðir, í því skyni að teygja sjúklinga til sin frá öðrum lækn- um. Þakkarávörp og aðrar gyllingar skulu þeir forðast eftir megni. Ekki skulu þeir heldur gefa í skyn, að þeir þekki betri lyf eða læknisaðferðir, sem öðrum læknum séu ekki kunnar. Læknar skulu alls engan þátt taka í áskorunum frá almenningi viðvíkjandi veitingum embætta, eða því að nýr læknir setjist að í héraðinu. 5. gr. Sé læknir sóttur til sjúklings og komist að því, að hann sé undir hendi annars læknis, eða hafi heimilislækni, þá skal hann að eins gera það, sem hin bráðasta nauðsyn krefur og engan dóm leggja á læknisaðferð þá, sem hinn hefir notað. Hann skal ekki vitja þess sjúklings oftar1, nema honum sé kunnugt um, að fyrra lækninum hafi verið tilkynt, að sjúkl. óski að breyta um lækni, eða læknirinn hafi sagt skilið viö sjúkl.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.