Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1915, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.11.1915, Blaðsíða 18
LÆKNABLAÐIÖ 176 Líkamshitinn er dutlungasamari en ef til vill öllum er ljóst. Eins og allir vila, er hann lægslur síöari liluta nætur (um 36.8) en hæstur síöari hluta dags kl. 4—5 (alt aö 37.5). Venjulega er 37.5 stig talin takmörkin fyrir eölilegum líkamshita og sótthiti ef fram úr því fer. Aö vísu er þetta nærri lagi, en ekki má þó gleyma, aö fleira en eitt hefur töluverö áhrif á hitann. Gangur og líkamleg áreynsla hækka hann aö m u n. Þannig er sagt, aö viö röskan gang í klukkustund hækki hitinn um full 0.5 stig, og veröi 38 stig, þótt maðurin sé allíeilbrigð- u r. Allir sjá, aö þetta getur vilt læknum sýn, því oft koma menn til. þeirra af feröalögum frá margvíslegri vinnu og áreynslu. Hiti hækkar og viö andlega áreynslu og máltiöir en þess gætir minna. Saathof( M. med. Wochenschr.) gefur þessar reglur um mælingu á hita: Hitinn mælist i rectum eftir fullkomna andlega og 1 i k- a m 1 e g a h v í 1 d í 20 m í n. aö minsta kosti og á u n d a n m á 11 i ö. Ef þessa er gætt, segir hann, að takmörkin fyrir eölilegum likamshita séu 37 og sótthiti ef fram úr því fari. G. H. Fréttir. Eftir símtölum aö dæma, sem landlæknir hefir átt viö ýmsa héraðslækna, er góö lieilbrigöi um land alt og farsóttir gera ekki vart viö sig þaö neinu nemi. * Heilsufar í Rvík i októbermán.: Febr. typhoidea 4, Febr. rheumat. 2, Scarlatina 3, Rubeolae 3, Erysipelas 1, Angina tonsill. 13, Dipther. 3, Tracheo-bronchitis 8, Bronchitis cap. 8, Pnevm. croup. 3, Cholera & cat. intest. ac. 23, Gonorrhoe 8 (allir ísl.), Syfilis 1, '(ísl.), Tuberc. pulm. & lar. 5 (2 utanbæjar), Tub. aliis loc. 4 (1 útl.), Echinoc. 1, (utanb.), Can- cer 4, (uteri 1, ventr. 2), Alcohol. chr. 1. Formaður í Læknafélagi Reykjavíkur var kosinn í haust: Guðm. Magn- ússon í staö Guðmundar Hannessonar. ólafur Gunnarsson læknir er 3. þ. m. skipaður læknir í Miöfjaröarhéraöi. Guðm. Ásmundsson cand. med. hefir ráöist aðstoðarlæknir til Þorgríms Jónssonar hjeraðslæknis í Keflavik. í siöasta blaði hefir af vangá falliö burtu nafn höfundarins á eftir grein- inni um Otitis media, átti aö vera Ólafur Þorsteinsson. Þessir hafa borgað blaðið: Guömundur Þorsteinsson, Siguröur Jónsson Færeyjum, Valdimar Erlendsson Friörikshöfn, Stefán Jónsson Erlig. IIosp., Halldór Vilhjálmsson skólastj., Jón Rósenkranz, Jón Jónsson. Auk þess liafa þessir borgað fyrir næsta árg.: Jón Blöndal, Halldór Vilhjálms- son skólastjóri, Konráö Konráösson. Þeir, sem ekki hafa borgað, eru vin- samlega beðnir að borga það sem fyrst. Prentsmiðjan Rún. — Reykjavík.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.