Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1915, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.11.1915, Blaðsíða 14
172 LÆKNABLAÐIÐ Skyr. Eins og kunnugt er, hafa erlendir fræ'Simenn rætt mikiö og ritaö um skyr, eSa öllu heldur um erlendar mjólkurafuröir, sem likjast skyri (Yogurth o. fl.) Á íslandi hefir skyr veriö hversdags matur allrar sveita- alþý'Su frá landnámstíS, og mætti telja þaS sjálfsagt, aS ísl. læknar vissu glögg deili á öllum kostum þess og löstum. En þaS er meS þetta eins og margt annaS, aS þekking vor er af skornum skamti, a'S nokkru leyti vegna áhugaleysis lækna, aS nokkru leyti vegna þess, aS oss brestur enn þá flest, er hafa þarf til vísindalegra rannsókna. Öll alþýSa veit, aS skyr er hollur og saSsamur matur, aftur telja margir nýtt skyr þungt í maga og gamalt brotiS skyr öllu hollara. Þó eru ekki allir á einu máli um þetta. Líklega má gera ráS fyrir því, aS allur þorri lækna viti ekki öllu meira um skyriS en alþýSan, og þó væri oss skylt aS vita meS vissu, hve holl fæSa skyriS er, hversu þaS reynist viS ýmsa meltingarkvilla, hve fljótt þaS er aS meltast, liver áhrif þaS hefir á garnasjúkdóma o. s. frv. Fyrir ári síSan skrifaSi Gísli GuSmundsson ritgerS í BúnaSarritiS um skyr. HafSi hann og athugaS hverjar bakteríur eru i ísl. skyri Hann fann tvær sambýlisbakteríur, aSra staflaga, hina streptokokk og taldi þær valda skyrgerS í góSu hreinu skyri. Stafurinn reyndist svipaSur eSa samskonar og bacill. bulgaric. Eftir þessu mætti gera ráS fyrir, aS skyr vort hefSi svipaSa eiginleika og yogurth, enda munu flestir hafa búist viS aS svo væri. Nú má aS vísu segja, aS eftir þessu aS dæma hljóti erlendu rannsókn- irnar á yogurth aS gilda um skyriS, og aS þetta sé aS nokkru leyti útrætt mái. Skyrbakteríurnar útrými skaSlegum ristilbakteríum, l)æti garna- meltinguna og, ef trúa skal Metschnikoff, lengi lífiS. Eg held aS varlega sé á slíku byggjandi, og aS vér ættum eftir sem áSur, aS reyna til aS safna saman innlendri þekkingu á skyrinu og áhrifum þess. Hér í Rvík ætti aS vera auSvelt aS athuga, hve fljótt skyr tæmist úr maganum og bera þaS saman viS annan mat t. d. kjöt. Hér ætti einnig aS vera gott tækifæri til þess, aS reyna nýtt skyr í ýmsum meltingarkvillum. Um gamla skyriS og gamlan skyrhræring verSa sveitalæknar aS fræSa oss. Eg vildi nú mælast til þess, aS læknar tækju þetta mál til athugunar, reyndu eftir ákveSnum reglum skyr viS þá sjúklinga, sem þeim þættu lík- legir, skrifuSu glögglega sjúkrasögurnar upp og sendu Lbl.. Væri þetta gert, myndi allmikill fró'Sleikur safnast fljótlega saman. * Fyrst og fremst má nú spyrja, livort skyriS sé yfirleitt hollur matur. Sumir læknar eru þeirrar trúar, aS þaS sé ekki laust vi'S aS vera varasamt, álíta aS magakvef og bringspalaverkir séu tiSari á sumrum en vetrum og kenna skyrinu um, — nýja skyrinu. llvaS er til í þessu? Eru meltingar- kvillar algengari á sumrum en vetrum, og er þá ástæSa til aS setja þaS í samband viS skyriS ? Fyrir mitt leyti hefi eg ekki orSiS þess var, þó ekki vilji eg fullyr'Sa neitt um þaS. Geta má þess, aS Schleisner telur aS skyr valdi nábít og Jón Finsen er ekki fjarri því aS svo sé.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.