Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.1915, Side 17

Læknablaðið - 01.11.1915, Side 17
LÆKNABLAÐIÍ) 175 íslenzkir og norskir læknar. Oftar en einu sinni hefir mér virst þaö, ;er eg hefi lesið norsku læknablöSin, aS stéttarb.ræSur vorir í Noregi taki .oss fram aS ýmsu leyti. Mér kom þetta síSast til hugar er eg las nr. 4 af Tidskrift for den norske Lægeforening, 1915. Er ])ar prentaS brot úr skýrslu héraSslæknis Ansteensens til landlæknis NorSmanna (medicinal- direktörsins). í héraSi hans hefir gengiS allmikiS barnaveikisfaraldur, 106 sjúklingar á einu ári. Hvernig gerir hann nú í skýrslu sinni grein fyrir sótt þessari? ÞaS sést ekki til fullnustu, en brot úr skýrslu hans, sem prentuS er í blaS«- inu, er um 16 þéttprentaSar blaSsíður, og þó laust viS allar málalengingar. Má af þessu sjá, aS skýrsla hans hafi veriS allnákvæm. Fyrst gefur hann yfirlit yfir háttalag veikinnar í héraSinu síSustu 10 árin (fylgja dagbækur lækna læknahéruSunum, eSa sérstakar skýrslubækur?), og síSan ná- kvæma skýrslu um þetta síSasta faraldur. Skýrslunni fylgir 1 a n d s u p p- d r á 11 u r og er þar hver bær merktur, sem veikin hefir komiS á. Hve margir íslenzkir læknar vanda svo mjög skýrslur sínar? Hvernig hefir svo læknir þessi hagaS sér gagnvart veikinni. Hann hefir rannsakaS alla sjúklinganabakteriologiskt, tekiS sjálf- ur útsæSi úr hálsi allra sjúkl. og auk þess fjölda heilbrigSra og sent þaS farsóttarlækni ríkisins til rannsóknar. (Vér höfum ekki slíkan mann aS leita til.) Þá hefir hann engurn slept úr sóttgæzlu fyr eneftir a S 6 sý 11 ishorn, t e k i n t v i s v a r m e S v i lc u m i 11 i b i 1 i, r e y n d u s t 1 a u s v i S b a r n a v e i k i s s ó 11 k v e i k j- u r. Þarf ekki aS' lýsa hve rnikil fyrirhöfn þetta hefir veriS. Ekki verSur því neitaS, aS alt er þetta eftir listarinnar reglurn, ber bæSi vott um rnikinn áhuga og mikinn dugnaS. En — hver hefir svo árangur- inn oröiS? Ætla mætti, aS lækninum hefSi tekist aS stöSva fljótl. þennan faraldur. Sú varS þó ekki raunin á, eins og sjá má af því, hve margir lögSust. Eins og oftast vill vera, áttu heilbrigSir meS sóttkveikjur í kok- inu (bacilbærere) mikinn þátt í útbreiSslunni. Læknirinn sá jafnvel svo lítinn árangur af öllum ræktununr sínum og sérstakl. aS halda sjúkl. í sóttgæzlu til þess aS sóttkveikjur hyrfi, aS hann segist ekki muni g e r a þ a S f r a m v e g i s. Er þetta eftirtektarvert fyrir oss, sem ekki ræktum sóttkveikjur. Hann ráSgerir aS sleppa framvegis öllum sjúkl. eftir 6 vikna sóttgæzlu. Sérstakl. vekur hann athygli á einu atriSi: aS þ a S s é g a g n 1 í t i S og varasamt aS gefa serum til varnar veikinni (profil- aktiskt), ef sjúkl. séu svo nærri lækni aS ná megi i hann á fyrsta sólar- hring. Slíkir immuniseraSir menn eSa börn geti eftir sem áSur gengiS meS sóttkveikjur í kokinu án þess aS sjúkd. verSi vart, því s e r u m d rep u r þ æ r e k k i, og séu þeir manna vísastir til þess aS útbreiSa veikina. Ef serum sé ekki gefið, komi veikin í ljós og menn vari sig frekar á henni, en læknist jafnt ef serum sé gefiS á fyrsta sólarhring. Þá rninnir hann og á, aS nokkur hætta stafi af slíkurn varnarinnspýtingum vegna anaphylaxi, ef barniS skyldi síSar fá veikina og þá þyrfti aS nota serum. En hvaS sem þessu líSur, er þaS ætíS lærdómsríkt aS bera sig saman viS stéttarbræSur erlendis. Vér ættum helzt aS komast hjá því aS vera eftir- bátar þeirra, þar sem mögulegt er.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.