Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1920, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.02.1920, Blaðsíða 4
i8 LÆKNABLAÐIÐ Eg tel þaö skyldu læknastéttarinnar. — sjúklinganna vegna, — aö hafa vakandi auga á þvi, aö þaö trúnaöarstarf haldist í' hennar höndum, sem hún frá fornum tímum hefir haft: aö ákveða ráöin gegn sjúkdómum eftir bestu samvisku og i samræmi viö þaö sem læknavísindin þekkja best á hvaða tima, sem er. Eg get því eigi annað en glaðst yfir þvi, að læknastéttinni tókst að leiða asnann inn í herbúðirnar 1915. Læknarnir heimtuðu það eitt, að nægilegar birgðir væru til í lyfjabúð- unurn af þeim vínandameðulum, sem þeir töldu að þyrfti að brúka handa sjúklingunum. Af b a n n 1 ö g u n u m, sem löggjafvarvaldið, í samræmi við meiri hluta þjóðarinnar, af socíölum ástæðum samþykti nokkrum árum áður, hefir 1 æk n a s t é 11 i n ekki haft nein afskifti. Einstakir læknar höguðu sér í því rnáli eins og aðrir meðlimir þjóðfélag'sins, greiddu atkvæði með eða móti þeini, og mundu sumir vilja afnema þau með öliu, sumir ekki. Stéttarmál er það ekki, svo eg ætla mér ekki að fara út í neina bann- lagasálma. Eg verð hins vegar að álíta, að þing og þjóö hafi réttmætar kröfur til læknastéttarinnar um það, að misbrúka ekki það trúnaðarstarf, sem henni var á hendur falið : að ávísa sjúklingum vínandameðulum til lækninga í samræmi við almennar venjur lækna á þessum tímum. Þegar breytingin á lyfjaskránni fékst, 1915, einkum fyrir ötula baráttu eins af stéttarbræörum okkar á þingi, þá tel eg víst, að flestir okkar hafi styrkt það mál fullkomlega bona fide, tilgangurinn hafi verið sá einn, að útvega sjúkum mönnum heilsulyf, en alls ekki nautnarmeðui h e i 1 b r i g ð u f ó 1 k i. En við læknarnir erum auðvitað breyskir, eins og aðrir menn, svo búast mátti við, að einhverir kynnu að misbrúka þetta trúnaðarstarf, sem þingið fól þeim. En þeir áttu þá líka að bera ábyrgðina á því, og engin ástæða var til af þeirri einu sök að banna sjúklingum áfengismeðul sam- kvæmt ráðum lækna sinna. Nú er samt svo kornið, að læknastéttin hefir verið sökuö um það, að hún misbeitti ])eim rétti, sem hún hefir til aö láta lyfseðla, á vin frá lyfjabúðunum, eða afhenda sjálfur vín, og víst er það, þrátt fyrir allar ýkjur og ofstæki, að talsverð misbrúkun kemur fyrir. Innflutningur á vínum inn i landið, og spiritus conc. hefir jafnt og þétt aukist stórum. Þaö má sjá á skýrslum Hagstofunnar. En þar sem ekki aðrir hafa rétt til að selja áfengi en lyfjabúðirnar, er öllu slengt á herðar læknanna. Þeir eru látnir bera ábyrgðina á þeim vexti. Eins og flestum okkar mun kunnugt, hefir stjórnin látið rannsaka, hve mikið hefir verið úti látið af spir. conc. og vínum frá Reykjavíkur-lyfjabúðinni í 5 ár, 1915 —1919, eftir fyrirsögn læknanna. Kunnugur maður hefir sagt mér, að á r i ð 1919 h a f i v e r i ð á þ a n n h á 11 a-fhent n á 1 e ga 8 s j n n- u m m e i r a a f s p i r. c o n c. e n 1915. 1915 voru eigi önnur vín í lyfjabúðinni, en malaga-vín, og voru á ári afhentar eftir lyfseðlum 1 06 f 1 ö s k u r. En 1919 voru á jafn löng- um tíma afhentar eftir ávísun lækna:

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.