Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1920, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.02.1920, Blaðsíða 6
20 LÆKNABLAÐIÐ vöru eöa atvinnurelcstri, sem almenningi þykir lítiö girnileg: „Það er pen ingalykt af þessu.“ Oft er þaö fullkomlega réttmæt afsökun, en stundum getur lyktin veriö svo megn, veriö svo óholl bæöi atvinnurekendanum og öörum, aö betra sé að sleppa gróðanum. En svo tel eg vínlyfseðlasölu eða vínsölu í höndum lækna, ef hún er gerö. í gróðaskyni, en ekki til lækninga» Mér dettur í hug saga frá seinni árum, um ungan stúdent, sem var feng- inn til aö gegna héraði fyrir lækni í forföllum hans. Hann kom með sínar launakröfur og varð samkomulag um þær. Læknirinn átti auövitað að fá þaö, sem inn kæmi fyrir meðul, en svo kom aukakrafa: prócentur a‘f „v i s s u m“ m e ö u 1 u nr, sem hann seldi. Þaö var enginn í vafa um hvaða meðul væri átt við. Eg gæti trúað, aö hann yrði naskur kaupsýslu- maður pilturinn sá. Þótt læknar vildu nú fylgja ákvæðum laganna mjög samviskusamlega, láta aldrei vin af hendi nema ástæða væri til vegna sjúkdóma, þá er nú ekki hlaupið að því að finna ákveðnar indicationes. Því verður ekki neitað, að verkanasvið vínandans sem læknislyfs, hefir þrengst allmikiö á seinni árum eftir rannsóknum vísindamanna. En ann- ars er samkomulagið um verkanir hans gegn sjúkdómum og nytsemi sem lækningameðals, mjög svo slæmt. Það virðist svo sem þar sé hver höndin á móti annari, skoöun á móti skoðun, þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir víðs vegar í heiminum. Við höfum séð alkohol brúkað viö s ó 11 u m sem b a k t e r í u d r e p- a n d i meðal, t. d. viö septiskum sjúkdómum, eins og barnsfararsótt. Það voru ekki neinir smáskamtar, sem gefnir voru. Nýrri tilraunir kenna, aö alkohol hefir lítil áhrif á mikróba í þeirri þynningu sem þaö er í blóðinu og nálega öllum vökvum líkamans (i—2—3%). Sem profylakticum gegn næmum sjúkdómum eru ekki mikil líkindi til að það dugi. Þvert á rnóti telja menn nú að menn verði móttækilegri ef drukkið er mikið af alkoholi til varnar. Menn hafa rannsakað áhrif vínandans á myndun antiefna í líkaman- um, og segja surnir, aö alkoholiö dragi úr henni. Aðrir segja að t. a. m. í kóleru auki stór skamtur á undan vaccinationinni þau 2—3 sinnurn, en dragi stórum úr ef það er notað til langframa. í sóttum er alkohol einkum brúkaö eins og alkunnugt er sem hjarta- tonicum. Samkvæmt tilraunum virðist það þó ekki auka hjartakraftinn, aö minsta kosti ekki á frískum hjörtum. Aftur segja ýmsir, að það geri ]iaö stundum jiegar hjartað sé farið að veiklast (eins og digitalis í venju- legunr skömtum). Hjartaverkunina segja sumir komi af því að það minki þrýstinginn í æðum og minki þannig mótstöðuna, geri hjartanu hægara fyrir. Sem n æ r i n g a r m e ö a 1 í sóttum hefir það verið og er enn brúkað. 50—60 grm. af alkoholi í sólarhring hefir brunagildi sem svarar 400 hita- einingum (kalóríum). Norski lyfjafræð. Poulsson, sem hóf umræður um notkun alkohols, sem læknislyf, í læknafél. norska, og synd væri að saka um, að lofi þaö mikið, telur, að í alm. sóttum þurfi það ekki, en geti sjúkl eigi tekið á móti nægilegri fæðu og hætta sé á hjartabilun, þá sé fylsta ástæða að brúka það, og hann telur — mótsett sumum öðrum — að ekki síst sé ástæða að brúka það handa drykkjumönnum, sem oft hafi veikt

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.