Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1920, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.02.1920, Blaðsíða 9
LÆKN ABLAÐIÐ gnpa til þessarar aðgeröar til að bjarga í skyndi bæöi konu og barni, þeg- ar horfur eru þær, að með biðinni veröi lífi beggja stofnaS í hættu og ef til vill þurfi aS grípa til úreltra ómannúSlegra morStækja. S e c t i o cæsarea er jafn hættulítil og einföld exstirpatio tu- m o r i s p e r 1 a p a r o t o m i a m. Skal eg seinna gera nánari grein fyrir þessari skoSun, en í þetta skifti láta nægja aS segja frá keisaraskurSi hjá Bumm. Keisaraskurður hjá Bumm. Eg þóttist heppinn fyrsta daginn sem eg kom til Bumm og heilsaSi hor.um, þá gladdi hann mig meS því, aS á eftir fyrirlestrinum, sem hann ætlaSi aS halda, kæmi keisaraskurSur. Þótti mér nú bera vel í veiSi, því eg hafSi aldrei áSur séS neinn gera keisaraskurS nema sjálfan mig í eitt skifti. — Bumm bauð mér til sætis ásamt öSrum aSkomulæknum, nálægt skurSarborSinu og lét færa okkur hvítar yfirhafnir aS fara í. En þær þóttu mér heldur fátæklegar, — það voru bara vesti eSa ermalausar treyj- ur og ætlast til aS maSur færi í þær snöggklæddur, svo aS hvítar skyrtu- ermarnar manns sjálfs létu líta svo út sem þetta væru þó verulegar treyj- ur, en ekki vesti. Sjálfur var Bumm og hans aSstoSarlæknar í hálfgerSum görmurn. Einkum þótti mér gúmmístígvélin hans fornfáleg, bæSi bætt og slitin. Og salurinn var orSinn hrörlegur og þurfti málningar og endurbóta. Þarna sátu um 200 stúdentar, in amphitheatro, sumir meS kíkira til þess aS sjá betur. Konan, sem skera átti, lá alveg óhissa á tíSinni „in arena“. Hún hafSi þrönga grind og tvisvar veriS hjálpaS meS keisaraskurSi. Nú vildi hún láta kastrera sig á eftir, og Bumm samsinti henni í því, aS með þremur börnum hefSi hún fullnægt skyldu sinni gagnvart föSurlandinu. Annars gekk fyrirlesturinn aSallega út á, að brýna fyrir stúdentunum, aS hamla upp á móti þeim faraldri, sem lengi hefir gengiS á Þýskalandi, aS koma í veg fyrir barneignir meS anticoncipientia. (Bumm varð einkum skrafdrjúgt um hiS svonefnda ,,spermatoþanaton“ og fanst nafniS óþarf- lega grískt og íburSarmikiS, ennfremur fordæmdi hann srnokka, svampa, tnóSursprautur og hugvitsöm pezzaria). Þá var hann einnig þung- orSur um hinar gegndarlausu abrasiones mucosæ uteri, sem surnir læknar gerSu sér aS féþúfu. Fór hann um þetta svipuSum orSum og eg man aS Leopold Meyer eitt sinn sagSi í fyrirlestri: „Det er jo Gud-hjælpe-mig saadan, at man ikke kan sidde til Bords med en Dame i et Middagsselskab, uden at hun begynder at tale om sin Udskrabning!“ AS enduSum fyrirlestrinum var konan svæfS. MiSlínuskurSur aS eins 12 cm. langur eSa tæplega þaS, neSan viS nafla. Álika skurSur langs inn úr uterus. SíSan lögS töng á höfuS og dregið fram. Þetta tók að eins nokkrar mínútur. ASstoSarlæknir tók við barninu og lagSi þaS á lítiS borS þar nærri. ÞaS var meS góSu lifi. ÞaS blæddi ekkert mikiS. Til aS örfa uterus til samdráttar (Pituitrin hafSi veriS spýtt í konuna á undan) lagði Bumm tvær kompressur inn í holiS og nuggaSi þar aS auki legiS aS utan meS grisju. SiSan saumaSi hann uterus-sáriS í þremur lögum (slímhimnur, vöSva og serosa) og þar aS auk Lembertssaum seinast. Bai á eftir gerSj hann beggja vegna resectio tubæ (fláSi lausan tveggja

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.