Læknablaðið - 01.02.1920, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ
2 C
‘ijarta og vonda matarlyst. Þessa menn væri þá óhyggilegt aB svifta öllu
alkoholi, þegar þeim liggur mest á, og geta eigi neytt annara matarteg-
unda, sem hefði sömu sparandi verkun. ViS chroniska sjúkdóma vilja fáir
brúka þaö nú oröiö t. a. m. ftisis.
Við d i a b e t e s g r a v i s er það alm. brúkað, gerir fituefnin óvæmn-
ari og bætir matarlystina. Nokkrir segja aö það minki sýruna, aörir
neita þvi.
Ef matarlyst er sæmileg eftir sjúkdóma, þá þykir óþarft að brúka það
sem styrkjandi meöal.
Sem lystbætandi meðal gæti verið ástæöa til að brúka þaö ein-
staka sinnum. Alfrískir menn þurfa þess aö visu eigi, en maður veit, að
fólk, sem hefir svo áratugum skiftir drukkið staup með mat, hefir oft
litla lyst. Reyndar þekkjum við allir, aö þeir hinir sömu smám saman
venjast við að borða mat sinn meö góöri lyst, ef þeir af einhverjum ástæð-
um ekki geta fengið vín. Svo indicatio sú er vafasöm.
Við ýmsum útvortissjúkdómum er það og brúkað — útvortis.
Þar sem að skoðanir manna um nytsemi alkohols sem læknislyfs, er
enn þá að ýmsu leyti svo gagnstæðar sem mest má verða, þá þarf engan
að furða þótt einn læknir brúki alkohol, þar sem aörir nota það ekki. Jeg
geri heldur eigi ráð fyrir því, að neinir sæmilegir vitsmunamenn hafi ætlað
sér ])á dul, að setja fastar skorður við hvaða sjúkdóma mætti brúka alko-
hol. Slíkt verður að fela hverjum einstökum í samræmi við almennar
venjur meðal lækna og hans eigin reynslu.
Mál þetta er erfitt viðureignar og verður óvinsælt víða. Norska lækna-
félagið mótmælti þvi að þurfa að vera óbeinlínis eða beinlínis nokkurs
konar brennivinssalar ]jjóðarinnar. Vildi láta setja upp vínsölustaði og losna
sjálfir við lyfseðlagjafir.
Norska lyfsalafélaginu er jafn illa viö að nota lyfjabúðirnar sem vín-
-‘ölustaði, segir ])að spilli áliti stéttarinnar.
Á einu hefir mig furöað, að eigi skyldi vera fyrirskipuð rannsókn á því,
bve mikið lyfjabúðirnar noti til lvfjatilbúnings. Fróðlegt væri að vita það,
ekki síður en hitt, hve mikið er afhent þaðan af áfengi eftir fyrirskip-
unum lækna. —
Þar eru sömu kvartanir yfir læknunum eins og heyrst hafa hér, á báðum
stöðum, stjettinni kent um það, sem einstaka læknar eiga sök á.
Nefnd, sem norska læknafélagið skipaði til að koma fram með tillögur
í þessu brennivínsmáli, fór fram á að hver karl eða kona, 21 árs og þaðan
at eldri, fengi hálfflösku af brennivini annan hvorn mánuð eða 1 fl. af
víni. Það yrði þannig 3 fl. af brennivíni á ári eða 6 fl. af víni, nokkurs
konar Brattsaðferð. En til þess að sjúklingar gætu fengið vín, ef á lægi,
mættu læknar láta af hendi lyfseðla upp á benzolspiritus til ú t v o r t-
i s notkunar, 1 pela i bæjum af spir. conc. eða helmingi meira af spritt-
blöndu, en til sveita 3 sinnum meira. Innvortis mættu þeir láta úti 150—200
grm. spir. og helmingi meira í sveitum. Ameríkulæknum er einnig nú sett-
lr maximalskamtar.
Hér á landi, þar sem er algert vínbann, er varla neinn möguleiki fyrir
læknastéttina að losna við lyfseðlaáfengi eða sölu á þvi. Það er ilt verk
og vanþakklátt bæði hjá þeim frísku, sem kosta kapps um að fá læknana