Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1920, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.02.1920, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 3T ItIíö, eftir Ásgrím málara. ÞaS sér lítt á Þorgrími, aö hann hafi verið !;eknir svo lengi. Hann er ætiö glaður og kátur, og fádæmi mega þaíS te|jast, að aldrei hefir hann kendur orSiö alla æfi, og hefir hann þó lifaö ‘"nikla Bakkusar öld. Influensan í Vestmannaeyjum. Þ. 16. febr. var sóttvarnarnefnd símaö, aö infh heföi gosiö upp í Vestmannaeyjum og lágu þá menn í 4 húsum. ^víst hvaöan komin, en héraösl. taldi líklegast aö hún hefði flust meö Lullfossi 26. jan. Margt mælir þó móti því. — Næstu daga breiddist veik- ln út hraðfara, en var fremur væg. Lungnabólga litil sem engin og cyanosis befir ekki veriö á sjúkl. en blóðnasir tiðar. Menn hafa sýkst svipað hvort sem þeir höfðu fengið infl. síðast eða ekki, þó heldur héraösl. að veikin hafi verið öllu vægari á þeim sem sýkst höfðu fyr. Sóttvarnir í Rvík. Óðar en infl.fréttirnar bárust frá Vestm.,var uppi fótur og fit á bæjarbúum i Rvk, þvi nokkur grunur lék á, að veikin gæti liafa flust hingað með farþegum á skipi, sem kom frá Eyjunum. Skólum °Uum og samkomustöðum var lokað, grunaðir einangraðir & cet. — Þ. 19. 2. voru þó engar verulegar likur til þess að bærinn væri sýktur. Ströng sóttvörn við taugaveiki. Taugaveikisfaraldur gekk í V.-Húna- vatnssýslu síðastl. ár (47 sjúkl., 2 dóu). Sýslumaður bannaöi þá allar samgöngur milli V. og A. ITúnavatnssýslu. — Mun það eins dæmi, að samgöngubann sé sett milli héraða vegna taugav. Auðvitað er sjaldan of varlega fariö, en minna hefði þó mátt að gagni koma. Nýr spítali í Vestmannaeyjum. Frétst hefir, að Englendingar ætli bráð- lega að byggja sjúkrahús í Vestmannaeyjum og verði J. Nisbet læknir við það. Sjúkrahús á Eyrarbakka og ísafirði eru í undirbúningi. Bæði verða þau allstór, 20—30 sjúkl. Læknapróf í febrúar. — Síðari hluta embættisprófs tók Guðm. Óskar Einarsson með 1. eink., 175% st. — Fyrri hluta e m- bættispróf's tók Friðrik Björnsson (49 st.). — Próf i efna- fræði tók Árni Pétursson (8 st.). Verkefni skriflega prófsins voru: — S k r i f 1 e g h a n d 1 æ k n i s f r.: Lrep á fótum. Hvað getur valdiö þvi, hver er meðferðin? Að hverju leyti á hún að vera mismunandi eftir orsökum drepsins ? — S k r i f 1. 1 y f- 1 æ k n i s f r.: Chlorosis. Hvað veldur henni? Hvernig má greina hana frá öðrum sjúkdómum og hvernig er meðferð hennar? — Skrifleg réttarlæknisfræði: Plvað er meðgöngutími kvenna langur? Hvernig má ákveða aldur ófullburöa fósturs ? og livað einkennir full- burða börn? Kíghóstinn breiöist óðum út i Reykjavík og sama segja fregnir af Akur- eyri. Ilt er það og þolinmæðisvant, að stöðva þann sjúkdóm, en áreiðanl. má gera það, ef almenningur hefir áhuga á því. Hver af héraðslæknum vill vinna það sér til frægðar, að stöðva hann? Auöveldast er það viö fjall- vegi milli héraða. Munið eftir að f u 11 o r ð n i r, sem ekki hafa haft kigh.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.