Læknablaðið - 01.02.1920, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ
i9
1447 flöskur cognac,
568 — portvin,
480 — sherry,
473 — rauðvín,
0 — malaga.
Mér er ekki kunnugt, hvernig þessu er háttaS annarstaöar á landinu, en
'íg tel þaö vafalaust, aö bæöi hér og þar sé af sumum læknum gefnar ávís-
ynir á vín eöa þau seld, án þess aö nokkrar strangt takmarkaöar indika-
tionir séu fyrir hendi.
Eg tel þetta illa fariö. Lögbrot eru auövitaö alstaöar hvimleið, en eink-
um ef menn nota þær trúnaðarstöður, sem þeim eru fengnar, til aö fremja
þau i.
Af tvennu illu, sætti eg mig betur viö, að þeir læknar sem vilja ná sér
í vínanda eða annað áfengi, hagi sér eins og aðrir borgarar sama sinnis,
að s m y g 1 a v í n i n u i n n eða kaupa það hjá vínsmyglunum. Þá eru
þeir sem hverir aðrir borgarar, sem að vísu fremja lagabrot en misbeita
c.kki stöðu sinni til að afla sjer eða öörum áfengis.
Eg hefi enga hugmynd um, hvernig einstakir læknar eru staddir í þesSu
læknabrennivínsmáli, hefi engin tök á að fá vitneskju um það, og hefi
enga sérlega lyst til aö vita það, en kunnugur maður hefir sagt mér, að
M Iæknanna myndu fylgja bannlögunum að öllu eöa mestu leyti, en
vera brotlegur. Auövitað er það leitt, að svo margir eru sekir, en að vísu
er sú tala of lítil til aö saka læknastéttina í heila sinni um óhlýðni gfcgn
lögunum.
Eg hvgg að það sé ekki fjarri sanni, að skifta læknunum í þrjá flokka
ut af þessu margstagdaða læknabrennivini.
a) Þá er halda lögin nokkurn veginn, afhenda eöa útvega eigi mönn-
um vín, nema þegar þeim finst ástæöa til vegna heilsu þeirra. Lang flestir
niunu vera i flokki ])essum.
b) Þá sem af góðsemi eöa greiðvikni viö náungann stundum láta undan
argi þeirra og bóiiastagli án þess að gera sér þetta að tekju-
g r e i n, aö visu vitandi það, aö þeir fylgja ekki ákvæöum laganna. Þessir
menn hygg eg geri bannmálinu þó litinn skaða. Oftast nær mun það vera
til að gleöja kunningjana, sem ekki eru drykkfeldir eftir almennum mæli-
kvarða. En margur mun kynoka sér við aö fara aftur meö sömu bænina
til læknisins, einkum ef hann veröur þess var, að hönum sé illa við þess
háttar hjálpsemi og sérstaklega ef hann fær eigi að borga greiðann. Ná-
unginn mundi liklega hugsa sem svo, aö leiðir veröa langþurfamenn.
c) Ööru máli er aö gegna um þá 1 æ k n a, sem áreiðanlega eru til,
þótt fáir séu, sem beinlínis gera sér það að atvinnu a ð s e 1 j a nálega
hverjum sem hafa vill vínrecept eöa vín. Þessa menn tel eg setja blett á
læknastjettina. Það er að komast á mjög hála braut. Þessa menn má
skoða eins og kaupmenn, sem gera það, sem i þeirra valdi stendur, til
?-ð koma vöru sinni út, væri því hætta á því, að þeim væri áhugamál að
tá sem flesta til að kaupa vínreceptin eða vín og hugsi um þaö eitt, að
fá sem mest fyrir sína vöru, því auðveldara yröi þaö, sem óvíða er mikil
samkepni um slíka verslun.
Menn hafa stundum eftir mönnum, sem sjá sér gróðavon af einhverri