Læknablaðið - 01.02.1920, Blaðsíða 3
lOIHIllll
6. árgangur. Febrúar, 1920. 2. blað.
Áfengiö og læknarnir.
Erindi flutt í Læknafélagi Reykjavíkur.
Eftir Sæmund Bjarnhjeðinsson.
FormatSur okkar hefir mælst til, a‘S eg segSi nokkur orS í kvöld um bannl.
og læknana eöa öllu frernur hiS svonefnda 1 æ k n a b r e n n i v í n. Kvað
mig hafa veriö einn þeirra, sem stuSla'ö hef'Su aö því, aS leiSa asnann inn
í herbúSirnar eSa vínin inn á hina löggiltu lyfjaskrá vora, og þar meS
koiniö þeirn undir urnsjón læknanna. Þeir eru þeir einu, sem rjett höföu
og hafa til aS gefa fólki ávísun á vínanda — til lækninga.
Aö vísu er auk þess nú ætlast til, aö lögreg'lustjórar ávisi til iö;n-
a S a r af spiritus, því sem nauösynlegt er og svo til áttavita á skipum.
Auk þess þurfa lyfjabúöirnar auövitaö allmikiö af spiritus til lyfjatilbún-
ings og örlítiö af konjaki og vínum.
Annars mega lyfsalar ekki afhenda neitt af áfengi nerna eftir ávísun
frá læknum, nema fáein grömm af Hoffmannsdropum, kamfórudropum
kínadropum og því um líkt.
Væri nokkuð afhent úr lyfjabúöunum annars, án fyrirsagnar lækna,
væri þaS auövitað brot gegn bannlögunum, og fólkið veit þaö vel, og þess
vegna er alt það áfengi, sem kemur úr lyfjabúðunum nefnt einu nafni
læknabrennivínið.
Eins og okkur öllum er kunnugt, var ástæöan til þess, aö mikill meiri
hluti læknastjettarinnar áriö 1915 sótti það svo fast, að teknar yröu upp
i lyfjaskrána flestar þær almennu vintegundir, sem notaöar eru víösvegar
um heitn sem læknislyf, sú, aö ekki var unt aö ná í þær annarstaSar.
þar sem hvergi var hægt aö visa fólki á neinn staö, sem rétt heföi til aö
versla nieð þess konar. Læknastéttin gat alls elcki sætt sig viö þaö, aö
stjórn eöa löggjafarvald færi aö ákveða hvaöa nieöul viö brúkuöum
handa sjúklingum okkar, og jafnvel ekki þótt um jafn viösjált efni væri
a'ð ræða sem vínanda.
ViS lítum svo á, og eg geri ráð fyrir, aö læknastéttin geri þaö enn, aö
paö mundi þó, aö öllu satnanlögöu, veröa heillavænlegra sjúklingunum,
aö læknarnir segöu fyrir um lækningaaöferöina. Þvi það er engin trygging
fyrir því, aö nokkur læknisfróöur rnaöur sitji í stjórn eða á þingi og væri
því mjög undir hælinn lagt, hvort löggjafarvaldið eöa stjórnin meö sínum
besta vilja, gæti fundiö önnur betri ráö, þvi fremur væri hætt viö því,
þar sem vitanlega gæti komiö fyrir, aö kapp réði meiru en vitsmunir og
jiekking.