Læknablaðið - 01.08.1920, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ
ii 7
Hklega hundafækkunar, er enn eitt atriði, sem vafalaust vinnur í söniu
átt og þetta, og þaS er flutningur fólks til bæjanna á síð-
ari árum. Þar hlýtur miklu minni hætta aö vera, því þar er svo litiS af
hundum og fáir þar sem umgangast þá aö nokkrum mun.
í hinni skemtilegu ritgerö Guöm. próf. Magnússonar í Árbók Háskólans
1912—13. heimtar hann upplýsingar um árangur hundahreinsunarinnar,
um fyrirmælin um eyöileggingu sulla úr sláturfé, og þar er bent á, hvað
frekar þurfi aö gera: aö taka upp rannsóknir Krabbes á) sláturfé og hund-
um, og meö réttu telur hann það ekki vanvirðulaust, að ekkert hafi þá
verið gert i þá átt í 50 ár. — Síðan þetta var skrifað, veit eg eigi til, að
neitt hafi verið gert til að hrinda þessu máli áfram.
Nú eru 4 dýralæknar hér á landi, sem óefað munu fúsir til að taka þetta
mál að sér. Á þeim stendur varla, en fjárveitingavaldið verður að veita
þá peninga, sem til þessa þarf, og sóma síns og landsins vegna er óhugs-
andi, að þar verði nein veruleg fyrirstaða. — Læknablaðið og læknastéttin
á ekki að þagna um þetta mál fyr en þvi er borgið á viðunanlegan hátt.
Sæm. Bjamhjeðinsson.
Skipulag heilbrigðismála.
Nokkrar endurbótatillögur.
Fæstir munu gera sér ljósa grein fyrir því, hve skamt er liðið siðan
læknaskipun landsins komst í skaplegt horf. Fyrsti læknirinn, Bjarni Páls-
son landlæknir, settist hér að 1670. Um aldamótin 1800 voru læknarnir 5,
en fram undir 1870 að eins 7. Auðvitað gátu fæstir náð til þessara fáu
lækna, og mátti svo heita, að svo stórt land væri læknislaust fyrir þeim.
Eftir 1864 fór læknum stöðugt fjölgandi, en þó voru ekki fleiri en 30
héraðslæknar um aldamótin 1900. Síðan hefir þeim fjölgað upp i 48. Það
er þvi fyrst eftir síðustu aldamót, sem læknaskipun er komin í það horf,
að nálega öllum er giert það kleift að vitja læknis.
Að vísu er það mikilvæg undirstaða að hafa fengið nægilega marga hér-
aðslækna, en upprunalega mun mönnum ekki hafa verið það ljóst, að
mörgu þarf við að bæta til þess að viðunandi sé. Skipulag heilbrigðis-
mála vorra er yfirleitt enn i bernsku, svo sem vonlegt er. Það þarf að
hreyta því og fuflkomna það á ýmsan há'tt, en til þess að það tákist vel, er
nauðsynlegt að málið sé rætt, ekki síst af héraðslæknum vorum, sem finna
betur en flestir aðrir, hvar skórinn kreppir. Eftirfarandi tillögur eru gerð-
ar til þess að hreyfa málinu, og í þeirri von, að aðrir auki þær og endur-
bæti. Það er til litils fyrir lækna að treysta Alþingi og yfirvöldum i
blindni. Þeir verða sjálfir að berjast fyrir góðu skipulagi á heilbrigðis-
málunum, gera sjálfir tillög.ur um það alt. Og vér meguin alls ekki miða
alt við gamla botnlausa hripið: lækning og hjúkrun sjúkra. Hitt varðar
jnestu, og v e r ð u r m e ð tímanum a ð' a 1 s t a r f 1 æ k n a, að kyti-