Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1920, Side 8

Læknablaðið - 01.12.1920, Side 8
LÆKNABLAÐIÐ 182 Buvt með taugaveikina. Taugaveiki er hér sifelt að gjósa upp, aö minsta kosti íj Rvík, og veldur ekki litlurn skaöa. í útlöndum ber víðast hvar miklu minna á þessari sótt og hún fer þar þverrandi, enda er talið, að það sé tiltölulega auðvelt að vinna bug á henni, í samanburði við ýmsar aðrar farsóttir. Að oss gengui svo treglega, stafar af tvennu: fáfræði ahnennings og hirðuleysi og tóm- iæti lækna. Það þarf langan tíma til þess að bæta úr hinu fyrra, en síð- ara atriðinu er oss skylt að kippa i lag. Það er auðvitað þvag og saur sjúkra og sýklabera, sem sóttnæmið kemur frá. Það er þetta sem berst beinlinis ofan í heilbrigða og smitar ])á. Það er margt, sem styður að þessu hjá oss i skortur á nákvæmu hrein- læti við hjúkrun sjúkra, vond salerni og sóðaleg, eða engin, sem viðast mun vera til sveita og að lokum sóðaskapur, er menn ganga erinda sinna. Það er ekki svo mikið, að almenningur noti skeinisblöð og þaðan af sið- ur, að menn þvoi sér um hendurnar á eftir, geta heldur ekki ætíð komið ]jvi við. Allur þessi menningarskortur hjá almenningi, og þröngu húsa- kynnin, greiða sjúkdómnum götu, og það ])arf að vekja athygli á þessu. Sú hliðin, sem að læknunum snýr er litlu betri. Hjer mun fæst af því vera framkvæmt af læknum, sem sjálfsagt er talið til þess að berjast gegn veikinni. Það má minna á nokkur helstu atriðin, og tek e.g þau upp úr grein dr. Haalands (Bergen) í Med. Rev. nr. 8-—-io 1920, svo eg haldi mér við skilríkan mann. 1. Til þess að fá vissu fyrir sjúkd. fyrstu dagana skal taka blóð úr æð. blanda það til helminga með galli og r æ k t a s ý k 1 a n a. 2. Ef sjúkd. hefir staðið viku áður en læknis er leitað, skal g'era Wi- d a 1 s p r ó f. 3. Ef sjúkl. er ekki þegar fluttur burtu og ástæður eru þannig, að smitunarhætta vofir yfir heimilismönnum (engin hjúkrunarstúlka, ill húsa- kynni), skal bólusetja alla heimilismenn. 4. Rannsaka skal s a u r o g þ v a g sýktra og grunaðra er veikin er afstaðin, og telja þá eina fullheila, sem losna við alla sýkla. Þeir, sem verða að sýklaberum, skulu fylg'ja ákveðnum varúðarreglum alla tjð. með- an ]>eir ganga með sýklana. 5. Alla sölumjólk skal pasteurisera, og engin þasteurisering er tryggileg, nema fult eftirlit sé haft með, að hún sé svikalaus. , 6. Hver læknir skal halda spjaldskrá yfir alla taugaveikissjúk- linga i hverri sveit, og hafa skýrt yfirlit yfir útbreiðslu veijkiinnar í hér- aðinu. í raun og veru veitti ekki af, að spjaldskrá einnig alla heimilis- menn á veikindaheimilunum, því þeir geta gerst að sýklaberum, þó ekki hafi þeir sýkst, svo sögur fari af. Læknirinri þarf að geta séð allar aðfarir veikinnar í héraðinu til margra ára, ef hann á að geta fundið sýklabera. 7. Alla sjúka skal einangra tafarlaust, ef þess er nokkur kostur. Einangrun hefir reynst gagnleg við taugaveiki, sérstaklega ef hún kemst fljótt í verk. 8. í hvert sinn sem taugaveiki kemur upp, skal f i n n a u p p t ö k i n og gera ráðstafanir gegn þeim.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.