Læknablaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ
'19
beittum skefli náöist út rúmur hálfur kaffibolli eöa meira af blóölifrum
og meö grisju þurkaði maður upp eftir föngum, en inni við dura voru
lifrarnar farnar aö festast af fibrini. Talsvert spændist upp undan bein-
röndunum neöan til og þar niður virtist blóö hafa vætlað niöur undir
basis og ekki hægt aö komast fyrir takmörk þess. I n n í blóðholið
sást engin sla.gæð spýta, en vætlaöi úr smáæöum hér
o g þ a r. Eg batt um eina meö því aö gegnum stinga dura. — Vi'ö urð-
um varir við sprungu í os temporis sem stefndi niður í pai's petrosa og
aftur á viö.
Þegar öll blóörás var stöövuð, lokuðum viö hleranum. Periost saumaöi
eg meö jodkatgut og húð meö silki. Neöst, aftan til, lét eg kera inn í
blóðholið.
Strax eftir aðgerðina batnaöi púlsinn; steig úr 58 upp í 70. Svefninn
varð eölilegri og sjúkl. fór að geta talað strax urn kveldiö. Og morguninn
eftir var hann eins og annar maður og fór nú smám saman aö ná fullri
rænu.
Björn læknir, sem hirti sáriö eftir aðgeröina gat tekiö kerann eftir
nokkra daga. Sárið greri bólgulaust og heilsan komst brátt i sama góða
lag og verið hafði á undan slysinu.
Eins og kollegar vita, er vandalitið verk aö trepanera, fyrir hvern þann
lækni, sem annars er vanur handlækningum og hefir góö verkfæri. Enda
vitum viö, að trepanatio telst með hinum elstu óperationum. Forfeður
vorir á steinöldinni sýnast hafa veriö leiknir í aö fremja þá aðgerfó.
Hins vegar vitum við líka, að oft er vandi mikill aö diagnostisera rétt
og ákveöa hvenær skuli hefjast handa. í þetta skifti var eg leystur úr
þeim vanda, því mínir kæru þingeysku kollegar höföu þegar slegíö því
föstu bæöi fyrir sjálfum sér og vandamönnum sjúklingsins, aö hér væri
trepanatio eina úrlausnin og u 11 i m u m r e f u g i u m. Og það var þá
eðlilegt, að þeir fælu mér aðgerðina, sem æfðari handlækni en þeir voru.
Aö alt lánaöist vel, á eg eins mikið að þakka þeim og sjálfum mér.
Þess vegna hefir mér oft orðið bumbult af því oflofi, sem eg hefi ómak-
lega hlotið meöal alþýðu fyrir þessa aðgerð, sem svo að segja var lögö
upp í hendurnar á mér. En eitt hefur glatt mig meir en flest á æfi minni
og get eg ekki stilt mig um að segja Lbl. frá því.
Nú um jólaleytið fékk eg bréf frá kaupfélagsstjóranum, ineð hlýjum
jólaóskum og þakklæti fyrir lækninguna. Hann sendi mér mynd af sér,
sem sýnir að eins’ lítilfjörlegt ör í reg. temporalis viö hársræturnar. Innan
i bréfi hans fylgdi dálítiö kvæði til mín frá konu hans, — >Huldu skáld-
konu. Kvæðiö hljóöar þannig:
Til Stcingríms Matthíassonar lœknis á Akureyri.
(Jólakveðja 1920).
Dimm hefðu jólin mér orðið í ár,
ef enginn hefði læknað vinar míns sár.