Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 14
28 LÆKNABLAÐIÐ kláöasmyrsli, sem Ehlers átti fyrstur upptök aö, segir þau ó b r i g 8 u 1 og þurfi tæpast að bera þau á nema einu sinni. Þar á ofan eru þáu ódýr. Tilbúningurinn er nokkuö margbrotinn: i) Eitt kilogr. af sulphur subl. er viö hægan hita leyst upp í 2 kg. af 50% uppleysingu af hydras kalicus. Hrein ,gul uppl. 2) 225 grm. af vaselini og 225 grm. af lanolin anhydr. er vandl. lilandað saman köldu. 3) Bætt viö vaselin-lanolinblönduna 375 grm. af brennisteins-kalilútsuppl. 4) 28 grm. af sulph. zincicus er blandaö saman viö 40 grm. af 20% natríumlút og blöndunni bætt saman viö. 5) Paraff. liq. er bætt í svo alt veröi 1000 grm. 6) Loksins er bætt í 5 grm. af benzalde- hydum til þess aö bæta lyktina. Sjúkl. er baðaöur að kvöldi, smyrslinu núiö inn í alt hörundiö (mikiö nudd óþarft) og látinn sofa meö áburöinn yfir nóttina. Aö morgni bað og þá er lækningu lokið. Ef sjúkl. er í heimahúsum þværhannsérumhöndur og andlit, vinnur næsta dag án frekari þvottar, ber á höndur og úlnliði næsta kvöld og þvær sér til fulls næsta morgun. Þá er og skift um nær- föt og sængurklæöi. Talsvert af brennisteinsvatnsefni myndast svo málm- ar vilja svertast í herb. — En Lomholt segir smyrsliö bera af öllu, sem enn þekkistf — (18. des.). Heilbrigði almennings er eflaust miklu verri í öllum löndum, en flestir ætla. Enskar skýrslur um nýliða í byrjun ófriöarins sýna, aö a ö e i n s 20% manna á aldrinum 18—41 árs voru lausir við áþreifanlega líkam- lega galla! Þá kom þaö í ljós, aö slíkar veilur og ágallar ágerast stórum á aldrinum frá 18 árum til 23. Englendingar eru steini lostnir yfir þess- ari uppgötvun, og þykir ekki mega viö svo búiö standa, en er þó hins- vegar óljóst hverjar orsakir séu aö þessari óáran í fólkinu. En hver þrem- illinn er þaÖ þá, sem gengur aö % af öllum landslýönum? Helstu kvilla má sjá á eftirfarandi yfirliti yfir 10.000 nýliöa: Allskonar „deformitet“ ... ... 740 Dyspepsia 256 Hcrniae ••• • 363 Augnakvillar 246 Mb. cord. & circul ••• 338 Myalgia 203 - syst. nervorum ... 322 Bronchitis 149 - cutanei .... 299 Tub. pulm. Eyrnakvillar Seq. plevr 88 G. H. Bannið í Bandaríkjunum. „Mín reynsla er sú, aö það sé mjög erfitt að framkvæma bannlög, og aö mest sé komið undir almenningsálitinu og embættismönnunum, sem eiga aö gæta laganna.“ Þannig farast merkum Bandarikjalækni orö í bréfi til G. H. Bannið í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir allar misfellur, sem próf. Thum- berg telur á því, fullyröir hann, aö notkun áfengik hafi stórlega þverrað hjá öllum almenningi. efnaha,gur batnað, glæpir minkað stórum svo og sjúkdómar, sem af drykkjuskap stafa. Einkennilegt er aö efna- og menta- menn styöja banniö í U. S. flestum framar. — Próf. Th. er sjálfur þeirr- ar skoðunar, aö bannlöggjöf muni óheppileg, aö minsta kosti fyrir Sví- þjóð. Heppilegast sé aö leyfa létt vín og öl, vinna eftir megni gegn brendum drykkjum og reyna þannig smámsaman aö takmarka vínnautn

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.