Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 23 verkanirnar í ljós á hríðunum 5—10 mínútum á eftir. Áhrifin vaxa svo oftast næstu 20 mínúturnar og haldast svo nokkurnveginn jöfn 20—30 mín. en fara þá aö minka, og eftir 1 klukkutíma eru áhrifin oftast horfin. — Stórir skamtar verka betur en jafnmikiö af pituitrininu gefiö meö stuttu millibili, en þó munu endurteknir skamtar nær altaf hafa einhver áhrif. — Þaö er enginn sársauki að sjálfri dælingu lyfsins í holdið frekar en þótt fysiologisku saltvatni væri dælt inn. Stundum er pituitrin líka gefiö intravenöst og er varla ráölegt aö gefa meira en % ccm. á þann hátt, og veröur að gera það hægt, vera tiltölu- lega lengi að því, vegna þess að óþægindin, sem stundum eru samfara pituitringjöfinni, koma einna helst þegar það er gefið intravenöst og því frekar, sem því er dælt hraðar inn. Viö intravenös injectio koma áhrifin á uterus oftast nær því samstundis, oft er hríðin komin áður en lokið er við injectionina og venjulegast kemur þá hríðastormur, sem varir 10—15 mínútur, og einmitt þess vegna er ráðlegast að gefa ekki nerna % ccm., til þess að ofbjóða ekki fóstrinu. f byrjuninni var varaö mjög við því, að hreinsa dæluna á undan með alkoholi, það mundi draga úr áhrifum pituitrinsins, og mun það standa í sumum kenslubókum í yfirsetufræði, en þetta hefir reynst vitleysa, pituitrin þolir mjög vel alkohol og mun þessi hégilja vera sprottin af því, að til aö byrja með voru extröktin mjög misjöfn, og var þá verið að leita að ástæðum fyrir því, hvers vegna pituitrinið verkaði stundum alls' ekki á hríðarnar, og þá datt einhverjum alkoholhreinsun dælanna í hug. Ef við nú lítum yfir kenninguna um pituitrinið sem hríöameðal í heild sinni, þá verður niöurstaðan sú, að pituitrinið er ágætt meðal og ómissandi hverjum lækni, sem fæst við fæðingarhjálp, en það er svo um pituitrinið sem mörg önnur meðul, að þaö má ekki nota það í hugsunarleysi. Sumir hafa komist svo að orði, að mikill hluti pituitrininjectioná sé að eins sem luxus, en sá luxus getur stundum orðið dýr. Aðalindikationirnar fyrir pituitrin-notkuninni eru: hríðaleysi og þá sér- staklega secundert; eftir himnusprengingu við placenta prævia; eftir re- positio útlima eða naflastrengs; undan sectio caesarea; við retentio pla- centae og við atonia uteri post partum. Það kemur líka oft að góðum not- um ef hríðar minka við obst. svæfingu. Við fæðingar, þar sem ekki er annað að en daufar hríðar, ætti ekki að nota pituitrin fyr en legopið er nær því fullvíkkað, og lika ætfi að varast það þar sem legopið eða vagina er mjög rigid. Það er contraindicerað við þrönga grind, þar sem tvísýni er á því, hvort fóstrið geti gengið í gegnum, og líka við abnormar fósturstöður eða abnorma stærð á fóstrinu, og1 það má ekki heldur gefa það á undan vendingu. Alþjóðafundur lækna var nýlega haldinn í Bandaríkjunum. til þess að ræða um varnir gegn samræðissjúkd. G. H. varð fyrir þeim óvænta heiðri að vera boðinn í þá veislu.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.